Útlán bankanna til fyrirtækja dragast saman Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2020 13:15 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja hafa dregist mikið saman frá miðju síðasta ári og vaxtaálag á lán til þeirra hefur hækkað mikið. Seðlabankastjóri segir þörf á meiri nýsköpun í atvinnulífinu. Útlán bankanna til heimila og fyrirtækja tóku að aukast á árinu 2016. Síðan þá hafa þau aukist jafnt og þétt til heimilanna en tóku stökk til fyrirtækja árið 2017 og fram á seinnipart síðasta árs þegar verulega tók að draga úr útlánum til fyrirtækja. En á sama tíma og vextir hafa verið að lækka allt frá í maí í fyrra, byrjuðu bankarnir að hækka svo kallað vaxtaálag á útlán til fyrirtækja. Það hefur farið úr um tveimur prósentum um mitt ár 2019 í tæp fjögur prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir hluta skýringarinnar á minni útlánum vera samdrátt í ferðaþjónustu sem hafi leitt fjárfestingar í atvinnulífinu undanfarin ár. „Það er að minnka. Það skortir fleiri góð fjárfestingarverkefni. Á sama tíma eru bankarnir að einhverju leyti að eiga við kerfisbreytingar og ýmsan kostnað sem hefur lagst á þá. Þeir hafa að einhverju leyti verið að hækka álögur á lán til fyrirtækja. Það er margt sem kemur til,“ segir Ásgeir. Vaxtalækkanir Seðlabankans undanfarna níu mánuði hafi hins vegar unnið á móti þessari þróun. „Við erum að einhverju leyti að sjá meiri vanskil hjá bönkunum en ekki verulega mikil það sem við sjáum enn þá. Það náttúrlega skiptir máli að fjárhagur heimilanna er svona stöðugur eins og núna. Við erum ekki að sjá verðbólgu aukast. Það felur í sér minni líkur á útlánatapi. Verðbólga hefur oft svo slæm áhrif og lækkun kaupmáttar hefur auðvitað slæm áhrif á útlán bankanna. Við erum ekki að sjá það núna,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja hafa dregist mikið saman frá miðju síðasta ári og vaxtaálag á lán til þeirra hefur hækkað mikið. Seðlabankastjóri segir þörf á meiri nýsköpun í atvinnulífinu. Útlán bankanna til heimila og fyrirtækja tóku að aukast á árinu 2016. Síðan þá hafa þau aukist jafnt og þétt til heimilanna en tóku stökk til fyrirtækja árið 2017 og fram á seinnipart síðasta árs þegar verulega tók að draga úr útlánum til fyrirtækja. En á sama tíma og vextir hafa verið að lækka allt frá í maí í fyrra, byrjuðu bankarnir að hækka svo kallað vaxtaálag á útlán til fyrirtækja. Það hefur farið úr um tveimur prósentum um mitt ár 2019 í tæp fjögur prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir hluta skýringarinnar á minni útlánum vera samdrátt í ferðaþjónustu sem hafi leitt fjárfestingar í atvinnulífinu undanfarin ár. „Það er að minnka. Það skortir fleiri góð fjárfestingarverkefni. Á sama tíma eru bankarnir að einhverju leyti að eiga við kerfisbreytingar og ýmsan kostnað sem hefur lagst á þá. Þeir hafa að einhverju leyti verið að hækka álögur á lán til fyrirtækja. Það er margt sem kemur til,“ segir Ásgeir. Vaxtalækkanir Seðlabankans undanfarna níu mánuði hafi hins vegar unnið á móti þessari þróun. „Við erum að einhverju leyti að sjá meiri vanskil hjá bönkunum en ekki verulega mikil það sem við sjáum enn þá. Það náttúrlega skiptir máli að fjárhagur heimilanna er svona stöðugur eins og núna. Við erum ekki að sjá verðbólgu aukast. Það felur í sér minni líkur á útlánatapi. Verðbólga hefur oft svo slæm áhrif og lækkun kaupmáttar hefur auðvitað slæm áhrif á útlán bankanna. Við erum ekki að sjá það núna,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira