Faraldurinn getur geisað mánuðum saman Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. febrúar 2020 21:00 Sóttvarnarlæknir segir að það muni taka langan tíma fyrir 2019 kórónaveiruna að ganga yfir. Dauðsföll af völdum veirunnar eru nú orðin fleiri en af SARS veirunni. Þegar SARS-faraldurinn gekk fyrir sautján árum létust tæplega átta hundruð manns af völdum veirunnar. Nú eru dauðsföllin af völdum 2019 kórónaveirunnar þegar komin yfir átta hundruð og heldur talan áfram að hækka. Þá hafa hátt í fjörutíu þúsund greinst með veiruna. Víða hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við útbreiðslu faraldursins. Í dag fengu ríflega þrjú þúsund farþegar og áhöfn skemmtiferðaskipsins World Dream að fara frá borði í Hong Kong. Þeim hafði verið haldið í fimm daga í sóttkví um borð í skipinu af ótta við að farþegar væru smitaðir af veirunni. Sýni leiddu hins vegar í ljós að svo reyndist ekki vera. Farþegar annars skemmtiferðaskips í Japans eru hins vegar enn í sóttkví en tugir farþega um borð hafa greinst með veiruna. Nú er búið að greina veiruna í átta löndum Evrópu og er talið að veiran muni greinast hér. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir ljóst að það taki marga mánuði fyrir faraldurinn að ganga yfir. „Það getur tekið mjög langan tíma. SARS-faraldurinn gekk yfir á einu ári til dæmis. Þannig að við erum ekki að horfa á þetta sem eitthvert spretthlaup. Þetta er ekki eitthvað sem við teljum að gangi yfir núna bara á næstu dögum eða næstu vikum. Ég held að við séum að horfa á næstu mánuði,“ segir Þórólfur. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Sóttvarnarlæknir segir að það muni taka langan tíma fyrir 2019 kórónaveiruna að ganga yfir. Dauðsföll af völdum veirunnar eru nú orðin fleiri en af SARS veirunni. Þegar SARS-faraldurinn gekk fyrir sautján árum létust tæplega átta hundruð manns af völdum veirunnar. Nú eru dauðsföllin af völdum 2019 kórónaveirunnar þegar komin yfir átta hundruð og heldur talan áfram að hækka. Þá hafa hátt í fjörutíu þúsund greinst með veiruna. Víða hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við útbreiðslu faraldursins. Í dag fengu ríflega þrjú þúsund farþegar og áhöfn skemmtiferðaskipsins World Dream að fara frá borði í Hong Kong. Þeim hafði verið haldið í fimm daga í sóttkví um borð í skipinu af ótta við að farþegar væru smitaðir af veirunni. Sýni leiddu hins vegar í ljós að svo reyndist ekki vera. Farþegar annars skemmtiferðaskips í Japans eru hins vegar enn í sóttkví en tugir farþega um borð hafa greinst með veiruna. Nú er búið að greina veiruna í átta löndum Evrópu og er talið að veiran muni greinast hér. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir ljóst að það taki marga mánuði fyrir faraldurinn að ganga yfir. „Það getur tekið mjög langan tíma. SARS-faraldurinn gekk yfir á einu ári til dæmis. Þannig að við erum ekki að horfa á þetta sem eitthvert spretthlaup. Þetta er ekki eitthvað sem við teljum að gangi yfir núna bara á næstu dögum eða næstu vikum. Ég held að við séum að horfa á næstu mánuði,“ segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira