Falur: Þetta er orðið fínt þetta einelti Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 3. febrúar 2020 08:30 Victor Moses og Falur Harðarson. vísir/samsett/bára Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli gagnvart dómurunum í leik Fjölnis gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöld og reyndar yfir allt tímabilið.Fjölnismenn töpuðu fyrir Þór í gærkvöldi og eru nánast fallnir eftir tapið. „Við fáum ekki dæmdar villur. Þetta er orðið fínt, þetta einelti á Viktor Moses,“ voru fyrstu viðbrögð Falar eftir leikinn. Viktor Moses var í harðri baráttu við framherja Þórs í kvöld en dróg aðeins tvær villur í öllum leiknum. „Það væri gaman að taka saman hvað maður sem spilar svona mikið undir körfunni fær aldrei dæmdar villur. Í dag lendir hann mörgum sinnum í gólfinu og ég er orðinn þreyttur á þessu,“ sagði Falur um meint villuleysi í leiknum. Fjölnir dróg aðeins tíu villur í öllum leiknum á meðan að Þór nældi sér í 16 slík. Fjölnir eru að sögn flestra fallnir og þessi leikur var mögulega seinasti naglinn í kistu þeirra. Falur sagði að liðið hefði einmitt talað um það í gær hvernig þeir myndu reyna að nálgast síðustu deildarleiki tímabilsins. „Við ætlum bara að hafa gaman af þessu, spila körfubolta, fá að keppa í þessari deild og gera okkar besta í hverjum leik.“ Honum fannst liðið hans spila af festu í kvöld og að þeir hefðu aldrei hætt þó að staðan hafi verið erfið. „Það var engin að gefa eftir,“ sagði Falur og úrslitin voru heldur ekki örugg fyrr en á seinustu 30 sekúndum leiksins. „Með smá heppni hefðum við getað tekið þennan leik,“ sagði Falur og leit ekki út fyrir að vera mikið að stressa sig á þessari viðureign. Falur bætti við að lokum að þó lokaniðurstaðan væri komin þá ætluðu hans leikmenn áfram að leggja fram. „Allir leikir eins héðan af, við höldum bara áfram ótrauðir.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Fjölnir 90-82 | Öflugur sigur Þórs Þórsarar unnu mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. 2. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Sjá meira
Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli gagnvart dómurunum í leik Fjölnis gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöld og reyndar yfir allt tímabilið.Fjölnismenn töpuðu fyrir Þór í gærkvöldi og eru nánast fallnir eftir tapið. „Við fáum ekki dæmdar villur. Þetta er orðið fínt, þetta einelti á Viktor Moses,“ voru fyrstu viðbrögð Falar eftir leikinn. Viktor Moses var í harðri baráttu við framherja Þórs í kvöld en dróg aðeins tvær villur í öllum leiknum. „Það væri gaman að taka saman hvað maður sem spilar svona mikið undir körfunni fær aldrei dæmdar villur. Í dag lendir hann mörgum sinnum í gólfinu og ég er orðinn þreyttur á þessu,“ sagði Falur um meint villuleysi í leiknum. Fjölnir dróg aðeins tíu villur í öllum leiknum á meðan að Þór nældi sér í 16 slík. Fjölnir eru að sögn flestra fallnir og þessi leikur var mögulega seinasti naglinn í kistu þeirra. Falur sagði að liðið hefði einmitt talað um það í gær hvernig þeir myndu reyna að nálgast síðustu deildarleiki tímabilsins. „Við ætlum bara að hafa gaman af þessu, spila körfubolta, fá að keppa í þessari deild og gera okkar besta í hverjum leik.“ Honum fannst liðið hans spila af festu í kvöld og að þeir hefðu aldrei hætt þó að staðan hafi verið erfið. „Það var engin að gefa eftir,“ sagði Falur og úrslitin voru heldur ekki örugg fyrr en á seinustu 30 sekúndum leiksins. „Með smá heppni hefðum við getað tekið þennan leik,“ sagði Falur og leit ekki út fyrir að vera mikið að stressa sig á þessari viðureign. Falur bætti við að lokum að þó lokaniðurstaðan væri komin þá ætluðu hans leikmenn áfram að leggja fram. „Allir leikir eins héðan af, við höldum bara áfram ótrauðir.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Fjölnir 90-82 | Öflugur sigur Þórs Þórsarar unnu mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. 2. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Fjölnir 90-82 | Öflugur sigur Þórs Þórsarar unnu mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. 2. febrúar 2020 21:00