Stuðningsmenn Liverpool að missa sig í gleðinni: Vilja semja við Gerrard svo hann geti tekið við bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 10:30 Steven Gerrard lyfir enska bikarnum, Meistaradeildarbikarnum og enska deildabikarnum sem fyrirliði Liverpool. Hann fékk aldrei að lyfta Englandsbikarnum. Samsett/Getty Stuðningsmenn Liverpool eru skiljanlega byrjaðir að fagna langþráðum meistaratitli nú þegar liðið þeirra er með 22 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Sumir þeirra virðast þó vera aðeins að missa sig í gleðinni. Það er erfitt að sjá það fyrir sér að lið sem er búið að vinna 23 af 24 leikjum sínum tapi niður meira en sjö sigurleikja forskoti í síðustu þrettán umferðunum. Það eru allir búnir að meðtaka það að Liverpool er að fara að verða enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1990. Sigurreifir stuðningsmenn Liverpool eru því fyrir löngu farnir að hugsa um sigurhátíðina, fagnaðarlætin og bikarlyftinguna í vor. Það eru síðan einhverjir sem eru komnir aðeins of langt í þeim efnum. Some Liverpool fans want the club to sign Steven Gerrard so he can lift the Premier League title. https://t.co/FNpwE6B2Kipic.twitter.com/NSRBrcIMx6— SPORTbible (@sportbible) February 3, 2020 Jordan Henderson er fyrirliði Liverpool liðsins og hefur átt magnað tímabil. Það kemur í hans hlut að verða fyrsti fyrirliði Liverpool í 30 ár til að lyfta Englandsbikarnum og sú bikarafhending verður í fyrsta lagi eftir heimaleik á móti Chelsea á Anfield 9. maí. Jordan Henderson er á einu ári búinn að lyfta bæði Meistaradeildarbikarnum og bikarnum fyrir sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða og gæti þarna náð magnaðri þrennu. Sumir stuðningsmenn Liverpool vilja þó að annar maður taki við bikarnum 9. maí. Umræddir stuðningsmenn vilja að Liverpoll geri stuttan samning við Liverpool goðsögnina Steven Gerrard um að hann taki skóna af hillunni og spili þá fimm leiki sem þarf til svo þú teljist vera enskur meistari. Steven Gerrard missti nokkrum sinnum naumlega af Englandsmeistaratitlinum á löngum tíma sínum með Liverpool liðinu og sárast var það vorið 2014 þegar hann rann á hausinn og gaf Chelsea mark í tapi á heimavelli. Það tap kostaði Liverpool liðið titilinn. Gerrard er reyndar upptekinn sem knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi en það breytir ekki því að stuðningsmennirnir sigurreifu vilja fá hann aftur suður til Liverpool. Steven Gerrard spilaði með Liverpool í sautján ár og á yfir 500 leiki í Liverpool búningnum en hann náði aldrei að verða meistari. Gerrard er einn besti leikmaðurinn í sögu félagsins en stuðningsmenn annarra lið hafa verið ófeimnir við að stríða kollegum sínum í Liverpool á þessari staðreynd. Þeir brandarar yrðu samt eflaust enn háværari við slíkan gjörning. Það fylgir náttúrulega sögunni að þetta er aldrei að fara að gerast. Jordan Henderson mun stíga fram á Anfield 9. maí næstkomandi, bjóða upp á dansinn sinn og lyfta Englandsbikarnum. Enginn annar. Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool eru skiljanlega byrjaðir að fagna langþráðum meistaratitli nú þegar liðið þeirra er með 22 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Sumir þeirra virðast þó vera aðeins að missa sig í gleðinni. Það er erfitt að sjá það fyrir sér að lið sem er búið að vinna 23 af 24 leikjum sínum tapi niður meira en sjö sigurleikja forskoti í síðustu þrettán umferðunum. Það eru allir búnir að meðtaka það að Liverpool er að fara að verða enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1990. Sigurreifir stuðningsmenn Liverpool eru því fyrir löngu farnir að hugsa um sigurhátíðina, fagnaðarlætin og bikarlyftinguna í vor. Það eru síðan einhverjir sem eru komnir aðeins of langt í þeim efnum. Some Liverpool fans want the club to sign Steven Gerrard so he can lift the Premier League title. https://t.co/FNpwE6B2Kipic.twitter.com/NSRBrcIMx6— SPORTbible (@sportbible) February 3, 2020 Jordan Henderson er fyrirliði Liverpool liðsins og hefur átt magnað tímabil. Það kemur í hans hlut að verða fyrsti fyrirliði Liverpool í 30 ár til að lyfta Englandsbikarnum og sú bikarafhending verður í fyrsta lagi eftir heimaleik á móti Chelsea á Anfield 9. maí. Jordan Henderson er á einu ári búinn að lyfta bæði Meistaradeildarbikarnum og bikarnum fyrir sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða og gæti þarna náð magnaðri þrennu. Sumir stuðningsmenn Liverpool vilja þó að annar maður taki við bikarnum 9. maí. Umræddir stuðningsmenn vilja að Liverpoll geri stuttan samning við Liverpool goðsögnina Steven Gerrard um að hann taki skóna af hillunni og spili þá fimm leiki sem þarf til svo þú teljist vera enskur meistari. Steven Gerrard missti nokkrum sinnum naumlega af Englandsmeistaratitlinum á löngum tíma sínum með Liverpool liðinu og sárast var það vorið 2014 þegar hann rann á hausinn og gaf Chelsea mark í tapi á heimavelli. Það tap kostaði Liverpool liðið titilinn. Gerrard er reyndar upptekinn sem knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi en það breytir ekki því að stuðningsmennirnir sigurreifu vilja fá hann aftur suður til Liverpool. Steven Gerrard spilaði með Liverpool í sautján ár og á yfir 500 leiki í Liverpool búningnum en hann náði aldrei að verða meistari. Gerrard er einn besti leikmaðurinn í sögu félagsins en stuðningsmenn annarra lið hafa verið ófeimnir við að stríða kollegum sínum í Liverpool á þessari staðreynd. Þeir brandarar yrðu samt eflaust enn háværari við slíkan gjörning. Það fylgir náttúrulega sögunni að þetta er aldrei að fara að gerast. Jordan Henderson mun stíga fram á Anfield 9. maí næstkomandi, bjóða upp á dansinn sinn og lyfta Englandsbikarnum. Enginn annar.
Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira