Flugvallarstarfsmaður ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. febrúar 2020 18:30 Lögreglan rannsakar meðal annars hvort efnin hafi verið flutt til landsins í gegn um flugvöllinn en maðurinn var starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum rúm tvö kíló af kókaíni og sex lítra af amfetamínbasa ætlað til sölu. Maðurinn var starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og rannsakar lögreglan hvort hann hafi flutt efnin til landsins í gegn um starf sitt á vellinum. Maðurinn, sem er fæddur árið 1992, var starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar þegar efnin fundust við húsleit á heimili hans í október síðastliðnum. Maðurinn er af pólskum uppruna en hefur búið hér lengi. Tveir til viðbótar, fyrrum starfsmenn Keflavíkurflugvallar, voru einnig handteknir og færðir í gæsluvarðhald vegna málsins en þeir voru svo látnir lausir. Héraðssaksóknari hefur nú ákært manninn, sem enn er í gæsluvarðhaldi, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum rúmlega tvö kíló af kókaíni sem hafði styrkleika á bilinu 60 til 67 prósent og 6 lítla af amfetamínbasa, sem hafði 43 prósent styrkleika, ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft rafstuðbyssu í vörslum sínum. Einnig er krafist upptöku á 148 Xanax töflum, róandi lyfja sem ganga kaupum og sölum á fíkniefnamarkaðnum hér á landi, og fleiri lyfjum, sem og nokkrum símtækjum mannsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er rannsókn málsins enn í fullum gangi þrátt fyrir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir vörslu efnanna. Lögregla rannsaki meðal annars hvort efnin hafi verið flutt til landsins í gegn um flugvöllinn en sem fyrr segir var maðurinn starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar og hafði unnið þar í þó nokkurn tíma. Vann hann meðal annars við að flytja töskur úr flugvélum og inn á flugstöðina. Málið er mjög umfangsmikið en úr 6 lítrum af amfetamínbasa af þessum styrkleika er hægt að framleiða um 22 kíló af amfetamíni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar grammið af amfetamíni tæpar 3.500 krónur og samkvæmt því hefði andvirði efnisins verið tæpar áttatíu milljónir. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum rúm tvö kíló af kókaíni og sex lítra af amfetamínbasa ætlað til sölu. Maðurinn var starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og rannsakar lögreglan hvort hann hafi flutt efnin til landsins í gegn um starf sitt á vellinum. Maðurinn, sem er fæddur árið 1992, var starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar þegar efnin fundust við húsleit á heimili hans í október síðastliðnum. Maðurinn er af pólskum uppruna en hefur búið hér lengi. Tveir til viðbótar, fyrrum starfsmenn Keflavíkurflugvallar, voru einnig handteknir og færðir í gæsluvarðhald vegna málsins en þeir voru svo látnir lausir. Héraðssaksóknari hefur nú ákært manninn, sem enn er í gæsluvarðhaldi, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum rúmlega tvö kíló af kókaíni sem hafði styrkleika á bilinu 60 til 67 prósent og 6 lítla af amfetamínbasa, sem hafði 43 prósent styrkleika, ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft rafstuðbyssu í vörslum sínum. Einnig er krafist upptöku á 148 Xanax töflum, róandi lyfja sem ganga kaupum og sölum á fíkniefnamarkaðnum hér á landi, og fleiri lyfjum, sem og nokkrum símtækjum mannsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er rannsókn málsins enn í fullum gangi þrátt fyrir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir vörslu efnanna. Lögregla rannsaki meðal annars hvort efnin hafi verið flutt til landsins í gegn um flugvöllinn en sem fyrr segir var maðurinn starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar og hafði unnið þar í þó nokkurn tíma. Vann hann meðal annars við að flytja töskur úr flugvélum og inn á flugstöðina. Málið er mjög umfangsmikið en úr 6 lítrum af amfetamínbasa af þessum styrkleika er hægt að framleiða um 22 kíló af amfetamíni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar grammið af amfetamíni tæpar 3.500 krónur og samkvæmt því hefði andvirði efnisins verið tæpar áttatíu milljónir.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira