Ökufantarnir eru sextán og sautján ára, grunaðir um hnupl og reyndu að flýja vettvang Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 10:16 Drengirnir voru handteknir í grennd við húsnæði Matvælastofnunar á Selfossi. Vísir/Egill Þrír drengir, sem lögregla á Suðurlandi handtók á Selfossi í gær eftir ofsaakstur á stolinni bifreið, eru sextán og sautján ára. Auk umferðarlagabrota eru þeir grunaðir um að hafa stolið áfengi á veitingastað á Hvolsvelli, auk þess sem þeir reyndu að flýja lögreglu er þeir voru stöðvaðir á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Greint var frá því í gær að þrír hefðu verið handteknir á Selfossi að lokinni eftirför lögreglu eftir Suðurlandsvegi. Þeir væru grunaðir um að hafa verið á stolinni bifreið, ekki sinnt stöðvunarmerkjum og keyrt á 140 kílómetra hraða á klukkustund þegar mest lét. Lögregla greinir nú frá því að umræddir einstaklingar hafi verið þrír drengir, fæddir 2003 og 2004. Þeir eru grunaðir um að hafa stolið bifreið á Rangárvöllum í gær og ekið á Hvolsvöll þar sem þeir eru grunaðir um að hafa hnuplað áfengi af veitingastað. Hugðust forða sér á hlaupum Þá hafi þeir ekki virt stöðvunarmerki lögreglu þegar til stóð að hafa afskipti af þeim og ekið sem leið lá vestur eftir þjóðvegi 1 í átt að Selfossi. Þar var akstur þeirra stöðvaður með naglamottu sem lögð var yfir veginn. „Miklar ráðstafanir voru gerðar á meðan á þessu stóð og var klippubíll frá Brunavörnum Árnessýslu og sjúkrabifreiðar frá HSU í viðbragðsstöðu við akstursleið drengjanna ef slys yrðu á fólki en töluverð umferð var um Suðurlandsveg á þessum tíma,“ segir í tilkynningu. Engan sakaði, hvorki drengina né vegfarendur sem urðu á vegi þeirra. Dekk á bíl drengjanna urðu loks loftlaus sökum naglamottunnar skömmu eftir að honum var beygt inn á götuna Langholt á Selfossi, og þaðan inn á lóð Matvælastofnunar. Þeir voru handteknir er þeir hugðust forða sér á hlaupum af vettvangi. Drengirnir voru vistaðir á viðeigandi stofnun að lokinni töku blóðsýnis úr ökumanni og öflun upplýsinga. Þá segir í tilkynningu lögreglu að síðustu tvo daga hafi 34 ökumenn til viðbótar verið kærðir fyrir að aka of hratt á Suðurlandi. Þrír þeirra mældust á 146, 148 og 150 kílómetra hraða en aðrir á bilinu 110 til 135 kílómetra hraða. Flestir ökumannanna, eða 24, voru á ferðinni í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum. Árborg Lögreglumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Handtekin eftir að hafa ekið yfir naglamottu á stolnum bíl Lögreglan á Suðurlandi handtók í kvöld þrjá einstaklinga eftir að hafa veitt þeim eftirför eftir Suðurlandsvegi að Selfossi. Þeir eru grunaðir um að hafa verið á stolnum bifreiðum. 18. febrúar 2020 21:29 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þrír drengir, sem lögregla á Suðurlandi handtók á Selfossi í gær eftir ofsaakstur á stolinni bifreið, eru sextán og sautján ára. Auk umferðarlagabrota eru þeir grunaðir um að hafa stolið áfengi á veitingastað á Hvolsvelli, auk þess sem þeir reyndu að flýja lögreglu er þeir voru stöðvaðir á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Greint var frá því í gær að þrír hefðu verið handteknir á Selfossi að lokinni eftirför lögreglu eftir Suðurlandsvegi. Þeir væru grunaðir um að hafa verið á stolinni bifreið, ekki sinnt stöðvunarmerkjum og keyrt á 140 kílómetra hraða á klukkustund þegar mest lét. Lögregla greinir nú frá því að umræddir einstaklingar hafi verið þrír drengir, fæddir 2003 og 2004. Þeir eru grunaðir um að hafa stolið bifreið á Rangárvöllum í gær og ekið á Hvolsvöll þar sem þeir eru grunaðir um að hafa hnuplað áfengi af veitingastað. Hugðust forða sér á hlaupum Þá hafi þeir ekki virt stöðvunarmerki lögreglu þegar til stóð að hafa afskipti af þeim og ekið sem leið lá vestur eftir þjóðvegi 1 í átt að Selfossi. Þar var akstur þeirra stöðvaður með naglamottu sem lögð var yfir veginn. „Miklar ráðstafanir voru gerðar á meðan á þessu stóð og var klippubíll frá Brunavörnum Árnessýslu og sjúkrabifreiðar frá HSU í viðbragðsstöðu við akstursleið drengjanna ef slys yrðu á fólki en töluverð umferð var um Suðurlandsveg á þessum tíma,“ segir í tilkynningu. Engan sakaði, hvorki drengina né vegfarendur sem urðu á vegi þeirra. Dekk á bíl drengjanna urðu loks loftlaus sökum naglamottunnar skömmu eftir að honum var beygt inn á götuna Langholt á Selfossi, og þaðan inn á lóð Matvælastofnunar. Þeir voru handteknir er þeir hugðust forða sér á hlaupum af vettvangi. Drengirnir voru vistaðir á viðeigandi stofnun að lokinni töku blóðsýnis úr ökumanni og öflun upplýsinga. Þá segir í tilkynningu lögreglu að síðustu tvo daga hafi 34 ökumenn til viðbótar verið kærðir fyrir að aka of hratt á Suðurlandi. Þrír þeirra mældust á 146, 148 og 150 kílómetra hraða en aðrir á bilinu 110 til 135 kílómetra hraða. Flestir ökumannanna, eða 24, voru á ferðinni í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum.
Árborg Lögreglumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Handtekin eftir að hafa ekið yfir naglamottu á stolnum bíl Lögreglan á Suðurlandi handtók í kvöld þrjá einstaklinga eftir að hafa veitt þeim eftirför eftir Suðurlandsvegi að Selfossi. Þeir eru grunaðir um að hafa verið á stolnum bifreiðum. 18. febrúar 2020 21:29 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Handtekin eftir að hafa ekið yfir naglamottu á stolnum bíl Lögreglan á Suðurlandi handtók í kvöld þrjá einstaklinga eftir að hafa veitt þeim eftirför eftir Suðurlandsvegi að Selfossi. Þeir eru grunaðir um að hafa verið á stolnum bifreiðum. 18. febrúar 2020 21:29