Segir Evrópu ekki geta setið hjá í vígbúnaðarkapphlaupi Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2020 12:00 Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AP/Francois Mori Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að ríki Evrópu megi ekki sitja hjá í nýju vígbúnaðarkapphlaupi. Nauðsynlegt sé að leggja línurnar innan Evrópu og þá sérstaklega varðandi kjarnorkuvopn. Eftir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er Frakkland eina kjarnorkuveldi sambandsins. Þetta sagði forsetinn í ræðu við unga foringja í franska hernum við athöfn í París í morgun. Árið 2018 samþykkti Macron kostnaðarsama uppfærslu á kjarnorkuvopnum Frakklands en á móti kemur að Frakkar hafa fækkað vopnum sínum á undanförnum árum. Eins og bent er á í frétt Deutsche Welle þá Bandaríkin og Rússland slitið sáttmálum á milli ríkjanna um kjarnorkuvopn og yfirvöld Bandaríkjanna hafa þar að auki gefið í skyn að þau muni ekki framlengja sáttmála um fækkun kjarnorkuvopna sem undirritaður var árið 2010. Bandaríkin, Rússlands, Kína og Indland eru meðal ríkja heimsins sem vinna að þróun nýrra gerða eldflauga og annars konar vopna. Í ræðu sinni sagði Macron að hægt væri að tryggja öryggi Evrópu í samvinnu við Bandaríkin. Kjarnorkuvopn Frakklands tryggðu þó einnig öryggi. Forsetinn vill ræða hlutverk kjarnorkuvopna Frakklands við bandamenn ríkisins í Evrópu. Macron neitaði nýverið að færa kjarnorkuvopn ríkisins undir stjórn ESB eða Atlantshafsbandalagsins. Ræða Macron er í takt við fyrri ummæli hans um aukið varnarsamstarf innan Evrópu og heimsálfan hætti að reiða sig eins mikið á Bandaríkin og raunin er í varnarmálum. Hann hvatti ríki Evrópusambandins til að verja meira fé til varnarmála. Evrópusambandið Frakkland Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að ríki Evrópu megi ekki sitja hjá í nýju vígbúnaðarkapphlaupi. Nauðsynlegt sé að leggja línurnar innan Evrópu og þá sérstaklega varðandi kjarnorkuvopn. Eftir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er Frakkland eina kjarnorkuveldi sambandsins. Þetta sagði forsetinn í ræðu við unga foringja í franska hernum við athöfn í París í morgun. Árið 2018 samþykkti Macron kostnaðarsama uppfærslu á kjarnorkuvopnum Frakklands en á móti kemur að Frakkar hafa fækkað vopnum sínum á undanförnum árum. Eins og bent er á í frétt Deutsche Welle þá Bandaríkin og Rússland slitið sáttmálum á milli ríkjanna um kjarnorkuvopn og yfirvöld Bandaríkjanna hafa þar að auki gefið í skyn að þau muni ekki framlengja sáttmála um fækkun kjarnorkuvopna sem undirritaður var árið 2010. Bandaríkin, Rússlands, Kína og Indland eru meðal ríkja heimsins sem vinna að þróun nýrra gerða eldflauga og annars konar vopna. Í ræðu sinni sagði Macron að hægt væri að tryggja öryggi Evrópu í samvinnu við Bandaríkin. Kjarnorkuvopn Frakklands tryggðu þó einnig öryggi. Forsetinn vill ræða hlutverk kjarnorkuvopna Frakklands við bandamenn ríkisins í Evrópu. Macron neitaði nýverið að færa kjarnorkuvopn ríkisins undir stjórn ESB eða Atlantshafsbandalagsins. Ræða Macron er í takt við fyrri ummæli hans um aukið varnarsamstarf innan Evrópu og heimsálfan hætti að reiða sig eins mikið á Bandaríkin og raunin er í varnarmálum. Hann hvatti ríki Evrópusambandins til að verja meira fé til varnarmála.
Evrópusambandið Frakkland Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira