Sport

Leikjum frestað víða í Evrópu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Svekkjandi.
Svekkjandi. vísir/getty

Óveður geisar víða í Evrópu í dag og hefur veðrið sett strik í reikninginn í þónokkrum deildarkeppnum í evrópskum fótbolta.

Búið er að fresta leik Man City og West Ham í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem öllum sex leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni hjá konunum hefur verið frestað. 

Óveðrið teygir anga sína víðar í Evrópu því búið er að fresta leikjum í úrvalsdeildum Hollands, Belgíu og Þýskalands svo eitthvað sé nefnt.



Fjórir leikir voru fyrirhugaðir í hollensku úrvalsdeildinni í dag en Utrecht-Ajax, AZ-Feyenoord, Sparta-Ado Den Haag og Emmen-Twente hefur öllum verið frestað.

Þá er búið að fresta leik Borussia Mönchengladbach og Kölnar í þýsku Bundesligunni en toppslagur Bayern Munchen og RB Leipzig mun fara fram í Munchen síðar í dag. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×