Sport

Lamar Jackson afrekaði það sem aðeins Tom Brady hafði áður

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lamar Jackson er besti leikmaður NFL deildarinnar tímabilið 2019/2020.
Lamar Jackson er besti leikmaður NFL deildarinnar tímabilið 2019/2020. Vísir/Getty

Lokahóf NFL deildarinnar fór fram í gærkvöld þar sem besti leikmaðurinn var valinn ásamt tilheyrandi fagnaðarlátum. Þar varð Lamar Jackson þess heiðurs aðnjótandi að vera valinn besti leikmaður deildarinnar og feta í kjölfarið í fótspor hins goðsagnakennda Tom Brady.

Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, varð nefnilega aðeins annar leikmaður í sögu deildarinnar til að fá fullt hús stiga í kosningunni á besta leikmanni deildarinnar. 

Jackson kom Ravens í úrslitakeppnina þar sem þeir töpuðu einkar óvænt fyrir Tennessee Titans en fram að því höfðu Ravens aðeins tapað tveimur af 16 leikjum sínum í deildinni.

Hinn 23 ára gamli leikstjórnandi fór á kostum á tímabilinu en Baltimore völdu hann sem 32. val í nýliðavalinu sumarið 2018. Þessi reynslulitli leikmaður lét það ekki stöðva sig og kastaði fyrir fleiri snertimörkum en nokkur annar leikstjórnandi deildarinnar í vetur eða 32 talsins.

Í kvöld fer svo fram úrslitaleikur NFL deildarinnar eða Ofurskálin eins og hún kallast á okkar ylhýra. Þar mætast Kansas City Chiefs með hinn stórskemmtilega leikstjórnanda Patrick Mahomes og San Francisco 49ers sem eru líklega besta varnarlið deildarinnar.

Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 22:00.


Tengdar fréttir

Magnaður Mahomes kom Kansas City Chiefs í Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár

Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Sjá má nokkur ótrúleg snertimörk Chiefs í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×