Sportpakkinn: Mourinho skáldlegur í lýsingum sínum á krefjandi stöðu Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 17:30 Jose Mourinho á æfingu Tottenham fyrir leikinn á móti RB Leipzig. Getty/Justin Setterfield Tottenham liðið er í lífsháska, hangandi á svölunum á fjórðu hæð, samkvæmt skáldlegri lýsingu knattspyrnustjórans JoseMourinho og nú er annaðhvort að gefast upp og detta eða halda áfram að klifra. Arnar Björnsson skoðaði það sem portúgalski stjórinn sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn.Tottenham spilar í kvöld fyrri leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikur kvöldsins fer fram á TottenhamHotspur leikvanginum í London. JoseMourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, vonar að mótherjarnir í Meistaradeildinni í kvöld , Leipzig, vanmeti Lundúnaliðið.Spurs spilar án Harry Kane og Son Heung-min en þeir hafa skorað 33 af mörkum liðsins í vetur. Son skoraði tvisvar í 3-2 sigri á Aston Villa á sunnudag og Mourinho reiknar ekki með því að hann spili meira á leiktíðinni. Hann er búinn að skora 16 mörk í vetur, 14 í úrvals- og meistaradeildinni auk þess að skila 8 stoðsendingum. Harry Kane meiddist á nýársdag en þá var hann búinn að skora 11 mörk í 20 deildarleikjum og 17 mörk alls í vetur.Leipzig er í 2. sæti í þýsku úrvalsdeildinni og í framlínunni er Timo Werner, í 31 leik í vetur er hann búinn að skora 25 mörk og er undir smásjá margra liða sem hafa fjármagn til að freista hans frá Leipzig. Í kvöld mætast tveir ólíkir knattspyrnustjórar, Mourinho sem marga fjöruna hefur sopið og Julian Nagelsmann sem er 25 árum yngri og þykir einn sá efnilegasti í fótboltanum. JoseMourinho er mikið ólíkindatól og fer oft á kostum á blaðamannafundum og var skáldlegur í gær. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um fundinn og það sem Portúgalinn sagði. Undir stjórn Mourinho hefur Tottenham ekki tapað í sjö síðustu leikjum, unnið fimm þeirra. Eftir þrjá sigra í úrvalsdeildinni í röð er Spurs í 5. sæti. „Þegar við komum vorum við á -12. hæð. Við tókum stigann og byrjum að klifra en þegar við vorum nýlagðir af stað brotnaði stiginn. Við lentum í basli þegar við reyndum að komast ofar. Aftur fundum við leið og byrjuðum að klifra, mikil vinna og þrotlaus barátta en fikruðum okkur ofar og ofar,“ sagði JoseMourinho og hélt áfram: „Eftir 11 þrep og 11 hæðir, héldum við áfram og áfram og komust á fjórðu hæðina. Þangað ætluðum við að komast en þá kom einhver og tók af okkur stigann og þess vegna erum við í vandræðum. En við erum hangandi á svölunum á fjórðu hæðinni og eigum tvo möguleika,“ sagði JoseMourinho. „Annar möguleikinn er að gefast upp og detta og venjulega bíður ekkert nema dauðinn því fallið er hátt af fjórðu hæðinni. Hinn kosturinn er að nýta það sem við höfum og berjast, við erum stigalausir og notum því hendurnar. Við verðum því á svölunum og berjumst með það sem við höfum,“ sagði JoseMourinho. Leikur Tottenham og RB Leipzig hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefsrt á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.15 en eftir leikina verður líka farið yfir gang mála. Leikur Atalanta og Valencia verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en hann hefst klukkan 20.00. Klippa: Sportpakkinn: Skáldlegur Mourinho Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Sjá meira
Tottenham liðið er í lífsháska, hangandi á svölunum á fjórðu hæð, samkvæmt skáldlegri lýsingu knattspyrnustjórans JoseMourinho og nú er annaðhvort að gefast upp og detta eða halda áfram að klifra. Arnar Björnsson skoðaði það sem portúgalski stjórinn sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn.Tottenham spilar í kvöld fyrri leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikur kvöldsins fer fram á TottenhamHotspur leikvanginum í London. JoseMourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, vonar að mótherjarnir í Meistaradeildinni í kvöld , Leipzig, vanmeti Lundúnaliðið.Spurs spilar án Harry Kane og Son Heung-min en þeir hafa skorað 33 af mörkum liðsins í vetur. Son skoraði tvisvar í 3-2 sigri á Aston Villa á sunnudag og Mourinho reiknar ekki með því að hann spili meira á leiktíðinni. Hann er búinn að skora 16 mörk í vetur, 14 í úrvals- og meistaradeildinni auk þess að skila 8 stoðsendingum. Harry Kane meiddist á nýársdag en þá var hann búinn að skora 11 mörk í 20 deildarleikjum og 17 mörk alls í vetur.Leipzig er í 2. sæti í þýsku úrvalsdeildinni og í framlínunni er Timo Werner, í 31 leik í vetur er hann búinn að skora 25 mörk og er undir smásjá margra liða sem hafa fjármagn til að freista hans frá Leipzig. Í kvöld mætast tveir ólíkir knattspyrnustjórar, Mourinho sem marga fjöruna hefur sopið og Julian Nagelsmann sem er 25 árum yngri og þykir einn sá efnilegasti í fótboltanum. JoseMourinho er mikið ólíkindatól og fer oft á kostum á blaðamannafundum og var skáldlegur í gær. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um fundinn og það sem Portúgalinn sagði. Undir stjórn Mourinho hefur Tottenham ekki tapað í sjö síðustu leikjum, unnið fimm þeirra. Eftir þrjá sigra í úrvalsdeildinni í röð er Spurs í 5. sæti. „Þegar við komum vorum við á -12. hæð. Við tókum stigann og byrjum að klifra en þegar við vorum nýlagðir af stað brotnaði stiginn. Við lentum í basli þegar við reyndum að komast ofar. Aftur fundum við leið og byrjuðum að klifra, mikil vinna og þrotlaus barátta en fikruðum okkur ofar og ofar,“ sagði JoseMourinho og hélt áfram: „Eftir 11 þrep og 11 hæðir, héldum við áfram og áfram og komust á fjórðu hæðina. Þangað ætluðum við að komast en þá kom einhver og tók af okkur stigann og þess vegna erum við í vandræðum. En við erum hangandi á svölunum á fjórðu hæðinni og eigum tvo möguleika,“ sagði JoseMourinho. „Annar möguleikinn er að gefast upp og detta og venjulega bíður ekkert nema dauðinn því fallið er hátt af fjórðu hæðinni. Hinn kosturinn er að nýta það sem við höfum og berjast, við erum stigalausir og notum því hendurnar. Við verðum því á svölunum og berjumst með það sem við höfum,“ sagði JoseMourinho. Leikur Tottenham og RB Leipzig hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefsrt á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.15 en eftir leikina verður líka farið yfir gang mála. Leikur Atalanta og Valencia verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en hann hefst klukkan 20.00. Klippa: Sportpakkinn: Skáldlegur Mourinho
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Sjá meira