Vonandi sefur Róbert Spanó ekki aftur á verðinum Ólafur Hauksson skrifar 7. febrúar 2020 11:30 Róbert Spanó er dómari við Mannréttindadómstól Evrópu fyrir hönd Íslands. Hann gætir þess meðal annars að íslensk orð, hugtök og meiningar skili sér óbrengluð þegar dómsmál gegn íslenska ríkinu eru til meðferðar fyrir hinum fjöltyngda dómstól. Þar sem Róbert situr þessa dagana í yfirdeild Mannréttindadómstólsins (MDE) til að fjalla um mikilvægt mál sem varðar Ísland, þá er ástæða til að hvetja hann til að sofna ekki aftur á verðinum þegar kemur að túlkun og útskýringum á því sem snýr að íslenskunni. Dæmt út frá rangri þýðingu úr íslensku Þann 4. maí 2017 komst MDE að kolrangri niðurstöðu í máli á grundvelli rangrar þýðingar úr íslensku yfir á ensku. Róbert Spanó greiddi atkvæði með vitleysunni. Hann svaf á íslenskuverðinum. Málið sem var til umfjöllunar sneri að þremur blaðamönnum. Þeir höfðu í Hæstarétti Íslands verið dæmdir fyrir meiðyrði í svokölluðu Sigurplastmáli. Í fréttaumfjöllun höfðu þeir ítrekað fullyrt að lektor við Háskóla Íslands sætti lögreglurannsókn í tengslum við gjaldþrot Sigurplasts. Engin slík rannsókn stóð yfir. Við málflutning hér á landi fullyrtu blaðamennirnir að lögregla hefði staðfest að hafa skoðað tilkynningu skiptastjóra um gjaldþrotið við móttöku hennar. Þeir sögðu að það jafngilti lögreglurannsókn. Dómstólar gætu ekki krafist þess að blaðamenn þekktu muninn á því að skoða slíkra tilkynningu og eiginlegri lögreglurannsókn. Að sjálfsögðu var ekki fótur fyrir þessum fyrirslætti. Þó að lögregla skoði tilkynningu skiptastjóra við móttöku hennar, þá jafngildir það ekki lögreglurannsókn. Ákvörðun um lögreglurannsókn er ekki tekin nema lögregla hafi grun um refsivert brot og kemur það skýrt fram í lögum um meðferð sakamála. Fyrir vikið vegur það að æru manna að segja þá sæta lögreglurannsókn þegar sú er ekki raunin. Enda voru blaðamennirnir dæmdir fyrir þessa ærumeiðandi fullyrðingu og Hæstiréttur Íslands staðfesti þann dóm. Hæstiréttur sagði meðal annars í dómsorði: „Í [fjölmiðlunum] er gerð atlaga að mannorði stefnda, sem þá voru engar forsendur fyrir. Auk þess var synjað að leiðrétta það sem rangt hafði verið farið með.“ Að ljúga sig inn á Mannréttindadómstólinn Svo undarlegt sem það kann að virðast tókst blaðamönnunum að fá Mannréttindadómstólinn til að taka málið fyrir sem brot gegn 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi. Kærendur töldu að hinir íslensku dómstólar hefðu sakfellt þá fyrir meiðyrði á grundvelli þröngrar lögfræðilegrar túlkunar á orðunum „rannsókn“ og „skoðun“, sem ekki samræmdist almennri merkingu þeirra í íslensku máli. Sem var auðvitað kjaftæði og íslenskir dómstólar töldu ekki marktækt. MDE taldi kæruna hins vegar meðferðarhæfa – en ekki út frá merkingu orðanna á íslensku heldur rangri þýðingu þeirra yfir á ensku. Þar var „að skoða“ þýtt sem „examination“ og „rannsókn“ sem „investigation“. Á ensku þýðir „examination“ að prófa, yfirheyra eða rannsaka. Það er því náskylt „investigation“ – rannsókn og oft hægt að skipta öðru orðinu út fyrir hitt. Réttari þýðing á að skoða í þessu samhengi er hins vegar observe, look at eða check. Að lögregla skoði eða líti á eitthvað sem ber fyrir augu hennar jafngildir ekki lögreglurannsókn. Á þessu er reginmunur. Í rannsókn felst að kynna sér mál til hlítar og komast að rökstuddri niðurstöðu. Dómstóllinn taldi hins vegar óraunhæft að krefjast þess af blaðamönnum að þekkja muninn á orðum sem lýsa í raun því sama á ensku, þ.e. examination og investigation. Sú ákvörðun MDE að taka kæruna fyrir var því skiljanleg. En þarna hefði Róbert Spanó átt að grípa inn í. Hann hefði átt að benda á hina röngu þýðingu. Það sama hefði lögmaður íslenska ríkisins átt að gera. En þau sváfu bæði á verðinum. Í ensku útgáfunni af dómi Mannréttindadómstólsins segir efnislega að ekki sé hægt að krefjast þess af blaðamönnunum að þeir geti gert greinarmun á að lögregla rannsaki (examine) kæru við móttöku hennar og að lögregla rannsaki mál (investigate). Því væri ekki ærumeiðandi að fullyrða að einhver sætti rannsókn lögreglu (investigation). Íslenska ríkið taldist þannig hafa brotið á tjáningarfrelsi blaðamannanna þegar þeir voru dæmdir fyrir meiðyrði. Lygin um endurskoðunarskýrsluna Sofandaháttur íslenska dómarans og lögmanns ríkisins kemur einnig skýrt fram umfjöllun dómsins um að endurskoðunarskýrsla (accountancy firm report) hafi sýnt fram á grun um saknæmt athæfi og umfjöllun fjölmiðilisins hafi byggt á staðreyndum úr þeirri skýrslu. Alvarleiki hinna meintu brota hafi samkvæmt skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins réttlætt að kennari í viðskiptafræði væri nafngreindur, myndir birtar af honum og hann sagður sæta lögreglurannsókn. Staðreyndin er hins vegar að engin endurskoðunarskýrsla var til staðar. Lögmaður blaðamannanna laug því einfaldlega að um endurskoðunarskýrslu hafi verið að ræða og hvorki Róbert Spanó né lögmaður íslenska ríkisins höfðu fyrir því að sannreyna þá fullyrðingu. Umrædd skýrsla var athugun viðskiptafræðings á bókhaldi Sigurplasts í aðdraganda gjaldþrotsins. Í formála skýrslu hans kemur fram að hún sé athugun á bókhaldi fyrirtækisins gerð að beiðni skiptastjóra. Sérstaklega er tekið fram að ekki sé um endurskoðun að ræða, enda kom enginn endurskoðandi að gerð hennar. Mannréttindadómstóllinn velti sér hins vegar upp úr alvarleika athugunar „endurskoðunarfyrirtækisins“. Alls er minnst á það í 9 skipti í dómnum. Það segir svo sína sögu að þegar skýrsla viðskiptafræðingsins var loksins tekin til rannsóknar, tveimur árum síðar, þá var niðurstaðan sú að ekkert saknæmt eða aðfinnsluvert hafi átt sér stað í rekstri Sigurplasts. Skiptastjórinn tapaði öllum dómsmálum sem hann höfðaði á grundvelli skýrslunnar. Ljósið í myrkrinu Einn dómaranna við MDE (Kokelo) skilaði séráliti og taldi ekki til of mikils mælst að atvinnublaðamenn þekktu muninn á því að maður sé kærður til lögreglu eða til rannsóknar hjá lögreglu vegna grunsemda um refsiverða háttsemi. Hann gagnrýndi blaðamennina einnig harðlega fyrir þau vinnubrögð að neita að birta athugasemdir lektorsins við fréttaflutninginn. Um það sagði hann: „Ennfremur teldi ég það vera grundvallarkröfu í atvinnublaðamennsku, þegar tjáningarfrelsi er nýtt með því að nafngreina einstakling, að veita ætti viðkomandi raunverulegt og sanngjarnt tækifæri til þess að bregðast við og koma að athugasemdum um fréttina“. Hraksmánarleg vinnubrögð MDE Ljóst er að vísvitandi röng orðaþýðing og ósannindi um endurskoðunarskýrslu réðu öllu um niðurstöðu Mannréttindadómstólinn. Með ólíkindum er hvernig hægt er að komast upp með slíkar blekkingar við dómstól sem nýtur víða mikil álits – nánast eins og hann sé óskeikull. Það vekur síðan athygli hvað dómstóllinn virtist eiga erfitt með að sjá stóru myndina. Einblínt var á hvort ætlast mætti til þess af þaulreyndum blaðamönnum að þekkja stigsmun í vinnubrögðum lögreglu og hvort krafa um slíkt væri atlaga að tjáningarfrelsi þeirra. Niðurstaðan var sú að ekki mætti ætlast til þess - eins og þeir væru bjánar og ættu þá kannski ekkert erindi í blaðamennsku. En vitaskuld hafði það afgerandi áhrif á málsmeðferðina hvernig staðið var að þýðingunni á orðalaginu. Þessu ferli tók Róbert Spanó þátt í án þess að depla augum og greiddi atkvæði með niðurstöðunni. Lögmaður íslenska ríkisins var jafn mikið úti á túni. Samanlagður sofandaháttur þeirra er meginástæðan fyrir þessari röngu niðurstöðu MDE. Höfundur er almannatengill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsréttarmálið Ólafur Hauksson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Róbert Spanó er dómari við Mannréttindadómstól Evrópu fyrir hönd Íslands. Hann gætir þess meðal annars að íslensk orð, hugtök og meiningar skili sér óbrengluð þegar dómsmál gegn íslenska ríkinu eru til meðferðar fyrir hinum fjöltyngda dómstól. Þar sem Róbert situr þessa dagana í yfirdeild Mannréttindadómstólsins (MDE) til að fjalla um mikilvægt mál sem varðar Ísland, þá er ástæða til að hvetja hann til að sofna ekki aftur á verðinum þegar kemur að túlkun og útskýringum á því sem snýr að íslenskunni. Dæmt út frá rangri þýðingu úr íslensku Þann 4. maí 2017 komst MDE að kolrangri niðurstöðu í máli á grundvelli rangrar þýðingar úr íslensku yfir á ensku. Róbert Spanó greiddi atkvæði með vitleysunni. Hann svaf á íslenskuverðinum. Málið sem var til umfjöllunar sneri að þremur blaðamönnum. Þeir höfðu í Hæstarétti Íslands verið dæmdir fyrir meiðyrði í svokölluðu Sigurplastmáli. Í fréttaumfjöllun höfðu þeir ítrekað fullyrt að lektor við Háskóla Íslands sætti lögreglurannsókn í tengslum við gjaldþrot Sigurplasts. Engin slík rannsókn stóð yfir. Við málflutning hér á landi fullyrtu blaðamennirnir að lögregla hefði staðfest að hafa skoðað tilkynningu skiptastjóra um gjaldþrotið við móttöku hennar. Þeir sögðu að það jafngilti lögreglurannsókn. Dómstólar gætu ekki krafist þess að blaðamenn þekktu muninn á því að skoða slíkra tilkynningu og eiginlegri lögreglurannsókn. Að sjálfsögðu var ekki fótur fyrir þessum fyrirslætti. Þó að lögregla skoði tilkynningu skiptastjóra við móttöku hennar, þá jafngildir það ekki lögreglurannsókn. Ákvörðun um lögreglurannsókn er ekki tekin nema lögregla hafi grun um refsivert brot og kemur það skýrt fram í lögum um meðferð sakamála. Fyrir vikið vegur það að æru manna að segja þá sæta lögreglurannsókn þegar sú er ekki raunin. Enda voru blaðamennirnir dæmdir fyrir þessa ærumeiðandi fullyrðingu og Hæstiréttur Íslands staðfesti þann dóm. Hæstiréttur sagði meðal annars í dómsorði: „Í [fjölmiðlunum] er gerð atlaga að mannorði stefnda, sem þá voru engar forsendur fyrir. Auk þess var synjað að leiðrétta það sem rangt hafði verið farið með.“ Að ljúga sig inn á Mannréttindadómstólinn Svo undarlegt sem það kann að virðast tókst blaðamönnunum að fá Mannréttindadómstólinn til að taka málið fyrir sem brot gegn 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi. Kærendur töldu að hinir íslensku dómstólar hefðu sakfellt þá fyrir meiðyrði á grundvelli þröngrar lögfræðilegrar túlkunar á orðunum „rannsókn“ og „skoðun“, sem ekki samræmdist almennri merkingu þeirra í íslensku máli. Sem var auðvitað kjaftæði og íslenskir dómstólar töldu ekki marktækt. MDE taldi kæruna hins vegar meðferðarhæfa – en ekki út frá merkingu orðanna á íslensku heldur rangri þýðingu þeirra yfir á ensku. Þar var „að skoða“ þýtt sem „examination“ og „rannsókn“ sem „investigation“. Á ensku þýðir „examination“ að prófa, yfirheyra eða rannsaka. Það er því náskylt „investigation“ – rannsókn og oft hægt að skipta öðru orðinu út fyrir hitt. Réttari þýðing á að skoða í þessu samhengi er hins vegar observe, look at eða check. Að lögregla skoði eða líti á eitthvað sem ber fyrir augu hennar jafngildir ekki lögreglurannsókn. Á þessu er reginmunur. Í rannsókn felst að kynna sér mál til hlítar og komast að rökstuddri niðurstöðu. Dómstóllinn taldi hins vegar óraunhæft að krefjast þess af blaðamönnum að þekkja muninn á orðum sem lýsa í raun því sama á ensku, þ.e. examination og investigation. Sú ákvörðun MDE að taka kæruna fyrir var því skiljanleg. En þarna hefði Róbert Spanó átt að grípa inn í. Hann hefði átt að benda á hina röngu þýðingu. Það sama hefði lögmaður íslenska ríkisins átt að gera. En þau sváfu bæði á verðinum. Í ensku útgáfunni af dómi Mannréttindadómstólsins segir efnislega að ekki sé hægt að krefjast þess af blaðamönnunum að þeir geti gert greinarmun á að lögregla rannsaki (examine) kæru við móttöku hennar og að lögregla rannsaki mál (investigate). Því væri ekki ærumeiðandi að fullyrða að einhver sætti rannsókn lögreglu (investigation). Íslenska ríkið taldist þannig hafa brotið á tjáningarfrelsi blaðamannanna þegar þeir voru dæmdir fyrir meiðyrði. Lygin um endurskoðunarskýrsluna Sofandaháttur íslenska dómarans og lögmanns ríkisins kemur einnig skýrt fram umfjöllun dómsins um að endurskoðunarskýrsla (accountancy firm report) hafi sýnt fram á grun um saknæmt athæfi og umfjöllun fjölmiðilisins hafi byggt á staðreyndum úr þeirri skýrslu. Alvarleiki hinna meintu brota hafi samkvæmt skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins réttlætt að kennari í viðskiptafræði væri nafngreindur, myndir birtar af honum og hann sagður sæta lögreglurannsókn. Staðreyndin er hins vegar að engin endurskoðunarskýrsla var til staðar. Lögmaður blaðamannanna laug því einfaldlega að um endurskoðunarskýrslu hafi verið að ræða og hvorki Róbert Spanó né lögmaður íslenska ríkisins höfðu fyrir því að sannreyna þá fullyrðingu. Umrædd skýrsla var athugun viðskiptafræðings á bókhaldi Sigurplasts í aðdraganda gjaldþrotsins. Í formála skýrslu hans kemur fram að hún sé athugun á bókhaldi fyrirtækisins gerð að beiðni skiptastjóra. Sérstaklega er tekið fram að ekki sé um endurskoðun að ræða, enda kom enginn endurskoðandi að gerð hennar. Mannréttindadómstóllinn velti sér hins vegar upp úr alvarleika athugunar „endurskoðunarfyrirtækisins“. Alls er minnst á það í 9 skipti í dómnum. Það segir svo sína sögu að þegar skýrsla viðskiptafræðingsins var loksins tekin til rannsóknar, tveimur árum síðar, þá var niðurstaðan sú að ekkert saknæmt eða aðfinnsluvert hafi átt sér stað í rekstri Sigurplasts. Skiptastjórinn tapaði öllum dómsmálum sem hann höfðaði á grundvelli skýrslunnar. Ljósið í myrkrinu Einn dómaranna við MDE (Kokelo) skilaði séráliti og taldi ekki til of mikils mælst að atvinnublaðamenn þekktu muninn á því að maður sé kærður til lögreglu eða til rannsóknar hjá lögreglu vegna grunsemda um refsiverða háttsemi. Hann gagnrýndi blaðamennina einnig harðlega fyrir þau vinnubrögð að neita að birta athugasemdir lektorsins við fréttaflutninginn. Um það sagði hann: „Ennfremur teldi ég það vera grundvallarkröfu í atvinnublaðamennsku, þegar tjáningarfrelsi er nýtt með því að nafngreina einstakling, að veita ætti viðkomandi raunverulegt og sanngjarnt tækifæri til þess að bregðast við og koma að athugasemdum um fréttina“. Hraksmánarleg vinnubrögð MDE Ljóst er að vísvitandi röng orðaþýðing og ósannindi um endurskoðunarskýrslu réðu öllu um niðurstöðu Mannréttindadómstólinn. Með ólíkindum er hvernig hægt er að komast upp með slíkar blekkingar við dómstól sem nýtur víða mikil álits – nánast eins og hann sé óskeikull. Það vekur síðan athygli hvað dómstóllinn virtist eiga erfitt með að sjá stóru myndina. Einblínt var á hvort ætlast mætti til þess af þaulreyndum blaðamönnum að þekkja stigsmun í vinnubrögðum lögreglu og hvort krafa um slíkt væri atlaga að tjáningarfrelsi þeirra. Niðurstaðan var sú að ekki mætti ætlast til þess - eins og þeir væru bjánar og ættu þá kannski ekkert erindi í blaðamennsku. En vitaskuld hafði það afgerandi áhrif á málsmeðferðina hvernig staðið var að þýðingunni á orðalaginu. Þessu ferli tók Róbert Spanó þátt í án þess að depla augum og greiddi atkvæði með niðurstöðunni. Lögmaður íslenska ríkisins var jafn mikið úti á túni. Samanlagður sofandaháttur þeirra er meginástæðan fyrir þessari röngu niðurstöðu MDE. Höfundur er almannatengill.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar