Svisslendingar samþykktu að gera mismunun gagnvart hinsegin fólki refsiverða Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2020 20:15 Hinseginfánar að húni í tilefni af Pride göngunni í Genf í Sviss. epa/MARTIAL TREZZINI Svisslendingar samþykktu í dag tillögu um að gera mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar refsiverða samkvæmt hegningarlögum. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um málið í dag og greiddu 63% atkvæði með tillögunni en 37% á móti. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var haft eftir forsvarsfólki breytingarinnar að mjótt yrði á munum og ólíklegt gæti talist að ákvæðið hlyti yfir 60% stuðning kjósenda. Nú þegar var ólöglegt í Sviss að mismuna fólki á grundvelli kynþáttar og trúarbragða. Andstæðingar tillögunnar sögðu að breytingin myndi skerða tjáningarfrelsi fólks í landinu. Stuðningsmenn fullyrtu að enginn yrði lögsóttur fyrir trú sína eða að ummæli í einkasamtölum. Lögin ættu hins vegar að vernda hinsegin samfélagið í Sviss frá mismunun og aðkasti. Haft var eftir meðlimum hinsegin samfélagsins í svissneska dagblaðinu 20 Minuten að þeir hafi oft orðið fyrir líkamsárásum og sumir jafnvel þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna þessa. Sami miðill birti einnig viðtal við unga menn þar sem þeir lýstu því yfir að þeim þætti í lagi að ráðast á samkynja pör og einhverjir ýjuðu jafnvel að því að hægt væri að „lækna þau með nokkrum höggum.“ Forsvarsmenn Bleika krossins í Sviss, hagsmunasamtaka hinsegin fólks, fagna sigrinum og segja að næsta verkefni sé að fá í gegn frumvarp sem leyfi samkynja hjónabönd þar í landi en það liggur nú fyrir þinginu. Hinsegin Sviss Tengdar fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um að mismunun gagnvart hinsegin fólki verði refsiverð Svisslendingar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um um hvort setja eigi í hegningarlög að mismunun vegna kynhneigðar og kynvitundar verði refsiverð. 9. febrúar 2020 09:55 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Svisslendingar samþykktu í dag tillögu um að gera mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar refsiverða samkvæmt hegningarlögum. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um málið í dag og greiddu 63% atkvæði með tillögunni en 37% á móti. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var haft eftir forsvarsfólki breytingarinnar að mjótt yrði á munum og ólíklegt gæti talist að ákvæðið hlyti yfir 60% stuðning kjósenda. Nú þegar var ólöglegt í Sviss að mismuna fólki á grundvelli kynþáttar og trúarbragða. Andstæðingar tillögunnar sögðu að breytingin myndi skerða tjáningarfrelsi fólks í landinu. Stuðningsmenn fullyrtu að enginn yrði lögsóttur fyrir trú sína eða að ummæli í einkasamtölum. Lögin ættu hins vegar að vernda hinsegin samfélagið í Sviss frá mismunun og aðkasti. Haft var eftir meðlimum hinsegin samfélagsins í svissneska dagblaðinu 20 Minuten að þeir hafi oft orðið fyrir líkamsárásum og sumir jafnvel þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna þessa. Sami miðill birti einnig viðtal við unga menn þar sem þeir lýstu því yfir að þeim þætti í lagi að ráðast á samkynja pör og einhverjir ýjuðu jafnvel að því að hægt væri að „lækna þau með nokkrum höggum.“ Forsvarsmenn Bleika krossins í Sviss, hagsmunasamtaka hinsegin fólks, fagna sigrinum og segja að næsta verkefni sé að fá í gegn frumvarp sem leyfi samkynja hjónabönd þar í landi en það liggur nú fyrir þinginu.
Hinsegin Sviss Tengdar fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um að mismunun gagnvart hinsegin fólki verði refsiverð Svisslendingar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um um hvort setja eigi í hegningarlög að mismunun vegna kynhneigðar og kynvitundar verði refsiverð. 9. febrúar 2020 09:55 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um að mismunun gagnvart hinsegin fólki verði refsiverð Svisslendingar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um um hvort setja eigi í hegningarlög að mismunun vegna kynhneigðar og kynvitundar verði refsiverð. 9. febrúar 2020 09:55