Kári um samfélagsmiðla, persónuleikaprófið og af hverju upplýsingarnar fara ekki fet Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 18. febrúar 2020 12:30 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. vísir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að á sama tíma og samfélagsmiðlar séu öflug tól séu þeir „svolítið hættulegir“. Persónuleikapróf ÍE hefur náð miklum vinsældum á meðal Íslendinga á örskotsstundu. Kári segir að þeir sem taki prófið þurfi ekki að óttast það að upplýsingarnar sem úr því fást verði seldar til þriðja aðila eða þeim lekið út.Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali Birgis Olgeirssonar við Kára sem tekið var á sunnudaginn í tengslum við hið ofurvinsæla persónuleikapróf sem yfir 60 þúsund manns hafa tekið frá því að það var sett í loftið. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Ekkert lekið út á 23 árum Fljótlega eftir að persónuleikaprófið náði vinsældum heyrðust gagnrýnisraddir um möguleg persónuverndarbrot og hvers vegna fólk hefði val um að deila niðurstöðunum. Persónuupplýsingar hafa enda verið í brennidepli að undanförnu, ekki síst eftir Cambridge Analytica-málið í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016, þar sem fyrirtækið var sakað um misferli með persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook notenda. Spurður út í það hvort einhver hætta sé að Íslensk erfðagreining selji upplýsingarnar sem fást úr prófinu segir Kári það ekki koma til greina.„Í fyrsta lagi þá höfum við aldrei veitt neinum aðgang að þeim upplýsingum sem við söfnum. Hvað þá að við höfum selt upplýsingar. Við höfum ekki leyfi til þess, það er ólöglegt og það er ekki markmið hjá okkur. Okkar markmið er að nota þessar upplýsingar til þess að vinna vísindarannsóknir til þess að gera uppgötvanir,“ segir Kári.Sjá einnig: Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á FacebookÞá hafi Íslensk erfðagreining mikla og góða reynslu í að geyma viðkvæmar upplýsingar á öruggan hátt.„Þetta eru ekki á neinn hátt öðruvísi upplýsingar en heldur en þær upplýsingar sem við erum búin að vera að afla síðastliðin 23 ár. Við erum með kerfi til að vernda þær sem Persónuvernd hefur lagt blessun sína yfir. Við vinnum eftir verkferlum sem Persónuvernd hefur sett okkur og á þessum 23 árum þá hefur aldrei komið upp það viðvik þar sem upplýsingar hafa lekið út. Þannig að það er ekki bara að við séum með gott kerfi til að vernda persónuupplýsingar, það er búið að reyna það býsna vel á mjög miklum gögnum í mjög langan tíma,“ segir Kári. Best er að fara varlega á Facebook.epa/Dan Kitwood Finnst eins og Facebook fari „svolítið óvarlega með upplýsingar“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn sagði Kári að það væri ekki hlutverk Íslenskrar erfðagreiningar að hafa vit fyrir fólki. Þannig væri þeim sem taka prófið í sjálfsvald sett hvort þeir deili niðurstöðunum á Facebook eða ekki. Sjálfur sagðist hann ekki ráðleggja fólki að gera slíkt og er hann hugsi yfir því hversu miklum upplýsingum um sjálft sig fólk deili almennt á Facebook.Sjá einnig:„Þú ert ekki bara að veita upplýsingar um þig, heldur þína, sem gætu komið þínum illa síðar“„Nei, ég held að það sé ekki okkar hlutverk að setja fólki reglur um hvernig það umgengst samfélagsmiðla. Mér finnst persónulega eins og fólk hafi tiltölulega lágan þröskuld fyrir því að deila alls konar hlutum um sjálfa sig, myndum og öðru, myndum af sér og börnum sínum, hugleiðingum og svo framvegis. Ég hef af því svolitlar áhyggjur vegna þess að mér finnst einhvern veginn eins og til dæmis Facebook fari svolítið óvarlega með upplýsingar um fólk,“ segir Kári. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, hefur þurft að svara fyrir starfsemi Facebook fyrir þingnefndum víða að undanförnu.AP/Andrew Harnik Frá nokkrum starfsmönnum í 35 þúsund á innan við sólarhring Sem fyrr segir hafa viðtökurnar við prófinu verið ótrúlegar og yfir 60 þúsund manns tekið prófið á innan viku. Kári segir viðtökurnar hafa komið flatt upp á sig auk þess sem hann útskýrir hvernig hinn almenni Íslendingur komst á snoðir um prófið.Hverju áttir þú von á?„Ég átti ekki von á neinum sköpuðum hlut vegna þess að þetta próf var í sjálfu sér ekki sett út í fullskapaðri mynd á fimmtudaginn. Prófið var lagt fyrir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og það sem gerðist var að einhverjir af þeim deildu þessu á Facebook og innan sólahrings voru 35 þúsund manns búnir að taka prófið. Þannig að þetta kom eins flatt upp á mig eins og hægt er að hugsa sér og nú eru 60 þúsund manns búnir að taka þetta á tveimur og hálfum sólarhring,“ segir Kári ensem fyrr segir var viðtalið tekið upp á sunnudaginn.Þetta sýni hversu vel samfélagsmiðlar geti dreift skilaboðum og upplýsingum.„Það bara sýnir hvað samfélagsmiðlarnir eru öflugir og um leið, að minnsta kosti að mínu mati, svolítið hættulegir,“ segir Kári. Frá Íslenskri erfðagreiningu.VÍSIR/VILHELM Því fleiri, því betra Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar er ætlað að afla skilnings hvaða líffræðiferlar leiða til þess að persónuleiki verður til en í viðtalinu útskýrir Kári að menn með ákveðna persónuleika séu í meiri hættu að fá ákveðna sjúkdóma. Á sama tíma eru menn með aðra persónuleika betur í stakk búnir til að verjast sömu sjúkdómum. Markmiðið með rannsókninni er að afla upplýsinga til að skilja þetta betur. En hversu marga þátttakendur þarf til þess að afla þessara upplýsinga? Svarið er eiginlega bara því fleiri, því betra, að mati Kára. „Eftir því sem við fáum fleiri þeim mun betra vegna þess að við erum að leita að fjölbreytileikum sem hafa áhrif á eðlilega starfsemi heilans. Fjölbreytileiki í eðlilegri starfsemi líffæra hann stjórnast af algengum breytileikum í erfðamenginu. Algengir breytileikar í erfðamenginu hafa hver út af fyrir sig tiltölulega lítil áhrif. Ef að áhrifin af breytileika eru lítil þá þarftu mjög stórt þýði til að finna þá þannig að eftir því sem við fáum fleiri þeim mun meiri möguleiki fyrir okkur að finna marga algenga breytanleika sem að leiða af sér þessa fjölbreytni í persónuleika þannig að þeim mun meira sem við fáum þeim mun betri.“ Heilbrigðismál Persónuvernd Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Þú ert ekki bara að veita upplýsingar um þig, heldur þína, sem gætu komið þínum illa síðar“ Forstjóri Persónuverndar segir að netverjar sem ákveða að taka þátt í persónuleikaprófi hjá fyrirtæki sem rannsakar erfðir skuli sýna ákveðna aðgát. 17. febrúar 2020 11:10 Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila persónuleikaprófi fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. 16. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að á sama tíma og samfélagsmiðlar séu öflug tól séu þeir „svolítið hættulegir“. Persónuleikapróf ÍE hefur náð miklum vinsældum á meðal Íslendinga á örskotsstundu. Kári segir að þeir sem taki prófið þurfi ekki að óttast það að upplýsingarnar sem úr því fást verði seldar til þriðja aðila eða þeim lekið út.Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali Birgis Olgeirssonar við Kára sem tekið var á sunnudaginn í tengslum við hið ofurvinsæla persónuleikapróf sem yfir 60 þúsund manns hafa tekið frá því að það var sett í loftið. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Ekkert lekið út á 23 árum Fljótlega eftir að persónuleikaprófið náði vinsældum heyrðust gagnrýnisraddir um möguleg persónuverndarbrot og hvers vegna fólk hefði val um að deila niðurstöðunum. Persónuupplýsingar hafa enda verið í brennidepli að undanförnu, ekki síst eftir Cambridge Analytica-málið í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016, þar sem fyrirtækið var sakað um misferli með persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook notenda. Spurður út í það hvort einhver hætta sé að Íslensk erfðagreining selji upplýsingarnar sem fást úr prófinu segir Kári það ekki koma til greina.„Í fyrsta lagi þá höfum við aldrei veitt neinum aðgang að þeim upplýsingum sem við söfnum. Hvað þá að við höfum selt upplýsingar. Við höfum ekki leyfi til þess, það er ólöglegt og það er ekki markmið hjá okkur. Okkar markmið er að nota þessar upplýsingar til þess að vinna vísindarannsóknir til þess að gera uppgötvanir,“ segir Kári.Sjá einnig: Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á FacebookÞá hafi Íslensk erfðagreining mikla og góða reynslu í að geyma viðkvæmar upplýsingar á öruggan hátt.„Þetta eru ekki á neinn hátt öðruvísi upplýsingar en heldur en þær upplýsingar sem við erum búin að vera að afla síðastliðin 23 ár. Við erum með kerfi til að vernda þær sem Persónuvernd hefur lagt blessun sína yfir. Við vinnum eftir verkferlum sem Persónuvernd hefur sett okkur og á þessum 23 árum þá hefur aldrei komið upp það viðvik þar sem upplýsingar hafa lekið út. Þannig að það er ekki bara að við séum með gott kerfi til að vernda persónuupplýsingar, það er búið að reyna það býsna vel á mjög miklum gögnum í mjög langan tíma,“ segir Kári. Best er að fara varlega á Facebook.epa/Dan Kitwood Finnst eins og Facebook fari „svolítið óvarlega með upplýsingar“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn sagði Kári að það væri ekki hlutverk Íslenskrar erfðagreiningar að hafa vit fyrir fólki. Þannig væri þeim sem taka prófið í sjálfsvald sett hvort þeir deili niðurstöðunum á Facebook eða ekki. Sjálfur sagðist hann ekki ráðleggja fólki að gera slíkt og er hann hugsi yfir því hversu miklum upplýsingum um sjálft sig fólk deili almennt á Facebook.Sjá einnig:„Þú ert ekki bara að veita upplýsingar um þig, heldur þína, sem gætu komið þínum illa síðar“„Nei, ég held að það sé ekki okkar hlutverk að setja fólki reglur um hvernig það umgengst samfélagsmiðla. Mér finnst persónulega eins og fólk hafi tiltölulega lágan þröskuld fyrir því að deila alls konar hlutum um sjálfa sig, myndum og öðru, myndum af sér og börnum sínum, hugleiðingum og svo framvegis. Ég hef af því svolitlar áhyggjur vegna þess að mér finnst einhvern veginn eins og til dæmis Facebook fari svolítið óvarlega með upplýsingar um fólk,“ segir Kári. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, hefur þurft að svara fyrir starfsemi Facebook fyrir þingnefndum víða að undanförnu.AP/Andrew Harnik Frá nokkrum starfsmönnum í 35 þúsund á innan við sólarhring Sem fyrr segir hafa viðtökurnar við prófinu verið ótrúlegar og yfir 60 þúsund manns tekið prófið á innan viku. Kári segir viðtökurnar hafa komið flatt upp á sig auk þess sem hann útskýrir hvernig hinn almenni Íslendingur komst á snoðir um prófið.Hverju áttir þú von á?„Ég átti ekki von á neinum sköpuðum hlut vegna þess að þetta próf var í sjálfu sér ekki sett út í fullskapaðri mynd á fimmtudaginn. Prófið var lagt fyrir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og það sem gerðist var að einhverjir af þeim deildu þessu á Facebook og innan sólahrings voru 35 þúsund manns búnir að taka prófið. Þannig að þetta kom eins flatt upp á mig eins og hægt er að hugsa sér og nú eru 60 þúsund manns búnir að taka þetta á tveimur og hálfum sólarhring,“ segir Kári ensem fyrr segir var viðtalið tekið upp á sunnudaginn.Þetta sýni hversu vel samfélagsmiðlar geti dreift skilaboðum og upplýsingum.„Það bara sýnir hvað samfélagsmiðlarnir eru öflugir og um leið, að minnsta kosti að mínu mati, svolítið hættulegir,“ segir Kári. Frá Íslenskri erfðagreiningu.VÍSIR/VILHELM Því fleiri, því betra Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar er ætlað að afla skilnings hvaða líffræðiferlar leiða til þess að persónuleiki verður til en í viðtalinu útskýrir Kári að menn með ákveðna persónuleika séu í meiri hættu að fá ákveðna sjúkdóma. Á sama tíma eru menn með aðra persónuleika betur í stakk búnir til að verjast sömu sjúkdómum. Markmiðið með rannsókninni er að afla upplýsinga til að skilja þetta betur. En hversu marga þátttakendur þarf til þess að afla þessara upplýsinga? Svarið er eiginlega bara því fleiri, því betra, að mati Kára. „Eftir því sem við fáum fleiri þeim mun betra vegna þess að við erum að leita að fjölbreytileikum sem hafa áhrif á eðlilega starfsemi heilans. Fjölbreytileiki í eðlilegri starfsemi líffæra hann stjórnast af algengum breytileikum í erfðamenginu. Algengir breytileikar í erfðamenginu hafa hver út af fyrir sig tiltölulega lítil áhrif. Ef að áhrifin af breytileika eru lítil þá þarftu mjög stórt þýði til að finna þá þannig að eftir því sem við fáum fleiri þeim mun meiri möguleiki fyrir okkur að finna marga algenga breytanleika sem að leiða af sér þessa fjölbreytni í persónuleika þannig að þeim mun meira sem við fáum þeim mun betri.“
Heilbrigðismál Persónuvernd Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Þú ert ekki bara að veita upplýsingar um þig, heldur þína, sem gætu komið þínum illa síðar“ Forstjóri Persónuverndar segir að netverjar sem ákveða að taka þátt í persónuleikaprófi hjá fyrirtæki sem rannsakar erfðir skuli sýna ákveðna aðgát. 17. febrúar 2020 11:10 Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila persónuleikaprófi fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. 16. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Þú ert ekki bara að veita upplýsingar um þig, heldur þína, sem gætu komið þínum illa síðar“ Forstjóri Persónuverndar segir að netverjar sem ákveða að taka þátt í persónuleikaprófi hjá fyrirtæki sem rannsakar erfðir skuli sýna ákveðna aðgát. 17. febrúar 2020 11:10
Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila persónuleikaprófi fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. 16. febrúar 2020 20:00