Enn einn fyrrverandi starfsmaður CIA ákærður fyrir njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 10:58 Ma, sem starfaði fyrir CIA á níunda áratug síðustu aldar og fyrir FBI á fyrsta áratug þessarar aldar, var handtekinn á föstudaginn. Getty/Brooks Kraft Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. Maðurinn er sagður hafa selt leynilegar upplýsingar til Kína í samstarfi við ættingja sinn, sem starfaði einnig áður hjá CIA. Brot mannsins eiga að hafa staðið yfir í meira en áratug. Þó nokkrir fyrrverandi starfsmenn CIA hafa verið ákærðir vegna njósna fyrir Kínverja á undanförnum árum. Að þessi hefur maður sem heitir Alexander Yuk Ching Ma verið ákærður. Hann er 67 ára gamall og er sagður hafa fært Kínverjum upplýsingar um starfsmenn CIA, aðgerðir þeirra og samskiptaaðferðir. Það á hann að hafa gert í samfloti með 87 ára gömlum frænda sínum, sem vann einnig hjá CIA. Sá hefur þó ekki verið ákærður vegna þess að hann þjáist af alvarlegum vitglöpum. Njósnir þeirra hófust árið 2001 og fengu þeir 50 þúsund dali frá Kína fyrir leynilegar upplýsingar. Ma, sem starfaði fyrir CIA á níunda áratug síðustu aldar og fyrir FBI á fyrsta áratug þessarar aldar, var handtekinn á föstudaginn, samkvæmt frétt New York Times. Í nóvember í fyrra var Jerry Chun Shing Lee dæmdur í nítján ára fangelsi vegna njósna fyrir yfirvöld í Kína. Í maí í fyrra var svo Kevin Mallory dæmdur fyrir njósnir fyrir yfirvöld í Kína. Njósnir Lee leiddu meðal annars til þess að yfirvöld í Kína þurrkuðu út njósnahring Bandaríkjanna þar í landi með kerfisbundnum hætti. Það er eitt versta áfall CIA í sögu stofnunarinnar og var sömuleiðis rakið til galla í samskiptakerfi stofnunarinnar. Ma er sagður hafa útvegað Kínverjum upplýsingar um minnst tvo aðila sem taldir voru vera njósnarar í Kína. Það var árið 2006, löngu áður en njósnahringurinn var þurrkaður út. Í yfirlýsingu frá aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að njósnasaga Kína í Bandaríkjunum sé löng og því miður sé hún þakin fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem hafi svikið samstarfsmenn sína, land sitt og gildi þess til að styðja harðstjórn í Kína. Ma fæddist í Hong KOng áriðo 1952 en fluttist til Hawaii árið 1968. Þar gekk hann í skóla og varð bandarískur ríkisborgari. Hann gekk til liðs við CIA áriðo 1982 og starfaði þar til ársins 1989. Hann virðist hafa flust til Kína í nokkur ár en sneri aftur til Bandaríkjanna árið 2000. Árið 2006 hóf hann störf hjá FBI sem túlkur. Það ár færði hann eldri frænda sínum myndir af fólki sem Kínverjar töldu vera að njósna fyrir Bandaríkin. Frændinn gat bent á tvo af fimm aðilum sem höfðu verið myndaðir. Kona Ma ferðaðist síðan til Shanghai þar sem hún færði útsendurum leyniþjónusta Kína fartölvu sem innihélt leynilegar upplýsingar. Á meðan hann starfaði fyrir FBI tók hann ítrekað afrit af leynilegum skjölum sem hann átti að túlka og afhenti Kínverjum þau. Eftir að FBI kom höndum yfir leynilega upptöku af upprunalegum fundi Ma og kínverskra njósnara hafði starfsmaður FBI samband við Ma. Sá þóttist vera útsendari leyniþjónustu Kína. Þeir funduðu nokkrum sinum og viðurkenndi Ma að njósnir sínar. Bandaríkin Kína Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. Maðurinn er sagður hafa selt leynilegar upplýsingar til Kína í samstarfi við ættingja sinn, sem starfaði einnig áður hjá CIA. Brot mannsins eiga að hafa staðið yfir í meira en áratug. Þó nokkrir fyrrverandi starfsmenn CIA hafa verið ákærðir vegna njósna fyrir Kínverja á undanförnum árum. Að þessi hefur maður sem heitir Alexander Yuk Ching Ma verið ákærður. Hann er 67 ára gamall og er sagður hafa fært Kínverjum upplýsingar um starfsmenn CIA, aðgerðir þeirra og samskiptaaðferðir. Það á hann að hafa gert í samfloti með 87 ára gömlum frænda sínum, sem vann einnig hjá CIA. Sá hefur þó ekki verið ákærður vegna þess að hann þjáist af alvarlegum vitglöpum. Njósnir þeirra hófust árið 2001 og fengu þeir 50 þúsund dali frá Kína fyrir leynilegar upplýsingar. Ma, sem starfaði fyrir CIA á níunda áratug síðustu aldar og fyrir FBI á fyrsta áratug þessarar aldar, var handtekinn á föstudaginn, samkvæmt frétt New York Times. Í nóvember í fyrra var Jerry Chun Shing Lee dæmdur í nítján ára fangelsi vegna njósna fyrir yfirvöld í Kína. Í maí í fyrra var svo Kevin Mallory dæmdur fyrir njósnir fyrir yfirvöld í Kína. Njósnir Lee leiddu meðal annars til þess að yfirvöld í Kína þurrkuðu út njósnahring Bandaríkjanna þar í landi með kerfisbundnum hætti. Það er eitt versta áfall CIA í sögu stofnunarinnar og var sömuleiðis rakið til galla í samskiptakerfi stofnunarinnar. Ma er sagður hafa útvegað Kínverjum upplýsingar um minnst tvo aðila sem taldir voru vera njósnarar í Kína. Það var árið 2006, löngu áður en njósnahringurinn var þurrkaður út. Í yfirlýsingu frá aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að njósnasaga Kína í Bandaríkjunum sé löng og því miður sé hún þakin fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem hafi svikið samstarfsmenn sína, land sitt og gildi þess til að styðja harðstjórn í Kína. Ma fæddist í Hong KOng áriðo 1952 en fluttist til Hawaii árið 1968. Þar gekk hann í skóla og varð bandarískur ríkisborgari. Hann gekk til liðs við CIA áriðo 1982 og starfaði þar til ársins 1989. Hann virðist hafa flust til Kína í nokkur ár en sneri aftur til Bandaríkjanna árið 2000. Árið 2006 hóf hann störf hjá FBI sem túlkur. Það ár færði hann eldri frænda sínum myndir af fólki sem Kínverjar töldu vera að njósna fyrir Bandaríkin. Frændinn gat bent á tvo af fimm aðilum sem höfðu verið myndaðir. Kona Ma ferðaðist síðan til Shanghai þar sem hún færði útsendurum leyniþjónusta Kína fartölvu sem innihélt leynilegar upplýsingar. Á meðan hann starfaði fyrir FBI tók hann ítrekað afrit af leynilegum skjölum sem hann átti að túlka og afhenti Kínverjum þau. Eftir að FBI kom höndum yfir leynilega upptöku af upprunalegum fundi Ma og kínverskra njósnara hafði starfsmaður FBI samband við Ma. Sá þóttist vera útsendari leyniþjónustu Kína. Þeir funduðu nokkrum sinum og viðurkenndi Ma að njósnir sínar.
Bandaríkin Kína Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira