Benedikt Guðmundsson, einn sérfræðinga Dominos Körfuboltakvölds, vorkennir Stjörnunni lítið að hafa þurft að spila einn leik án Ægis Þórs Steinarssonar.
Valsmenn unnu lífsnauðsynlegan sigur á Stjörnunni á föstudagskvöldið en með sigri komust Valsmenn upp úr fallsæti. Stjörnumenn höfðu unnið tólf deildarleiki í röð fyrir leikinn svo sigurinn var óvæntur.
Dominos Körfuboltakvöld gerði upp leikinn í þætti sínum á föstudagskvöldið.
„Ég ætla ekki að taka neitt af Val en það vantar albesta leikmenn Stjörnunnar í vetur. Ekki bara sóknarlega heldur varnarlega líka,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson.
Benedikt Guðmundsson finnur ekki mikið til með toppliðinu.
„Ég vorkenni þeim ekki neitt. Hvaða lið í vetur er ekki búið að spila leik án lykilmanns í einhvern tíma? Það vantar einn mann. Hlynur misstu nokkra leiki og þeir leystu það mjög vel en þeir eru ekki með marga leikstjórnendur. Tomsick á að geta höndlað þetta.“
Teitur Örlygsson sagði að þetta hafi verið Valsliðið sem hann hafi verið að bíða eftir.
„Valur vann Tindastól fyrir norðan, lentu í framlengingu í Njarðvík og vinna Stjörnuna núna með 30 stigum. Þeir skíttöpuðu á milli Keflavík í millitíðinni en er þetta ekki Valsliðið sem við bjuggumst við að sjá í október? Þeir eru að mæta til leiks í febrúar.“
Alla umræðuna má sjá hér að ofan.
Dominos Körfuboltakvöld: „Vorkenni þeim ekki neitt“
Tengdar fréttir

Dominos Körfuboltakvöld: „Mér finnst þetta gjörsamlega snargalið dæmi“
Strákarnir í Dominos Körfuboltakvöldi ræddu málin og fyrstur til að tjá sig um málið var Jón Halldór sem var mikið niðri fyrir.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 106-76 | Ótrúleg úrslit á Hlíðarenda
Valsmenn klifruðu í kvöld upp úr fallsæti með því að sigra Stjörnuna. Stjarnan var fyrir leikinn ekki búin að tapa leik síðan í október.

Dominos Körfuboltakvöld: Teitur krotar yfir Keflavík og Benni útskýrir ris
KR vann enn einn sigurinn á Keflavík í gær er liðin mættust í Dominos-deild karla í gærkvöldi. Leikurinn var gerður upp í Dominos Körfuboltakvöldi í gær.