Farþegar lýsa aðstæðum um borð í tyrknesku vélinni: „Það voru hróp og öskur“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2020 20:00 Rannsókn á aðdrögum slyssins stendur enn yfir. Vísir/AP Þrír eru nú látnir og 180 taldir slasaðir eftir flugslysið í Tyrklandi í gær þar sem farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. Síðast var greint frá því í gærkvöldi að 157 væru taldir slasaðir eftir slysið sem átti sér stað á Sabiha Gokcen flugvellinum í Istanbúl. 183 voru um borð í vélinni frá tólf löndum. Tyrknesk yfirvöld segja að hinir látnu séu allir tyrkneskir ríkisborgarar. Farþegar þotunnar, sem var að gerð Boeing 737, lýsa því hvernig þeim fannst vélin lækka flug sitt með óvenjumiklum hraða sem hafi leitt til ofsahræðslu um borð. Mikil rigning og vindasamt var á flugvellinum við lendingu og rann flugvélin um fimmtíu til sextíu metra áður en hún lenti í þrjátíu metra djúpum skurði, að sögn yfirvalda. „Á þessum hraða held ég að hún hafi ekki náð að stöðva. Þetta gerðist allt á tveimur til þremur sekúndum,“ sagði Engin Demir, einn þeirra slösuðu, í samtali við AP-fréttastofuna. Hann segist um tíma hafa verið fastur undir braki sem féll á hann úr farangurshólfi vélarinnar. „Það voru hróp og öskur. Ég reyndi að róa fólkið í kringum mig niður. Hjálp barst fljótlega,“ bætti Demir við. Alper Kulu, annar farþegi vélarinnar, greindi frá því að vélin hafi sveiflast til og frá á flugbrautinni eftir lendingu áður en hún lenti í djúpum skurðinum. „Það voru hróp og ofsahræðsla. Allir voru að kalla eftir aðstoð. Ég heyrði tilkynnt um það að vélin gæti sprungið.“ Kulu var fljótur að koma sér úr vélinni þrátt fyrir að vera handleggsbrotinn og klifraði upp úr skurðinum af ótta við að vélin myndi springa. Slysið átti sér stað einungis um mánuði eftir að önnur vél í eigu sama flugfélags með 164 farþega um borð rann út af flugbraut á sama flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn. Engum varð meint af í því óhappi. Fréttir af flugi Tyrkland Tengdar fréttir 120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39 Einn nú látinn eftir flugslysið í Istanbúl og 157 slasaðir Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. 5. febrúar 2020 21:02 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Þrír eru nú látnir og 180 taldir slasaðir eftir flugslysið í Tyrklandi í gær þar sem farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. Síðast var greint frá því í gærkvöldi að 157 væru taldir slasaðir eftir slysið sem átti sér stað á Sabiha Gokcen flugvellinum í Istanbúl. 183 voru um borð í vélinni frá tólf löndum. Tyrknesk yfirvöld segja að hinir látnu séu allir tyrkneskir ríkisborgarar. Farþegar þotunnar, sem var að gerð Boeing 737, lýsa því hvernig þeim fannst vélin lækka flug sitt með óvenjumiklum hraða sem hafi leitt til ofsahræðslu um borð. Mikil rigning og vindasamt var á flugvellinum við lendingu og rann flugvélin um fimmtíu til sextíu metra áður en hún lenti í þrjátíu metra djúpum skurði, að sögn yfirvalda. „Á þessum hraða held ég að hún hafi ekki náð að stöðva. Þetta gerðist allt á tveimur til þremur sekúndum,“ sagði Engin Demir, einn þeirra slösuðu, í samtali við AP-fréttastofuna. Hann segist um tíma hafa verið fastur undir braki sem féll á hann úr farangurshólfi vélarinnar. „Það voru hróp og öskur. Ég reyndi að róa fólkið í kringum mig niður. Hjálp barst fljótlega,“ bætti Demir við. Alper Kulu, annar farþegi vélarinnar, greindi frá því að vélin hafi sveiflast til og frá á flugbrautinni eftir lendingu áður en hún lenti í djúpum skurðinum. „Það voru hróp og ofsahræðsla. Allir voru að kalla eftir aðstoð. Ég heyrði tilkynnt um það að vélin gæti sprungið.“ Kulu var fljótur að koma sér úr vélinni þrátt fyrir að vera handleggsbrotinn og klifraði upp úr skurðinum af ótta við að vélin myndi springa. Slysið átti sér stað einungis um mánuði eftir að önnur vél í eigu sama flugfélags með 164 farþega um borð rann út af flugbraut á sama flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn. Engum varð meint af í því óhappi.
Fréttir af flugi Tyrkland Tengdar fréttir 120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39 Einn nú látinn eftir flugslysið í Istanbúl og 157 slasaðir Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. 5. febrúar 2020 21:02 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39
Einn nú látinn eftir flugslysið í Istanbúl og 157 slasaðir Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. 5. febrúar 2020 21:02