Fjármálafyrirtæki greiddu launakostnað RÚV við framleiðslu á fræðsluefni Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2020 08:15 Þættirnir sem báru nafnið Klink voru í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur. Rúv núll Fræðsluþættir RÚV núll um fjármál fyrir ungt fólk voru að hluta til fjármagnaðir af Samtökum fjármálafyrirtækja og Landssamtökum lífeyrissjóða. Fjármálavit, fræðsluvettvangur á vegum samtakanna greiddi laun þáttastjórnendanna tveggja og ekki var upplýst um að sumir viðmælendur þáttanna væru starfsmenn bankastofnananna. Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri ungmennaþjónustu RÚV sem ber heitið RÚV núll, segir það skýrt að um samstarfsverkefni hafi verið að ræða og að þættirnir hafi ekki verið kostað efni. Stundin greindi fyrst frá málinu. Hún segist hafa leitast eftir samstarfi við Fjármálavit snemma í þróunarferli þáttanna í ljósi þess að þar væri starfsfólk með reynslu af fjármálafræðslu fyrir ungt fólk. Fjármálavit hafi í kjölfarið greitt framlag sem nemi launum dagskrárgerðarfólksins en RÚV staðið undir öðrum framleiðslukostnaði. Í staðinn hafi Fjármálavit fengið að nota efnið í sínu fræðslustarfi. Segir þetta vera sambærilegt öðrum samstarfsverkefnum Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll.RÚV/Ragnar Visage „Þetta er samstarfsverkefni að því leitinu til og þetta er bara fullkomlega sambærilegt við það sem tíðkast í öðrum samstarfsverkefnum.“ Þetta er nú samt ekki alveg eins og hvert og annað framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð, er hér ekki um að ræða hagsmunaaðila? „Já og nei. Fjármálavit, sem eru þeir sem við gerðum dílinn við, og ég hef einungis verið í samskiptum við þeirra verkefnastjóra, er í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja sem standa fyrir sextíu fjármálafyrirtæki. Þetta er eins breitt og það verður.“ Þættirnir sem báru nafnið Klink voru sýndir seint á síðasta ári og voru í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur. Ekki um að ræða auglýsingu fyrir fjármálastofnanir Snærós segir að ekkert sé fjallað í þáttunum um kjör einstakra fjármálafyrirtækja og að alls hlutleysis hafi verið gætt. Til að mynda sé ekki talað um það hvar fólk geti fengið hagstæðustu vextina eða lánskjör. „Við veljum að fara í breiðari átt. Þetta er ekki auglýsing, þetta eru ekki hagsmunir eins eða neins.“ Aðspurð hvort að það hafi komið skýrt fram í þáttunum að þeir væru fjármagnaðir að hluta af félagi á vegum fjármálafyrirtækja, tryggingafélaga og lífeyrissjóða segir hún það hafi komið skýrt fram í lok hvers einasta þáttar að þeir væru unnir í samstarfi við Fjármálavit. Þættirnir ekki keypt umfjöllun „Það er mjög skýrt, alveg eins og í öllum öðrum þáttum ef þeir eru unnir í samstarfi við einhvern þá þýðir það að þarna eru sameiginlegar fjárhagslegar skuldbindingar.“ Snærós ítrekar að ekki sé um keypta umfjöllun að ræða og að RÚV hafi haft fullkomið ritstjórnarlegt sjálfstæði við framleiðslu þáttanna. „Ef þetta væri kostun þá hefði MS eða einhver haft samband við okkur og borgað okkur peninga til þess að búa til kynningarefni fyrir sig. Það er ekki það sem þetta er, bara engan veginn.“ Einnig segir hún að RÚV sé óheimilt að senda út kostað efni. „Það er mjög í skýrt í lokin á kreditlista að þetta sé unnið í samstarfi við Fjármálavit og það veit þorri almennings held ég hvað það þýðir.“ Stílbragð að sleppa titlum viðmælenda Aðspurð um það hvort að það hafi verið yfirsjón að titla ekki suma viðmælendur þáttanna sem starfsmenn banka, segir Snærós að um hafi verið að ræða ákveðið stílbragð í þáttunum þar sem engir viðmælendur báru titil. „Kannski hefði verið betra ef það hefði staðið hjá hvaða fyrirtækjum þeir vinna , en aftur engar markaðslegar tölur eru þarna, svo að þeir eru fyrst og fremst fengnir sem sérfræðingar.“ Fjölmiðlar Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Fræðsluþættir RÚV núll um fjármál fyrir ungt fólk voru að hluta til fjármagnaðir af Samtökum fjármálafyrirtækja og Landssamtökum lífeyrissjóða. Fjármálavit, fræðsluvettvangur á vegum samtakanna greiddi laun þáttastjórnendanna tveggja og ekki var upplýst um að sumir viðmælendur þáttanna væru starfsmenn bankastofnananna. Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri ungmennaþjónustu RÚV sem ber heitið RÚV núll, segir það skýrt að um samstarfsverkefni hafi verið að ræða og að þættirnir hafi ekki verið kostað efni. Stundin greindi fyrst frá málinu. Hún segist hafa leitast eftir samstarfi við Fjármálavit snemma í þróunarferli þáttanna í ljósi þess að þar væri starfsfólk með reynslu af fjármálafræðslu fyrir ungt fólk. Fjármálavit hafi í kjölfarið greitt framlag sem nemi launum dagskrárgerðarfólksins en RÚV staðið undir öðrum framleiðslukostnaði. Í staðinn hafi Fjármálavit fengið að nota efnið í sínu fræðslustarfi. Segir þetta vera sambærilegt öðrum samstarfsverkefnum Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll.RÚV/Ragnar Visage „Þetta er samstarfsverkefni að því leitinu til og þetta er bara fullkomlega sambærilegt við það sem tíðkast í öðrum samstarfsverkefnum.“ Þetta er nú samt ekki alveg eins og hvert og annað framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð, er hér ekki um að ræða hagsmunaaðila? „Já og nei. Fjármálavit, sem eru þeir sem við gerðum dílinn við, og ég hef einungis verið í samskiptum við þeirra verkefnastjóra, er í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja sem standa fyrir sextíu fjármálafyrirtæki. Þetta er eins breitt og það verður.“ Þættirnir sem báru nafnið Klink voru sýndir seint á síðasta ári og voru í umsjón Júlí Heiðars Halldórssonar og Þórdísar Birnu Borgarsdóttur. Ekki um að ræða auglýsingu fyrir fjármálastofnanir Snærós segir að ekkert sé fjallað í þáttunum um kjör einstakra fjármálafyrirtækja og að alls hlutleysis hafi verið gætt. Til að mynda sé ekki talað um það hvar fólk geti fengið hagstæðustu vextina eða lánskjör. „Við veljum að fara í breiðari átt. Þetta er ekki auglýsing, þetta eru ekki hagsmunir eins eða neins.“ Aðspurð hvort að það hafi komið skýrt fram í þáttunum að þeir væru fjármagnaðir að hluta af félagi á vegum fjármálafyrirtækja, tryggingafélaga og lífeyrissjóða segir hún það hafi komið skýrt fram í lok hvers einasta þáttar að þeir væru unnir í samstarfi við Fjármálavit. Þættirnir ekki keypt umfjöllun „Það er mjög skýrt, alveg eins og í öllum öðrum þáttum ef þeir eru unnir í samstarfi við einhvern þá þýðir það að þarna eru sameiginlegar fjárhagslegar skuldbindingar.“ Snærós ítrekar að ekki sé um keypta umfjöllun að ræða og að RÚV hafi haft fullkomið ritstjórnarlegt sjálfstæði við framleiðslu þáttanna. „Ef þetta væri kostun þá hefði MS eða einhver haft samband við okkur og borgað okkur peninga til þess að búa til kynningarefni fyrir sig. Það er ekki það sem þetta er, bara engan veginn.“ Einnig segir hún að RÚV sé óheimilt að senda út kostað efni. „Það er mjög í skýrt í lokin á kreditlista að þetta sé unnið í samstarfi við Fjármálavit og það veit þorri almennings held ég hvað það þýðir.“ Stílbragð að sleppa titlum viðmælenda Aðspurð um það hvort að það hafi verið yfirsjón að titla ekki suma viðmælendur þáttanna sem starfsmenn banka, segir Snærós að um hafi verið að ræða ákveðið stílbragð í þáttunum þar sem engir viðmælendur báru titil. „Kannski hefði verið betra ef það hefði staðið hjá hvaða fyrirtækjum þeir vinna , en aftur engar markaðslegar tölur eru þarna, svo að þeir eru fyrst og fremst fengnir sem sérfræðingar.“
Fjölmiðlar Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira