Tap Icelandair Group sjö milljarðar króna annað árið í röð Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2020 20:37 Stjórnendur segja skýra áherslu verða á arðsemi og að lágmarka áhættu af frekari kyrrsetningu MAX véla á þessu ári. Vísir/Vilhelm Tap Icelandair Group á síðasta ári jókst lítillega og nam 7,1 milljarði króna (57,8 milljónum dala) samanborið við 6,8 milljarða króna (55,6 milljónir dala) árið 2018. Á sama tíma flutti Icelandair 25% fleiri farþega til Íslands árið 2019 en árið 2018. Tekjur félagsins á fjórða ársfjórðungi síðasta árs námu 39,2 milljörðum króna (319,2 milljónum dala) og hækka um 7% samanborið við sama tímabil árið áður, er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Áhrif Boeing 737 MAX véla mikil Félagið segir að „fordæmalaus áhrif af kyrrsetningu MAX véla“ séu meginástæða neikvæðrar afkomu á síðasta ári. Metur Icelandair Group að neikvæð nettóáhrif á EBIT félagsins vegna kyrrsetningar vélanna séu um 12 milljarðar króna (100 milljónir dala) á tímabilinu. „Uppgjör fjórða ársfjórðungs er í samræmi við væntingar stjórnenda og afkomuspá félagsins. Við bættum rekstur félagsins með umbótum í leiðakerfinu, bættri tekjustýringu, betri nýtingu starfsmanna og með því að bæta stundvísi félagsins sem dró úr kostnaði vegna raskana í leiðakerfinu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni. Lausafjárstaða félagsins nam um 37,1 milljarði króna (301,6 milljónum dala) í lok ársins 2019 og nam eigið fé ríflega 59,3 milljörðum króna (482,5 milljónum dala). Eiginfjárhlutfall félagsins var 29%. Krefjandi ár hjá Icelandair Bogi segir að árið í heild hafi verið krefjandi fyrir Icelandair Group vegna kyrrsetningar fyrrnefndra MAX véla. Hún hafi haft í för með sér tapaðar tekjur, aukinn kostnað og takmörkun á nýtingu áhafna og flota félagsins. „Styrkur og sveigjanleiki leiðakerfisins gerði það að verkum að félagið gat aðlagað leiðakerfið hratt og örugglega að breyttum markaðsaðstæðum. Aukning á fjölda farþega til Íslands um 25% á árinu, þrátt fyrir kyrrsetningu MAX vélanna, ber þess merki.“ Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair grípur til varúðarráðstafana vegna Wuhan-veirunnar Icelandair er í reglulegum samskiptum við sóttvarnarlækni vegna Wuhan-kórónaveirunnar og hefur félagið gripið til varúðunarráðstafana vegna hennar. Flugfélagið hefur til að mynda sett viðbótarbúnað á borð við andlitsgrímur, hanska og sótthreinsiefni um borð í vélar sínar. 30. janúar 2020 16:00 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumar Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt frá Boeing. 22. janúar 2020 06:17 17 prósenta fjölgun farþega til Íslands með Icelandair í janúar Í janúar flutti Icelandair 17% fleiri farþega til Íslands en á sama tíma í fyrra, eða um 103 þúsund farþega, en það er í samræmi við áframhaldandi áherslu Icelandair á ferðamannamarkaðinn til Íslands. 6. febrúar 2020 11:55 Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. 25. janúar 2020 22:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Tap Icelandair Group á síðasta ári jókst lítillega og nam 7,1 milljarði króna (57,8 milljónum dala) samanborið við 6,8 milljarða króna (55,6 milljónir dala) árið 2018. Á sama tíma flutti Icelandair 25% fleiri farþega til Íslands árið 2019 en árið 2018. Tekjur félagsins á fjórða ársfjórðungi síðasta árs námu 39,2 milljörðum króna (319,2 milljónum dala) og hækka um 7% samanborið við sama tímabil árið áður, er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Áhrif Boeing 737 MAX véla mikil Félagið segir að „fordæmalaus áhrif af kyrrsetningu MAX véla“ séu meginástæða neikvæðrar afkomu á síðasta ári. Metur Icelandair Group að neikvæð nettóáhrif á EBIT félagsins vegna kyrrsetningar vélanna séu um 12 milljarðar króna (100 milljónir dala) á tímabilinu. „Uppgjör fjórða ársfjórðungs er í samræmi við væntingar stjórnenda og afkomuspá félagsins. Við bættum rekstur félagsins með umbótum í leiðakerfinu, bættri tekjustýringu, betri nýtingu starfsmanna og með því að bæta stundvísi félagsins sem dró úr kostnaði vegna raskana í leiðakerfinu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni. Lausafjárstaða félagsins nam um 37,1 milljarði króna (301,6 milljónum dala) í lok ársins 2019 og nam eigið fé ríflega 59,3 milljörðum króna (482,5 milljónum dala). Eiginfjárhlutfall félagsins var 29%. Krefjandi ár hjá Icelandair Bogi segir að árið í heild hafi verið krefjandi fyrir Icelandair Group vegna kyrrsetningar fyrrnefndra MAX véla. Hún hafi haft í för með sér tapaðar tekjur, aukinn kostnað og takmörkun á nýtingu áhafna og flota félagsins. „Styrkur og sveigjanleiki leiðakerfisins gerði það að verkum að félagið gat aðlagað leiðakerfið hratt og örugglega að breyttum markaðsaðstæðum. Aukning á fjölda farþega til Íslands um 25% á árinu, þrátt fyrir kyrrsetningu MAX vélanna, ber þess merki.“
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair grípur til varúðarráðstafana vegna Wuhan-veirunnar Icelandair er í reglulegum samskiptum við sóttvarnarlækni vegna Wuhan-kórónaveirunnar og hefur félagið gripið til varúðunarráðstafana vegna hennar. Flugfélagið hefur til að mynda sett viðbótarbúnað á borð við andlitsgrímur, hanska og sótthreinsiefni um borð í vélar sínar. 30. janúar 2020 16:00 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumar Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt frá Boeing. 22. janúar 2020 06:17 17 prósenta fjölgun farþega til Íslands með Icelandair í janúar Í janúar flutti Icelandair 17% fleiri farþega til Íslands en á sama tíma í fyrra, eða um 103 þúsund farþega, en það er í samræmi við áframhaldandi áherslu Icelandair á ferðamannamarkaðinn til Íslands. 6. febrúar 2020 11:55 Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. 25. janúar 2020 22:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Icelandair grípur til varúðarráðstafana vegna Wuhan-veirunnar Icelandair er í reglulegum samskiptum við sóttvarnarlækni vegna Wuhan-kórónaveirunnar og hefur félagið gripið til varúðunarráðstafana vegna hennar. Flugfélagið hefur til að mynda sett viðbótarbúnað á borð við andlitsgrímur, hanska og sótthreinsiefni um borð í vélar sínar. 30. janúar 2020 16:00
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36
Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumar Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt frá Boeing. 22. janúar 2020 06:17
17 prósenta fjölgun farþega til Íslands með Icelandair í janúar Í janúar flutti Icelandair 17% fleiri farþega til Íslands en á sama tíma í fyrra, eða um 103 þúsund farþega, en það er í samræmi við áframhaldandi áherslu Icelandair á ferðamannamarkaðinn til Íslands. 6. febrúar 2020 11:55
Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. 25. janúar 2020 22:00