Bezos ætlar að leggja milljarða í baráttuna gegn loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 18. febrúar 2020 23:18 Bezos ætti ekki að muna um að leggja sitt af mörkum enda er hann talinn ríkasti maður heims með eignir sem eru metnar á tugi þúsunda milljarða króna. Vísir/EPA Bandaríski milljarðamæringurinn og stofnandi tæknirisans Amazons, ætlar að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til á annað þúsund milljarða íslenskra króna á næstu árum. Bezos segir loftslagsbreytingar stærstu ógnina sem steðjar að jörðinni. Tilkynnt var um stofnun Bezos Jarðarsjóðsins í gær og sagðist Bezos þá ætla að leggja tíu milljarða dollara, jafnvirði tæpra 1.300 milljarða íslenskra króna, í sjóðinn. Sjóðurinn á að styrkja einstaklinga og samtök um allan heim og verður byrjað að úthluta úr honum í sumar. Bezos er talinn ríkasti maður jarðar og eru auðæfi hans metin á um 130 milljarða dollara, jafnvirði um 16.600 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar námu tekjur íslenska ríkisins tæpum 882 milljörðum króna árið 2018 samkvæmt tölum Hagstofunnar. „Loftslagsbreytingar eru stærsta ógnin við plánetuna okkar. Ég vil vinna með öðrum bæði til að halda á lofti þekktum leiðum og að kanna nýjar leiðir til að berjast gegn hræðilegum afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir þessa plánetu sem við deilum öll,“ sagði Bezos í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Tíðindin af sjóðnum koma á sama tíma og hópur starfsmanna Amazon hefur mótmælt athafnaleysi fyrirtækisins í loftslagsmálum. Fyrirtækið er stórlosandi gróðurhúsaloftegundanna sem valda hnattrænni hlýnun með umsvifamiklum vöruflutningum og orkufreku tölvuskýi sem það rekur, að sögn Washington Post sem er sömuleiðis í eigu Bezos. Loftslagssamtök starfsmanna Amazon fögnuðu ákvörðun Bezos um að stofna loftslagssjóðinn en settu á sama tíma spurningamerki við að fyrirtækið héldi áfram að gera olíu- og gasfyrirtækjum kleift að dæla upp meira af jarðefnaeldsneyti. Amazon CEO Jeff Bezos announces he will commit $10 billion to fund scientists, activists, nonprofits and other groups fighting to protect the environment and counter the effects of climate change https://t.co/gtQ3VNHIi5 pic.twitter.com/MBElH4cUPi— Reuters (@Reuters) February 18, 2020 Amazon Loftslagsmál Tengdar fréttir Jeff Bezos kaupir dýrasta húsið í Los Angeles Jeff Bezos, forstjóri Amazon og ríkasti maður heims, hefur fest kaup á dýrustu eign Los Angeles borgar. 14. febrúar 2020 14:30 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Sjá meira
Bandaríski milljarðamæringurinn og stofnandi tæknirisans Amazons, ætlar að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til á annað þúsund milljarða íslenskra króna á næstu árum. Bezos segir loftslagsbreytingar stærstu ógnina sem steðjar að jörðinni. Tilkynnt var um stofnun Bezos Jarðarsjóðsins í gær og sagðist Bezos þá ætla að leggja tíu milljarða dollara, jafnvirði tæpra 1.300 milljarða íslenskra króna, í sjóðinn. Sjóðurinn á að styrkja einstaklinga og samtök um allan heim og verður byrjað að úthluta úr honum í sumar. Bezos er talinn ríkasti maður jarðar og eru auðæfi hans metin á um 130 milljarða dollara, jafnvirði um 16.600 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar námu tekjur íslenska ríkisins tæpum 882 milljörðum króna árið 2018 samkvæmt tölum Hagstofunnar. „Loftslagsbreytingar eru stærsta ógnin við plánetuna okkar. Ég vil vinna með öðrum bæði til að halda á lofti þekktum leiðum og að kanna nýjar leiðir til að berjast gegn hræðilegum afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir þessa plánetu sem við deilum öll,“ sagði Bezos í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Tíðindin af sjóðnum koma á sama tíma og hópur starfsmanna Amazon hefur mótmælt athafnaleysi fyrirtækisins í loftslagsmálum. Fyrirtækið er stórlosandi gróðurhúsaloftegundanna sem valda hnattrænni hlýnun með umsvifamiklum vöruflutningum og orkufreku tölvuskýi sem það rekur, að sögn Washington Post sem er sömuleiðis í eigu Bezos. Loftslagssamtök starfsmanna Amazon fögnuðu ákvörðun Bezos um að stofna loftslagssjóðinn en settu á sama tíma spurningamerki við að fyrirtækið héldi áfram að gera olíu- og gasfyrirtækjum kleift að dæla upp meira af jarðefnaeldsneyti. Amazon CEO Jeff Bezos announces he will commit $10 billion to fund scientists, activists, nonprofits and other groups fighting to protect the environment and counter the effects of climate change https://t.co/gtQ3VNHIi5 pic.twitter.com/MBElH4cUPi— Reuters (@Reuters) February 18, 2020
Amazon Loftslagsmál Tengdar fréttir Jeff Bezos kaupir dýrasta húsið í Los Angeles Jeff Bezos, forstjóri Amazon og ríkasti maður heims, hefur fest kaup á dýrustu eign Los Angeles borgar. 14. febrúar 2020 14:30 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Sjá meira
Jeff Bezos kaupir dýrasta húsið í Los Angeles Jeff Bezos, forstjóri Amazon og ríkasti maður heims, hefur fest kaup á dýrustu eign Los Angeles borgar. 14. febrúar 2020 14:30