Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 19:29 Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leitar til BUGL hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum hefur verið ákveðið að leggja niður transteymið. Guðrún B. Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir þjónustu þó enn vera fyrir hendi. Bara ekki í teymi heldur á göngudeild. „Við höfum bara ekki fólk sem skýrist eðal annars af því að Landspítali er orðinn láglaunasvæði. Við fáum ekki fólk og það sem er hér fer annað vegna launanna.“ Foreldrum þeirra 48 barna sem nú fá meðferð hjá BUGL var tilkynnt um breytingarnar í byrjun árs. Þrjár mæður segja í viðtali við Mannlíf að það sé mikið áfall að ekki verði haldið sérstaklega utan um þennan hóp. Börnin glími oft við mikla vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir fjórtán ára trans drengs sem bíður meðferðar hjá BUGL, segir þau mæðgin hafa vonast til að komast að nú fljótlega eftir áramót. „Svo fréttum við bæði að það sé ekkert transteymi til lengur og þá tekur við gífurleg óvissa. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvernig mér líður en barninu líður gífurlega illa. Hann er í mikilli óvissu, að bíða og bíða án þess að vita hvað gerist. Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir 14 ára transdrengs, segir mikið áfall að búið sé að leggja niður transteymi BUGL.vísir/baldur Í fyrra voru lög um kynrænt sjálfræði samþykkt þar sem skýrt er tekið fram að þverfaglegt teymi skuli sinna transbörnum. Þótt um lögbundna þjónustu sé að ræða fylgdi ekkert fjármagn lagasetningunni. Nú mun trans börnum vera sinnt á göngudeild ásamt öðrum börnum. Guðrún segir að nýta þurfi allt starfsfólk til að sinna þeim börnum, næg séu verkefnin og 102 börn á biðlista. Ef starsfólk er sett sérstaklega í transteymið þá bitni það á annarri starfsemi. Anna Sigríður segir mikinn mun fyrir drenginn sinn að fara í sérhæft teymi eða á almenna göngudeild. „Auðvitað hefði verið best að það væri hópur fólk sem við myndum kynnast, sem við fengjum að ganga í gegnum þetta verkefni með og héldi svona í hendina á okkur,“ segir hún og bætir við: „Mér finnst bara að heilbrigðisyfirvöld þurfi að hysja upp um sig.“ Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leitar til BUGL hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum hefur verið ákveðið að leggja niður transteymið. Guðrún B. Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir þjónustu þó enn vera fyrir hendi. Bara ekki í teymi heldur á göngudeild. „Við höfum bara ekki fólk sem skýrist eðal annars af því að Landspítali er orðinn láglaunasvæði. Við fáum ekki fólk og það sem er hér fer annað vegna launanna.“ Foreldrum þeirra 48 barna sem nú fá meðferð hjá BUGL var tilkynnt um breytingarnar í byrjun árs. Þrjár mæður segja í viðtali við Mannlíf að það sé mikið áfall að ekki verði haldið sérstaklega utan um þennan hóp. Börnin glími oft við mikla vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir fjórtán ára trans drengs sem bíður meðferðar hjá BUGL, segir þau mæðgin hafa vonast til að komast að nú fljótlega eftir áramót. „Svo fréttum við bæði að það sé ekkert transteymi til lengur og þá tekur við gífurleg óvissa. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvernig mér líður en barninu líður gífurlega illa. Hann er í mikilli óvissu, að bíða og bíða án þess að vita hvað gerist. Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir 14 ára transdrengs, segir mikið áfall að búið sé að leggja niður transteymi BUGL.vísir/baldur Í fyrra voru lög um kynrænt sjálfræði samþykkt þar sem skýrt er tekið fram að þverfaglegt teymi skuli sinna transbörnum. Þótt um lögbundna þjónustu sé að ræða fylgdi ekkert fjármagn lagasetningunni. Nú mun trans börnum vera sinnt á göngudeild ásamt öðrum börnum. Guðrún segir að nýta þurfi allt starfsfólk til að sinna þeim börnum, næg séu verkefnin og 102 börn á biðlista. Ef starsfólk er sett sérstaklega í transteymið þá bitni það á annarri starfsemi. Anna Sigríður segir mikinn mun fyrir drenginn sinn að fara í sérhæft teymi eða á almenna göngudeild. „Auðvitað hefði verið best að það væri hópur fólk sem við myndum kynnast, sem við fengjum að ganga í gegnum þetta verkefni með og héldi svona í hendina á okkur,“ segir hún og bætir við: „Mér finnst bara að heilbrigðisyfirvöld þurfi að hysja upp um sig.“
Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30