Körfubolti

Darri: Óvenjulegt fyrir okkur

Ísak Hallmundarson skrifar
Darri var ánægður í leikslok.
Darri var ánægður í leikslok. vísir/daníel

Haukar tóku á móti Val í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag. Það voru gestirnir í Val sem fóru með sigur af hólmi. Lokatölur 75-69.

Darri Freyr Atlason þjálfari Vals mátti vera sáttur með sigur síns liðs í dag.

„Þrátt fyrir að við höfum ekki skotið neitt frábærlega þá náðum við bara að gera svona aðra aukahluti sem að varð til þess að þessi sigur féll okkar megin, við fengum framlag af bekknum líka sem var gott,“ sagði Darri við Vísi.

Stigaskor Valsliðsins var frekar dreift, margar komust á blað og eins og Darri segir fengu þær gott framlag af bekknum.

„Þetta er í sjálfu sér svona óvenjulegt fyrir okkur, Kiana og Helena draga oftast vagninn í stigaskorun en ég talaði einmitt um það fyrir leikinn og við töluðum um atriði sem við þurftum að bæta eftir Breiðabliks-leikinn að við værum með fleiri en eina sem stigu upp og leggðu sitt af mörkum sóknarlega,“ sagði Darri.

„Ég er bara ánægður, Haukar eru gott lið sem hefur verið eldheitt síðustu vikur, þannig ég er sáttur.“

Á fimmtudaginn mun Valur mæta KR í undanúrslitum Geysisbikarsins, en þessi sigur er væntanlega gott nesti fyrir þann leik.

„Þessi leikur skipti engu máli upp á það verkefni en það sem er gott er að nú getum við helgað okkur bikarleiknum og þurfum ekki að pæla í einhverju öðru á leiðinni,“ sagði Darri að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×