Vont korter á þjálfaraferli Snorra Steins: Finnur ristarbrotinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 15:30 Finnur Ingi Stefánsson í leik á móti FH í vetur. Vísir/Vilhelm Valsmaðurinn Finnur Ingi Stefánsson ristarbrotnaði í leiknum á móti Aftureldingu í síðustu umferð Olís deildar karla. Valsliðið missti því tvo sterka leikmenn í þessari viku. Finnur Ingi var markahæstur í Valsliðinu með sjö mörk en hann fékk líka tækifæri til að skora sigurmarkið annan leikinn í röð. Finnur skoraði sigurmark Vals út í Eyjum en brást bogalistin í lokin á móti Mosfellingum. Seinna kom í ljós að hann gekk ekki heill til skógar. Finnur Ingi fór á vítapunktinn í stöðunni 28-28, 29 sekúndum fyrir leikslok, en skaut í slánna. Afturelding náði ekki að nýta síðustu sóknina sína og liðin gerðu jafntefli. „Finnur Ingi verður frá því hann ristarbrotnaði. Þetta var korters rammi á þriðjudaginn þar sem ég fékk þessar tvær fréttir. Þetta var vont korter á mínum þjálfaraferli, ég verð að viðurkenna það,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsliðsins en hann fékk þá líka að vita að Ýmir Örn Gíslason væri á leiðinni til Rhein Neckar Löwen. „Það mun taka tíma að melta þetta og ég er ekkert búinn að melta þetta. Við verðum að því í einhvern tíma. Það er bara áfall að missa þessa tvo drengi, fyrir mig og fyrir Finn að vera meiddur,“ sagði Snorri Steinn. „Að því sögðu þá höfum við ekkert val því við þurfum að spila leikina. Síðasta sem við gerum er að fara að leggjast niður því það kemur ekki til greina,“ sagði Snorri Steinn. Finnur Ingi Stefánsson hefur skorað 4,5 mörk í leik í Olís deildinni í vetur og er með 70 prósent skotnýtingu. Hann missti líka lykilmenn á svipuðum tíma á síðasta tímabili þegar bæði Magnús Óli Magnússon og Agnar Smári Jónsson meiddust. „Ég ætla ekki að segja að ég sé vanur þessu því þetta venst illa. Þetta er bara partur af þessu og við ætlum ekki að fara væla yfir þessu. Svona er bara bransinn. Þú getur misst menn í meiðsli og það er hægt að selja leikmenn. Það er bara þannig og þetta er bara eitthvað sem við þurfum að glíma við. Þetta er bara áskorun fyrir mig og okkur sem lið,“ sagði Snorri Steinn. Það verður viðtal við Snorra í kvöldfréttum Stöðvar tvö og líka inn á Vísi seinna í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga. Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Sjá meira
Valsmaðurinn Finnur Ingi Stefánsson ristarbrotnaði í leiknum á móti Aftureldingu í síðustu umferð Olís deildar karla. Valsliðið missti því tvo sterka leikmenn í þessari viku. Finnur Ingi var markahæstur í Valsliðinu með sjö mörk en hann fékk líka tækifæri til að skora sigurmarkið annan leikinn í röð. Finnur skoraði sigurmark Vals út í Eyjum en brást bogalistin í lokin á móti Mosfellingum. Seinna kom í ljós að hann gekk ekki heill til skógar. Finnur Ingi fór á vítapunktinn í stöðunni 28-28, 29 sekúndum fyrir leikslok, en skaut í slánna. Afturelding náði ekki að nýta síðustu sóknina sína og liðin gerðu jafntefli. „Finnur Ingi verður frá því hann ristarbrotnaði. Þetta var korters rammi á þriðjudaginn þar sem ég fékk þessar tvær fréttir. Þetta var vont korter á mínum þjálfaraferli, ég verð að viðurkenna það,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsliðsins en hann fékk þá líka að vita að Ýmir Örn Gíslason væri á leiðinni til Rhein Neckar Löwen. „Það mun taka tíma að melta þetta og ég er ekkert búinn að melta þetta. Við verðum að því í einhvern tíma. Það er bara áfall að missa þessa tvo drengi, fyrir mig og fyrir Finn að vera meiddur,“ sagði Snorri Steinn. „Að því sögðu þá höfum við ekkert val því við þurfum að spila leikina. Síðasta sem við gerum er að fara að leggjast niður því það kemur ekki til greina,“ sagði Snorri Steinn. Finnur Ingi Stefánsson hefur skorað 4,5 mörk í leik í Olís deildinni í vetur og er með 70 prósent skotnýtingu. Hann missti líka lykilmenn á svipuðum tíma á síðasta tímabili þegar bæði Magnús Óli Magnússon og Agnar Smári Jónsson meiddust. „Ég ætla ekki að segja að ég sé vanur þessu því þetta venst illa. Þetta er bara partur af þessu og við ætlum ekki að fara væla yfir þessu. Svona er bara bransinn. Þú getur misst menn í meiðsli og það er hægt að selja leikmenn. Það er bara þannig og þetta er bara eitthvað sem við þurfum að glíma við. Þetta er bara áskorun fyrir mig og okkur sem lið,“ sagði Snorri Steinn. Það verður viðtal við Snorra í kvöldfréttum Stöðvar tvö og líka inn á Vísi seinna í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga. Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita