Bönnum börnum okkar að ganga Björn Teitsson skrifar 3. febrúar 2020 09:00 Í Reykjavík og nágrenni eru bílferðir um 75% allra ferða. Það er augljóslega allt of mikið, og mun hærra hlutfall en annars staðar þekkist, hvort sem við miðum við Norðurlönd eða Evrópu. Þetta á við um staði í Evrópu sem eru fjölmennari, fámennari. Sem eru staðsettir í mildara loftslagi, en einnig þar sem loftslag er enn erfiðara, kaldara og miskunnarlausara. Staðan er óásættanleg, hvernig sem á það er litið. Hér eru nokkrar staðreyndir. Um helmingur allra bílferða er um 2 km ferðir eða styttri. Það er svipuð vegalengd og að labba frá Hlemmi niður að höfn, eða frá Hlemmi Mathöll til Granda Mathallar. Það er vegalengd sem hægt er að labba á 20-25 mínútum fyrir heilbrigða manneskju á venjulegum til hóflegum hraða. Það er vegalengd sem hægt er að hjóla á 5-10 mínútum. Árið 2017 voru 87.432 skráð lögbrot á Íslandi. Þar af: 69.874 umferðarlagabrot. Þetta þýðir að umferðarlagabrot eru 79,92% allra skráðra brota. En það er ekki allt. Rannsóknir sýna að um 70 prósent ökumanna á venjulegum degi brjóta umferðarlög á einn eða annan hátt, án þess að lögreglan hafi af því vitneskju eða afskipti. Þá erum við að tala um brot eins og að tala í síma á meðan akstri stendur, eða jafnvel senda textaskilaboð á meðan akstri stendur. Brot sem eru óþolandi algeng eru svo ökumenn sem skilja bílana sína eftir upp á gangstétt, þannig að gangandi eða hjólandi komast hreinlega ekki leiðar sinnar án þess að setja líf sitt í hættu. Þarna eru brot eins og hraðakstur (sem flest fólk stundar á hverjum degi), sleppa stöðvunarskyldu, svo ekki sé rætt um ölvunar-eða fíkniefnaakstur. Öll þessi brot setja fólk í lífshættu á hverjum einasta degi. Miðað við að aðeins 30% umferðarlagabrota fá raunveruleg afskipti lögreglu, þýðir það að raunverulega eru brotin líklega um 230.000 á hverju ári. Spáið í hvað það myndi gera fyrir þjóðarbúið ef við fengjum að njóta allra þeirra fjármuna sem þær sektir gætu skilað? En nú, án þess að fara út í tölur um mannfall sem ökumenn bíla valda á hverju ári, eða þeirra líkamlegu áverka sem þeir skilja eftir sig, sem veldur oft varanlegum skaða, fötlun eða hlutfallslegri örorku fyrir lífstíð, ræðum þá aðeins meðvirkni okkar með þessu rugli, og sérstaklega meðvirkni stjórnvalda og lögreglu. Nýlega stóð ég í umræðum við foreldra sem eru búsettir í Vesturbæ Reykjavíkur, einu þéttbyggðasta hverfi höfuðborgarsvæðisins, með eitt besta hlutfall fólks sem notar umhverfisvæna ferðamáta, altso, aðra ferðamáta en einkabílinn. Umræðurnar snerust um, í stuttu máli, hvort það væri ekki furðulegt að vantreysta stálpuðum börnum til að ganga í tómstundir eða á íþróttaæfingar. Nú er ég nokkuð viss um að sú kynslóð sem nú stýrir samgönguráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Vegagerðinni, lögreglu, Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögum, kannist vel við - rétt eins og ég - að labba, hjóli, eða taki almenningssamgöngur í tómstundir og á íþróttaæfingar. Það gerði ég til dæmis frá 7 ára aldri seint á 9. áratug síðustu aldar, allt fram til loka 10. áratugar sömu aldar. Þetta kannast flestöll við sem eru á mínum aldri eða eldri. Nýlega heyrði ég sjónarmið foreldra sem treysta sér hreinlega ekki til að leyfa börnum sínum að labba á æfingar eða í tómstundir, því umferðarlög eru stöðugt brotin, ökumenn aka of hratt, þeir fara yfir á rauðu ljósi og horfa ekki í kringum sig, jafnvel að senda textaskilaboð þegar þeir ættu að vera að hemla á gönguljósi fyrir börnum. Ef þetta er sú raunverulega staða sem upp er komin, sem ég efast reyndar ekki um, þá verðum við að staldra við. Það þýðir að kerfið okkar er bilað, það þýðir að við þurfum að gera breytingar og laga það. Annað hvort eru umferðarlög til að þeim sé hlýtt og framfylgt, eða ekki. Hugsið ykkur, fólk er beinlínis nauðbeygt til að stunda óþarfa akstur, ferðir sem eru innan við 1-2 km að lengd, því lögum er ekki framfylgt. Getið þið ímyndað ykkur vistsporið og stressið sem sparast ef farið væri í alvöru átak til að leiðrétta þetta rugl? Heilsuna, ferðasjálfstæði og umhverfisgreind barna sem verður til, ef farið væri í alvöru átak til að leiðrétta þetta rugl? Því það er það sem þetta er, þetta er algert rugl. Ég skora á samgönguráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Vegagerðina, lögreglu, Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög, til að gera betur. Ekki aðeins í Vesturbæ heldur um allt höfuðborgarsvæðið og allt land. Það er lágmarksréttur barna að mega labba á æfingu án þess að eiga á hættu að verða ekið niður af bíl á leið sinni. Það er lágmarksréttur foreldra að neyðast ekki til að skutla börnum á bíl vegalengdir sem þau geta hæglega gengið. Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus Universität-Weimar í Þýskalandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Börn og uppeldi Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í Reykjavík og nágrenni eru bílferðir um 75% allra ferða. Það er augljóslega allt of mikið, og mun hærra hlutfall en annars staðar þekkist, hvort sem við miðum við Norðurlönd eða Evrópu. Þetta á við um staði í Evrópu sem eru fjölmennari, fámennari. Sem eru staðsettir í mildara loftslagi, en einnig þar sem loftslag er enn erfiðara, kaldara og miskunnarlausara. Staðan er óásættanleg, hvernig sem á það er litið. Hér eru nokkrar staðreyndir. Um helmingur allra bílferða er um 2 km ferðir eða styttri. Það er svipuð vegalengd og að labba frá Hlemmi niður að höfn, eða frá Hlemmi Mathöll til Granda Mathallar. Það er vegalengd sem hægt er að labba á 20-25 mínútum fyrir heilbrigða manneskju á venjulegum til hóflegum hraða. Það er vegalengd sem hægt er að hjóla á 5-10 mínútum. Árið 2017 voru 87.432 skráð lögbrot á Íslandi. Þar af: 69.874 umferðarlagabrot. Þetta þýðir að umferðarlagabrot eru 79,92% allra skráðra brota. En það er ekki allt. Rannsóknir sýna að um 70 prósent ökumanna á venjulegum degi brjóta umferðarlög á einn eða annan hátt, án þess að lögreglan hafi af því vitneskju eða afskipti. Þá erum við að tala um brot eins og að tala í síma á meðan akstri stendur, eða jafnvel senda textaskilaboð á meðan akstri stendur. Brot sem eru óþolandi algeng eru svo ökumenn sem skilja bílana sína eftir upp á gangstétt, þannig að gangandi eða hjólandi komast hreinlega ekki leiðar sinnar án þess að setja líf sitt í hættu. Þarna eru brot eins og hraðakstur (sem flest fólk stundar á hverjum degi), sleppa stöðvunarskyldu, svo ekki sé rætt um ölvunar-eða fíkniefnaakstur. Öll þessi brot setja fólk í lífshættu á hverjum einasta degi. Miðað við að aðeins 30% umferðarlagabrota fá raunveruleg afskipti lögreglu, þýðir það að raunverulega eru brotin líklega um 230.000 á hverju ári. Spáið í hvað það myndi gera fyrir þjóðarbúið ef við fengjum að njóta allra þeirra fjármuna sem þær sektir gætu skilað? En nú, án þess að fara út í tölur um mannfall sem ökumenn bíla valda á hverju ári, eða þeirra líkamlegu áverka sem þeir skilja eftir sig, sem veldur oft varanlegum skaða, fötlun eða hlutfallslegri örorku fyrir lífstíð, ræðum þá aðeins meðvirkni okkar með þessu rugli, og sérstaklega meðvirkni stjórnvalda og lögreglu. Nýlega stóð ég í umræðum við foreldra sem eru búsettir í Vesturbæ Reykjavíkur, einu þéttbyggðasta hverfi höfuðborgarsvæðisins, með eitt besta hlutfall fólks sem notar umhverfisvæna ferðamáta, altso, aðra ferðamáta en einkabílinn. Umræðurnar snerust um, í stuttu máli, hvort það væri ekki furðulegt að vantreysta stálpuðum börnum til að ganga í tómstundir eða á íþróttaæfingar. Nú er ég nokkuð viss um að sú kynslóð sem nú stýrir samgönguráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Vegagerðinni, lögreglu, Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögum, kannist vel við - rétt eins og ég - að labba, hjóli, eða taki almenningssamgöngur í tómstundir og á íþróttaæfingar. Það gerði ég til dæmis frá 7 ára aldri seint á 9. áratug síðustu aldar, allt fram til loka 10. áratugar sömu aldar. Þetta kannast flestöll við sem eru á mínum aldri eða eldri. Nýlega heyrði ég sjónarmið foreldra sem treysta sér hreinlega ekki til að leyfa börnum sínum að labba á æfingar eða í tómstundir, því umferðarlög eru stöðugt brotin, ökumenn aka of hratt, þeir fara yfir á rauðu ljósi og horfa ekki í kringum sig, jafnvel að senda textaskilaboð þegar þeir ættu að vera að hemla á gönguljósi fyrir börnum. Ef þetta er sú raunverulega staða sem upp er komin, sem ég efast reyndar ekki um, þá verðum við að staldra við. Það þýðir að kerfið okkar er bilað, það þýðir að við þurfum að gera breytingar og laga það. Annað hvort eru umferðarlög til að þeim sé hlýtt og framfylgt, eða ekki. Hugsið ykkur, fólk er beinlínis nauðbeygt til að stunda óþarfa akstur, ferðir sem eru innan við 1-2 km að lengd, því lögum er ekki framfylgt. Getið þið ímyndað ykkur vistsporið og stressið sem sparast ef farið væri í alvöru átak til að leiðrétta þetta rugl? Heilsuna, ferðasjálfstæði og umhverfisgreind barna sem verður til, ef farið væri í alvöru átak til að leiðrétta þetta rugl? Því það er það sem þetta er, þetta er algert rugl. Ég skora á samgönguráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Vegagerðina, lögreglu, Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög, til að gera betur. Ekki aðeins í Vesturbæ heldur um allt höfuðborgarsvæðið og allt land. Það er lágmarksréttur barna að mega labba á æfingu án þess að eiga á hættu að verða ekið niður af bíl á leið sinni. Það er lágmarksréttur foreldra að neyðast ekki til að skutla börnum á bíl vegalengdir sem þau geta hæglega gengið. Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus Universität-Weimar í Þýskalandi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun