Körfubolti

Breiðablik hafði betur í botnslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. vísir/daníel

Breiðablik vann 89-68 sigur á Grindavík er liðin mættust í botnslagnum í Dominos-deild kvenna í kvöld.

Leikurinn var liður í 21. umferðinni en bæði lið voru fyrir leikinn í tveimur neðstu sætunum með fjögur stig hvor.

Breiðablik byrjaði leikinn af krafti og leiddi 18-11 eftir fyrsta leikhlutann. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og unnu leikinn nokkuð örugglega að endingu.

Danni L Williams var í sérflokki á vellinum. Hún skoraði 41 stig, tók ellefu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Eyrún Ósk Alfreðsdóttir bætti við 19 stigum.

Tania Pierre-Marie skoraði 28 stig og tók níu fráköst fyrir Grindavík. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 10 stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Grindavík er því á botninum með fjögur stig en Breiðablik í því sjöunda með sex.

Önnur úrslit kvöldsins fóru á þann veg að Valur niðurlægði nýkrýnda bikarmeistara og KR hafði betur gegn Haukum í spennuleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×