Ólgusjór innan raða Barcelona eftir að Messi sagði sína skoðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 09:30 Lionel Messi var ekki ánægður með orð íþróttastjórans. Getty/David Ramos Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. Lionel Messi var nefnilega allt annað en sáttur með það sem Eric Abidal sagði í viðtali í spænska blaðinu Diario Sport þegar Abidal var að ræða endalok þjálfarans Ernesto Valverde hjá Barcelona. Ernesto Valverde var látinn fara um miðjan janúar og Quique Setién var ráðinn í staðinn. Eric Abidal hélt því fram að sumir leikmenn Barcelona hafi ekki verið að leggja sig fram fyrir Valverde. Lionel Messi hits out at Barcelona's Sporting Director and former team-mate Eric Abidal pic.twitter.com/8FCBU48YE5— B/R Football (@brfootball) February 4, 2020 „Margir leikmenn voru ekki ánægðir eða að leggja sig fram og það voru samskiptavandamál innan liðsins,“ sagði Eric Abidal meðal annars í viðtalinu við Diario Sport. Lionel Messi svaraði: „Þegar þú ræðir leikmenn opinberlega þá verður þú að nefna nöfn því annars liggja allir undir grun,“ sagði Lionel Messi. Eric Abidal er fyrrum leikmaður Barcelona og lék lengi við hlið Lionel Messi eða á árunum 2007 til 2013. Hann kom síðan aftur til Barcelona eftir að skórnir fóru upp á hillu og var ráðinn sem íþróttastjóri félagsins í júní 2018. „Samkomulag þjálfarans og klefans hafa alltaf verið gott hjá félaginu en það eru hlutir sem ég sem fyrrum leikmaður gat þefað uppi. Ég sagði félaginu mína skoðun og við tókum ákvörðun um Valverde,“ sagði Eric Abidal. Messi svaraði á Instagram og kom mörgum á óvart með að leggja af stað í þá herferð. „Ég er ekki hrifinn af því að gera svona hluti en það er mín skoðun að fólk verður að taka ábyrgð á þeirra eigin starfi og sínum ákvörðunum,“ skrifaði Lionel Messi á Instagram. "I don't like to do these things but I think that people have to be responsible for their jobs and own their decisions." Lionel Messi has criticised Barcelona's sporting director Eric Abidal. More: https://t.co/CApLoWPjzRpic.twitter.com/hwnnIIxq7D— BBC Sport (@BBCSport) February 5, 2020 Lionel Messi hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona en mál sem þetta ýtir undir þær sögusagnir að hann hafi áhuga á að prófa eitthvað nýtt áður en ferlinum lýkur. Eric Abidal tók það samt fram í viðtalinu að hann héldi að Messi væri ánægður hjá Barcelona og það væru í gangi viðræður um nýjan samning. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Forráðamenn Barcelona þurfa væntanlega að bregðast hratt við eftir að stærsta stjarna liðsins Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal eru fóru að karpa opinberlega. Lionel Messi var nefnilega allt annað en sáttur með það sem Eric Abidal sagði í viðtali í spænska blaðinu Diario Sport þegar Abidal var að ræða endalok þjálfarans Ernesto Valverde hjá Barcelona. Ernesto Valverde var látinn fara um miðjan janúar og Quique Setién var ráðinn í staðinn. Eric Abidal hélt því fram að sumir leikmenn Barcelona hafi ekki verið að leggja sig fram fyrir Valverde. Lionel Messi hits out at Barcelona's Sporting Director and former team-mate Eric Abidal pic.twitter.com/8FCBU48YE5— B/R Football (@brfootball) February 4, 2020 „Margir leikmenn voru ekki ánægðir eða að leggja sig fram og það voru samskiptavandamál innan liðsins,“ sagði Eric Abidal meðal annars í viðtalinu við Diario Sport. Lionel Messi svaraði: „Þegar þú ræðir leikmenn opinberlega þá verður þú að nefna nöfn því annars liggja allir undir grun,“ sagði Lionel Messi. Eric Abidal er fyrrum leikmaður Barcelona og lék lengi við hlið Lionel Messi eða á árunum 2007 til 2013. Hann kom síðan aftur til Barcelona eftir að skórnir fóru upp á hillu og var ráðinn sem íþróttastjóri félagsins í júní 2018. „Samkomulag þjálfarans og klefans hafa alltaf verið gott hjá félaginu en það eru hlutir sem ég sem fyrrum leikmaður gat þefað uppi. Ég sagði félaginu mína skoðun og við tókum ákvörðun um Valverde,“ sagði Eric Abidal. Messi svaraði á Instagram og kom mörgum á óvart með að leggja af stað í þá herferð. „Ég er ekki hrifinn af því að gera svona hluti en það er mín skoðun að fólk verður að taka ábyrgð á þeirra eigin starfi og sínum ákvörðunum,“ skrifaði Lionel Messi á Instagram. "I don't like to do these things but I think that people have to be responsible for their jobs and own their decisions." Lionel Messi has criticised Barcelona's sporting director Eric Abidal. More: https://t.co/CApLoWPjzRpic.twitter.com/hwnnIIxq7D— BBC Sport (@BBCSport) February 5, 2020 Lionel Messi hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona en mál sem þetta ýtir undir þær sögusagnir að hann hafi áhuga á að prófa eitthvað nýtt áður en ferlinum lýkur. Eric Abidal tók það samt fram í viðtalinu að hann héldi að Messi væri ánægður hjá Barcelona og það væru í gangi viðræður um nýjan samning.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira