1460 dagar Jón Gunnar Geirdal skrifar 4. febrúar 2020 14:00 Fyrir tveimur árum síðan greinist einstæð þriggja barna móðir með krabbamein. Litla systir mín. Hún heitir Alma og hún er mjög lítil, aðeins 155 cm, „sex sentimetrum fyrir ofan dvergamörk“ segir hún alltaf. Krabbamein er líka smávaxið – ósýnilegur andskoti sem er að éta hana upp að innan. En svo hverfur krabbameinið. Brjáluð fagnaðarlæti. Kampavín og confettí. Meinið sigrað. Orrustunni lokið. En svo kemur það aftur. Afhverju? Enginn veit. Annað meinvarp í bringuna. Lungun líka. Eitla. Fjórða stig. Engin orrusta. Stríðinu lokið. Meinið sigrar. Ældu kampavíninu og hentu þessu helvítis confettí. Taktu bara þessi lyf og ef þau virka ekki, taktu þá önnur lyf, ef þau virka ekki, þá tekur þú enn önnur lyf. Ha? Ekki skera? Á ekki að fjarlægja aðskotahlutinn? NEI. Sjáum bara hvort lyfin virki og vonum það besta. Gangi þér vel og sjáumst eftir sex vikur. Ég sé fyrir mér rellu í 13 þúsund fetum, systir mín opnar hurðina, stígur út á vænginn og stekkur, vonandi opnast fallhlífin, bíddu, var fallhlíf? Við hin bíðum og fylgjumst með öllu gerast alltof hægt, hjálparlaus. Ekkert hægt að gera. Enginn sem hægt er að hringja í. Engin geðdeild eða Vogur. Þú átt fjögur ár eftir ólifuð. 1460 dagar. Dauðvona. Mér hefur alltaf þótt þetta orð svo einkennilegt. Dauð. Vona. En vonast einhver eftir því? Á von eitthvað erindi í þetta orð? Einn daginn ertu lifandi en þann næsta segir einhver læknir þér að þú sért dauðvona og þá bara allt í einu ertu það. En hvernig er hægt að sjá dauðann fyrir? Af einhverjum myndum af skjá, blóðprufum og sýnum sem voru tekin með sársaukafullum hætti – birtist þá dauðdagi fólks? Ætli lækninum finnist erfitt að tilkynna dauðadóma? Stimplar hann sig svo bara út í lok dags, hengir ljáinn upp og fer heim í Eldum rétt? Mynd af systkinunum sem nú kljást öll við hinn illvíga sjúkdóm sem er krabbameinið, hvert með sínum hætti. Ég ímynda mér dag 1459. Systir mín á dauðadeildinni. Hvað er það síðasta sem hún borðar áður en þeir starta rafmögnuðum stólnum? Ætli næstsíðasti sólarhringurinn sé ekki helmingi lengur að líða en allir hinir? Dagur 1460. Ekkert gerist. Hvað þá? Hvað þýðir það? Fer niðurtalningin aftur af stað? Aukadagur. Eða dagar. Kannski vikur. Ekki mánuðir? Von? Vonleysi? Systir mín er að deyja og ég er byrjaður að syrgja hana. Maður gerir það ósjálfrátt og hugurinn óumbeðið – leitar í völundarhúsi vonleysis þar sem ímynduð augnablik sem eiga kannski, ef til vill, jafnvel eða alls ekki eftir að gerast. Þar sem martraðirnar verða að veruleika. Minningarnar mínus hana. En hvað eru fjögur ár? Frumburðurinn hennar verður 24 ára, eldri sonurinn tvítugur og sá yngri 15 ára. Stóri bróðir fimmtugur. Verður systir mín í afmælinu? En hvað með öll hin afmælin, hin fjögur árin, átta, tíu eða tólf? Hvað með brúðkaupin sem hún missir af og barnabörnin sem hún fær aldrei að knúsa. Amma Alma hefði getað sagt þeim sögur. Ég heyri í henni oft á dag og hitti reglulega og meira en áður af því það er það sem maður gerir þegar fólk er dauðvona. Tíminn verður mikilvægari þegar hann telur niður. Litla systirin sem ég hef passað upp á frá því hún varð ástsjúki vandræðaunglingurinn sem safnaði sálufélögum og sjálfsköpuðum kvillum sem hún loksins sigraði. Þangað til hún hitti sjúkdóm sem engin spor sigra. Einn dag í einu hljómar sterkar en áður. Einn dag í einu í 1460 daga. Einn dagur er von. 1461 er kraftaverk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aðdáunarvert og sársaukafullt að fylgjast með baráttu Ölmu Sigríður Karlsdóttir sem safnar nú fyrir krabbameinsveika móður með því að gefa út ljóðabók um dauðann. 19. janúar 2020 07:00 Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum síðan greinist einstæð þriggja barna móðir með krabbamein. Litla systir mín. Hún heitir Alma og hún er mjög lítil, aðeins 155 cm, „sex sentimetrum fyrir ofan dvergamörk“ segir hún alltaf. Krabbamein er líka smávaxið – ósýnilegur andskoti sem er að éta hana upp að innan. En svo hverfur krabbameinið. Brjáluð fagnaðarlæti. Kampavín og confettí. Meinið sigrað. Orrustunni lokið. En svo kemur það aftur. Afhverju? Enginn veit. Annað meinvarp í bringuna. Lungun líka. Eitla. Fjórða stig. Engin orrusta. Stríðinu lokið. Meinið sigrar. Ældu kampavíninu og hentu þessu helvítis confettí. Taktu bara þessi lyf og ef þau virka ekki, taktu þá önnur lyf, ef þau virka ekki, þá tekur þú enn önnur lyf. Ha? Ekki skera? Á ekki að fjarlægja aðskotahlutinn? NEI. Sjáum bara hvort lyfin virki og vonum það besta. Gangi þér vel og sjáumst eftir sex vikur. Ég sé fyrir mér rellu í 13 þúsund fetum, systir mín opnar hurðina, stígur út á vænginn og stekkur, vonandi opnast fallhlífin, bíddu, var fallhlíf? Við hin bíðum og fylgjumst með öllu gerast alltof hægt, hjálparlaus. Ekkert hægt að gera. Enginn sem hægt er að hringja í. Engin geðdeild eða Vogur. Þú átt fjögur ár eftir ólifuð. 1460 dagar. Dauðvona. Mér hefur alltaf þótt þetta orð svo einkennilegt. Dauð. Vona. En vonast einhver eftir því? Á von eitthvað erindi í þetta orð? Einn daginn ertu lifandi en þann næsta segir einhver læknir þér að þú sért dauðvona og þá bara allt í einu ertu það. En hvernig er hægt að sjá dauðann fyrir? Af einhverjum myndum af skjá, blóðprufum og sýnum sem voru tekin með sársaukafullum hætti – birtist þá dauðdagi fólks? Ætli lækninum finnist erfitt að tilkynna dauðadóma? Stimplar hann sig svo bara út í lok dags, hengir ljáinn upp og fer heim í Eldum rétt? Mynd af systkinunum sem nú kljást öll við hinn illvíga sjúkdóm sem er krabbameinið, hvert með sínum hætti. Ég ímynda mér dag 1459. Systir mín á dauðadeildinni. Hvað er það síðasta sem hún borðar áður en þeir starta rafmögnuðum stólnum? Ætli næstsíðasti sólarhringurinn sé ekki helmingi lengur að líða en allir hinir? Dagur 1460. Ekkert gerist. Hvað þá? Hvað þýðir það? Fer niðurtalningin aftur af stað? Aukadagur. Eða dagar. Kannski vikur. Ekki mánuðir? Von? Vonleysi? Systir mín er að deyja og ég er byrjaður að syrgja hana. Maður gerir það ósjálfrátt og hugurinn óumbeðið – leitar í völundarhúsi vonleysis þar sem ímynduð augnablik sem eiga kannski, ef til vill, jafnvel eða alls ekki eftir að gerast. Þar sem martraðirnar verða að veruleika. Minningarnar mínus hana. En hvað eru fjögur ár? Frumburðurinn hennar verður 24 ára, eldri sonurinn tvítugur og sá yngri 15 ára. Stóri bróðir fimmtugur. Verður systir mín í afmælinu? En hvað með öll hin afmælin, hin fjögur árin, átta, tíu eða tólf? Hvað með brúðkaupin sem hún missir af og barnabörnin sem hún fær aldrei að knúsa. Amma Alma hefði getað sagt þeim sögur. Ég heyri í henni oft á dag og hitti reglulega og meira en áður af því það er það sem maður gerir þegar fólk er dauðvona. Tíminn verður mikilvægari þegar hann telur niður. Litla systirin sem ég hef passað upp á frá því hún varð ástsjúki vandræðaunglingurinn sem safnaði sálufélögum og sjálfsköpuðum kvillum sem hún loksins sigraði. Þangað til hún hitti sjúkdóm sem engin spor sigra. Einn dag í einu hljómar sterkar en áður. Einn dag í einu í 1460 daga. Einn dagur er von. 1461 er kraftaverk.
Aðdáunarvert og sársaukafullt að fylgjast með baráttu Ölmu Sigríður Karlsdóttir sem safnar nú fyrir krabbameinsveika móður með því að gefa út ljóðabók um dauðann. 19. janúar 2020 07:00
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun