Vekur börnin sín í öfugri aldursröð og segir ríkið passa vel upp á starfsfólkið sitt Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. febrúar 2020 10:00 Karl Pétur Jónsson glímdi við erfið veikindi sem enduðu með því að systir hans gaf honum nýra. Þetta var fyrir rúmu ári síðan en í dag stýrir Karl Pétur upplýsinga- og kynningarmálum hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Þá er hann bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og fimm börnum á aldrinum 8 til 23 ára. Karl Pétur segist vera öfgakenndur B-maður sem er á hátindi ferils síns í fótbolta auk þess að vera í Karlakórnum Esju. Hann gerir ráð fyrir að fá bágt fyrir það frá kórnum að vera ekki í einkennisbúningi hans á myndinni með kaffispjalli helgarinnar. Karl Pétur hefur lengi rekið almannatengslafyrirtæki en í skammlífri ríkistjórn var hann aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 2017. Okkur leikur forvitni á að heyra hvernig það er að söðla um og starfa fyrir hið opinbera í samanburði við einkageirann. En eins og alltaf spyrjum við líka hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt kl. 7, stundum snúsa ég til 7.20. Þetta geri ég þrátt fyrir að vera öfgakenndur B maður.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég vek börnin í öfugri aldursröð. Byrja á þeim yngstu og vinn mig svo upp í elstu dóttur mína. Býð þeim upp á Weetabix og fæ mér kaffibolla. Yfirleitt les ég innlenda og erlenda fréttamiðla á morgnana í símanum mínum og svo á leiðinni í vinnuna hlusta ég á erlend fréttapodköst, til dæmis The Daily, The Post Reports og Economist podcastið. Af og til kem ég við í kaffi á Skólavörðustíg, þar sem góður hópur hittist daglega á Kaffifélaginu.“ Er munur á því að vinna fyrir hið opinbera í samanburði við einkageirann? „Já, það er talsverður munur. Hjá ríkinu er mjög stíf umgjörð um alla starfsemi. Allt sem við gerum er bundið lögum, reglugerðum og ferlum. Í mínum störfum í einkageiranum hafa hlutirnir ekki verið jafn fastbundnir. Svo finnur maður fyrir því að ríkið er góðu vinnuveitandi, passar vel upp á starfsfólkið sitt. Það kemur meðal annars fram í því sem ég er að fást við, sem er starfsaðstaða ríkisstarfsmanna.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Í mínu starfi fæ ég að koma nálægt öllum þáttum starfseminnar. Hlutverk FSR er að skapa aðstöðu fyrir starfsemi ríkisins, allt frá því að ákveðið er að skoða hvort aðstöðu skorti og þar til aðstaðan er afhent viðkomandi starfsemi. Undanfarið hef ég verið að byggja upp samræmdar aðferðir við upplýsingagjöf af opinberum framkvæmdum. Ég sé um allra innri og ytri upplýsingamiðlun samhliða því að taka þátt í þróun umbótaverkefna. Sem dæmi um það, erum við að þróa hugmyndafræði fyrirmyndarverkstaðarins sem heitir VÖR – Vistkerfi Öryggi Réttindi. Þar höfum við safnað saman bestu vinnuaðferðunum til að tryggja að starfsmenn í byggingaframkvæmdum njóti réttinda, heilsu og öryggis, samhliða því að lágmarka umhverfisáhrif byggingarinnar. Ég sinni líka sérstkalega stærri framkvæmdum á vegum FSR, Hús íslenskunnar rís á ógnarhraða á Melunum og nú eru framkvæmdir að hefjast við hjúkrunarheimili í Árborg, skrifstofubyggingu Alþingis og viðbyggingu Stjórnarráðsins. Þannig að það er í nógu að snúast. Þar fyrir utan fer mikið af frítímanum í að sinna bæjarstjórn, enda mörg flókin viðfangsefni, þótt sveitarfélagið sé lítið.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég stilli verkefnum upp með ákveðnum tímaramma, brýt þau niður í smærri verkefni, sem hafa líka sinn tíma. Fylgist svo með framgangi verkefnanna í Trello. Er aðeins farinn að þreifa mig áfram með Teams. Ég þarf að hafa mjög öflug skipulagstól, því ég er frekar latur að upplagi og örugglega með vott af athyglisbresti. Todo listar og virkt skipulag er það virkar best til að ég eigi góðan vinnudag.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég vildi að ég gæti sagt snemma, en einhvern veginn enda ég oft með að drattast í rúmið eftir miðnætti. Þá er eiginkona mín löngu sofnuð, hún er mjög mikil A manneskja og er vanalega farin í ræktina um miðja nótt á minn mælikvarða.“ Hugar að andlegri og líkamlegri heilsu Þar sem ekki er nema rúmt ár síðan Karl Pétur fékk nýtt nýra í kjölfar erfiðra veikinda, spyrjum við hvað Karl Pétur gerir til að halda heilsu. Hann viðurkennir að hann mætti mæta oftar í ræktina en stundar fótbolta með krafti og segist vera í skemmtilegasta karlakór landsins. „Fótbolti er hin fullkomna hreyfing. Sprettir með skokki á milli. Í raun má segja að ég sé á hápunkti ferils míns, hef aldrei verið skárri í fótbolta. Ég er í tveimur fótboltahópum og reyni að mæta í hverri viku. Ég átti endurkomu í boltann fyrir ári síðan eftir erfið veikindi sem enduðu með því að Kolbrún systir mín gaf mér nýra. Síðan þá hefur leiðin bara legið uppávið bæði hvað heilsuna og fótboltann varðar. Til að viðhalda styrk fyrir fótboltann er ég nokkuð duglegur við að mæta í lyftingasalinn í WorldClass á Seltjarnarnesi. Mætti samt vera duglegri. Til að viðhalda andlegri heilsu er ég í Karlakórnum Esju, skemmtilegasta karlakór landsins, að ég tel. Ég mun fá bágt fyrir það í kórnum að vera ekki í einkennisbúning hans á myndinni, blaser og með roðslaufu, en það verður að hafa það.“ Tengdar fréttir Fer oftast of seint að sofa og nýtir tæknina fyrir skipulagið Hulda Bjarnadóttir viðurkennir að hún fer oftast of seint að sofa. Hún nýtir tæknina til að skipuleggja sig og finnst best að draga upp stóru myndina þegar hún byrjar á verkefnum. 1. febrúar 2020 10:00 Gísli Örn á fullu í verbúðum og byrjaður í kaffinu á morgnana Gísli Örn Garðarson vaknar klukkan 7.20 á virkum morgnum og byrjar þá á því að semja við börnin sín um ,,10 mínútur“ í viðbót. Hann fór nýverið að drekka kaffi á morgnana og viðurkennir að hann er alltof gjarn á að kíkja á síman sinn þegar hann er nývaknaður. 25. janúar 2020 10:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Karl Pétur Jónsson glímdi við erfið veikindi sem enduðu með því að systir hans gaf honum nýra. Þetta var fyrir rúmu ári síðan en í dag stýrir Karl Pétur upplýsinga- og kynningarmálum hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Þá er hann bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og fimm börnum á aldrinum 8 til 23 ára. Karl Pétur segist vera öfgakenndur B-maður sem er á hátindi ferils síns í fótbolta auk þess að vera í Karlakórnum Esju. Hann gerir ráð fyrir að fá bágt fyrir það frá kórnum að vera ekki í einkennisbúningi hans á myndinni með kaffispjalli helgarinnar. Karl Pétur hefur lengi rekið almannatengslafyrirtæki en í skammlífri ríkistjórn var hann aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 2017. Okkur leikur forvitni á að heyra hvernig það er að söðla um og starfa fyrir hið opinbera í samanburði við einkageirann. En eins og alltaf spyrjum við líka hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt kl. 7, stundum snúsa ég til 7.20. Þetta geri ég þrátt fyrir að vera öfgakenndur B maður.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég vek börnin í öfugri aldursröð. Byrja á þeim yngstu og vinn mig svo upp í elstu dóttur mína. Býð þeim upp á Weetabix og fæ mér kaffibolla. Yfirleitt les ég innlenda og erlenda fréttamiðla á morgnana í símanum mínum og svo á leiðinni í vinnuna hlusta ég á erlend fréttapodköst, til dæmis The Daily, The Post Reports og Economist podcastið. Af og til kem ég við í kaffi á Skólavörðustíg, þar sem góður hópur hittist daglega á Kaffifélaginu.“ Er munur á því að vinna fyrir hið opinbera í samanburði við einkageirann? „Já, það er talsverður munur. Hjá ríkinu er mjög stíf umgjörð um alla starfsemi. Allt sem við gerum er bundið lögum, reglugerðum og ferlum. Í mínum störfum í einkageiranum hafa hlutirnir ekki verið jafn fastbundnir. Svo finnur maður fyrir því að ríkið er góðu vinnuveitandi, passar vel upp á starfsfólkið sitt. Það kemur meðal annars fram í því sem ég er að fást við, sem er starfsaðstaða ríkisstarfsmanna.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Í mínu starfi fæ ég að koma nálægt öllum þáttum starfseminnar. Hlutverk FSR er að skapa aðstöðu fyrir starfsemi ríkisins, allt frá því að ákveðið er að skoða hvort aðstöðu skorti og þar til aðstaðan er afhent viðkomandi starfsemi. Undanfarið hef ég verið að byggja upp samræmdar aðferðir við upplýsingagjöf af opinberum framkvæmdum. Ég sé um allra innri og ytri upplýsingamiðlun samhliða því að taka þátt í þróun umbótaverkefna. Sem dæmi um það, erum við að þróa hugmyndafræði fyrirmyndarverkstaðarins sem heitir VÖR – Vistkerfi Öryggi Réttindi. Þar höfum við safnað saman bestu vinnuaðferðunum til að tryggja að starfsmenn í byggingaframkvæmdum njóti réttinda, heilsu og öryggis, samhliða því að lágmarka umhverfisáhrif byggingarinnar. Ég sinni líka sérstkalega stærri framkvæmdum á vegum FSR, Hús íslenskunnar rís á ógnarhraða á Melunum og nú eru framkvæmdir að hefjast við hjúkrunarheimili í Árborg, skrifstofubyggingu Alþingis og viðbyggingu Stjórnarráðsins. Þannig að það er í nógu að snúast. Þar fyrir utan fer mikið af frítímanum í að sinna bæjarstjórn, enda mörg flókin viðfangsefni, þótt sveitarfélagið sé lítið.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég stilli verkefnum upp með ákveðnum tímaramma, brýt þau niður í smærri verkefni, sem hafa líka sinn tíma. Fylgist svo með framgangi verkefnanna í Trello. Er aðeins farinn að þreifa mig áfram með Teams. Ég þarf að hafa mjög öflug skipulagstól, því ég er frekar latur að upplagi og örugglega með vott af athyglisbresti. Todo listar og virkt skipulag er það virkar best til að ég eigi góðan vinnudag.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég vildi að ég gæti sagt snemma, en einhvern veginn enda ég oft með að drattast í rúmið eftir miðnætti. Þá er eiginkona mín löngu sofnuð, hún er mjög mikil A manneskja og er vanalega farin í ræktina um miðja nótt á minn mælikvarða.“ Hugar að andlegri og líkamlegri heilsu Þar sem ekki er nema rúmt ár síðan Karl Pétur fékk nýtt nýra í kjölfar erfiðra veikinda, spyrjum við hvað Karl Pétur gerir til að halda heilsu. Hann viðurkennir að hann mætti mæta oftar í ræktina en stundar fótbolta með krafti og segist vera í skemmtilegasta karlakór landsins. „Fótbolti er hin fullkomna hreyfing. Sprettir með skokki á milli. Í raun má segja að ég sé á hápunkti ferils míns, hef aldrei verið skárri í fótbolta. Ég er í tveimur fótboltahópum og reyni að mæta í hverri viku. Ég átti endurkomu í boltann fyrir ári síðan eftir erfið veikindi sem enduðu með því að Kolbrún systir mín gaf mér nýra. Síðan þá hefur leiðin bara legið uppávið bæði hvað heilsuna og fótboltann varðar. Til að viðhalda styrk fyrir fótboltann er ég nokkuð duglegur við að mæta í lyftingasalinn í WorldClass á Seltjarnarnesi. Mætti samt vera duglegri. Til að viðhalda andlegri heilsu er ég í Karlakórnum Esju, skemmtilegasta karlakór landsins, að ég tel. Ég mun fá bágt fyrir það í kórnum að vera ekki í einkennisbúning hans á myndinni, blaser og með roðslaufu, en það verður að hafa það.“
Tengdar fréttir Fer oftast of seint að sofa og nýtir tæknina fyrir skipulagið Hulda Bjarnadóttir viðurkennir að hún fer oftast of seint að sofa. Hún nýtir tæknina til að skipuleggja sig og finnst best að draga upp stóru myndina þegar hún byrjar á verkefnum. 1. febrúar 2020 10:00 Gísli Örn á fullu í verbúðum og byrjaður í kaffinu á morgnana Gísli Örn Garðarson vaknar klukkan 7.20 á virkum morgnum og byrjar þá á því að semja við börnin sín um ,,10 mínútur“ í viðbót. Hann fór nýverið að drekka kaffi á morgnana og viðurkennir að hann er alltof gjarn á að kíkja á síman sinn þegar hann er nývaknaður. 25. janúar 2020 10:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Fer oftast of seint að sofa og nýtir tæknina fyrir skipulagið Hulda Bjarnadóttir viðurkennir að hún fer oftast of seint að sofa. Hún nýtir tæknina til að skipuleggja sig og finnst best að draga upp stóru myndina þegar hún byrjar á verkefnum. 1. febrúar 2020 10:00
Gísli Örn á fullu í verbúðum og byrjaður í kaffinu á morgnana Gísli Örn Garðarson vaknar klukkan 7.20 á virkum morgnum og byrjar þá á því að semja við börnin sín um ,,10 mínútur“ í viðbót. Hann fór nýverið að drekka kaffi á morgnana og viðurkennir að hann er alltof gjarn á að kíkja á síman sinn þegar hann er nývaknaður. 25. janúar 2020 10:00