Þjóðarsátt? Hilda Jana Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2020 10:00 Ísland er að verða eitt mesta borgríki veraldar. Um 60% þjóðarinnar búa á höfuðborgarsvæðinu á meðan til að mynda 18% frönsku þjóðarinnar búa í höfuðborginni París og rúm 13% bresku þjóðarinnar búa í London. Þar að auki búa á áhrifasvæði höfuðborgar Íslands, milli Hvítánna tveggja á suðvesturhorninu, um 84% landsmanna. Á meðan að áratugagamlir innviðir á landsbyggðunum ógna ekki aðeins vaxtarmöguleikum svæða, heldur öryggi íbúa, þá hefur íslensk byggðastefna beðið skipbrot. Við þurfum að hafa metnaðarfulla og skýra framtíðarsýn á það hvernig við viljum byggja landið okkar. Sú sýn þarf að grundvallast á þjóðarsátt um að við viljum bæði sterka höfuðborg og öflugar landsbyggðir. Taka þarf ákvarðanir um hvaða þjónusta á að vera fyrir hendi á hverjum stað og tryggja að allir landsmenn hafi aðgang að sjálfsagðri grunnþjónustu sem ekki þurfi að sækja um langa vegu. Í drefibýlu landi eigum við líka að vera í forystu í öllu fjarsamstarfi. Með því að tryggja og jafna lífsskilyrði allra íbúa getum við haldið landinu í byggð. Með því að byggja upp góða þjónustu sem víðast um landið, tryggja búsetu í öllum landshlutum, höldum við áfram að gera Ísland að spennandi kosti fyrir ferðamenn. Nú er svo komið að aðeins um 16% landsmanna búa utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar og yfir helmingur þeirra býr á Norðurlandi eystra. Á Akureyri búa 5% landsmanna en Akureyri er þó fjölmennasti byggðakjarninn utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Í sóknaráætlun landshlutans er lögð áhersla á að Akureyri verði skilgreind sem borgarsvæði. Ástæðan er einföld: Fólk á svæðinu vill að ýmis grunn- og stoðþjónusta sé tryggð í nærumhverfi þess og öflugur þjónustukjarni sé landfræðilega nær. Höfuðborgin er einfaldlega landfræðilega of langt í burtu til þess að það geti talist ásættanlegt að íbúar á Norðurlandi eystra sæki þangað alla þjónustu. Lengi hefur verið rætt um að styrkja höfuðstaði landsins í hverjum fjórðungi með gerð höfuðstaðastefnu og fjármagnaðari aðgerðaráætlun fyrir hvern þeirra. Það var því ánægjulegt að sjá að samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar á að gera höfuðborgarstefnu fyrir Reykjavíkurborg. Ég sakna þess þó að sjá ekki slíka stefnumótun fyrir aðra höfuðstaði landsins. Ég bind þó vonir við að slíkt verði gert innan skamms. Akureyrarbær hefur óskað eftir því að taka þátt í verkefni um vaxtarsvæði í samstarfi við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Ég vona að ekki líði á löngu þar til ráðherra svarar því erindi. Ef Akureyri fær byr undir báða vængi til þess að verða enn öflugri þjónustumiðstöð, þá mun áhrifa þess gæta langt út fyrir sveitarfélagamörkin og næði til meirihluta þeirra sem búa utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Það er því til mikils að vinna. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri (S) og formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er að verða eitt mesta borgríki veraldar. Um 60% þjóðarinnar búa á höfuðborgarsvæðinu á meðan til að mynda 18% frönsku þjóðarinnar búa í höfuðborginni París og rúm 13% bresku þjóðarinnar búa í London. Þar að auki búa á áhrifasvæði höfuðborgar Íslands, milli Hvítánna tveggja á suðvesturhorninu, um 84% landsmanna. Á meðan að áratugagamlir innviðir á landsbyggðunum ógna ekki aðeins vaxtarmöguleikum svæða, heldur öryggi íbúa, þá hefur íslensk byggðastefna beðið skipbrot. Við þurfum að hafa metnaðarfulla og skýra framtíðarsýn á það hvernig við viljum byggja landið okkar. Sú sýn þarf að grundvallast á þjóðarsátt um að við viljum bæði sterka höfuðborg og öflugar landsbyggðir. Taka þarf ákvarðanir um hvaða þjónusta á að vera fyrir hendi á hverjum stað og tryggja að allir landsmenn hafi aðgang að sjálfsagðri grunnþjónustu sem ekki þurfi að sækja um langa vegu. Í drefibýlu landi eigum við líka að vera í forystu í öllu fjarsamstarfi. Með því að tryggja og jafna lífsskilyrði allra íbúa getum við haldið landinu í byggð. Með því að byggja upp góða þjónustu sem víðast um landið, tryggja búsetu í öllum landshlutum, höldum við áfram að gera Ísland að spennandi kosti fyrir ferðamenn. Nú er svo komið að aðeins um 16% landsmanna búa utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar og yfir helmingur þeirra býr á Norðurlandi eystra. Á Akureyri búa 5% landsmanna en Akureyri er þó fjölmennasti byggðakjarninn utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Í sóknaráætlun landshlutans er lögð áhersla á að Akureyri verði skilgreind sem borgarsvæði. Ástæðan er einföld: Fólk á svæðinu vill að ýmis grunn- og stoðþjónusta sé tryggð í nærumhverfi þess og öflugur þjónustukjarni sé landfræðilega nær. Höfuðborgin er einfaldlega landfræðilega of langt í burtu til þess að það geti talist ásættanlegt að íbúar á Norðurlandi eystra sæki þangað alla þjónustu. Lengi hefur verið rætt um að styrkja höfuðstaði landsins í hverjum fjórðungi með gerð höfuðstaðastefnu og fjármagnaðari aðgerðaráætlun fyrir hvern þeirra. Það var því ánægjulegt að sjá að samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar á að gera höfuðborgarstefnu fyrir Reykjavíkurborg. Ég sakna þess þó að sjá ekki slíka stefnumótun fyrir aðra höfuðstaði landsins. Ég bind þó vonir við að slíkt verði gert innan skamms. Akureyrarbær hefur óskað eftir því að taka þátt í verkefni um vaxtarsvæði í samstarfi við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Ég vona að ekki líði á löngu þar til ráðherra svarar því erindi. Ef Akureyri fær byr undir báða vængi til þess að verða enn öflugri þjónustumiðstöð, þá mun áhrifa þess gæta langt út fyrir sveitarfélagamörkin og næði til meirihluta þeirra sem búa utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Það er því til mikils að vinna. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri (S) og formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar