Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 13:04 Orrustuþota af gerðinni F-35. Vísir/Getty Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. Flugsveitin kemur hingað til lands nú í febrúar með fjórar F-35 orrustuþotur og mun dvelja hér í nokkrar vikur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Um 130 liðsmenn norska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi (e. Combined Air Operations Center). Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 20. til 29. febrúar. Loftrýmisgæslan verður í samræmi við loftrýmisáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland og fyrirkomulagið verður með sama hætti og áður, að því er fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Flugsveitin verður með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar segir að gert sé ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok mars. Í umfjöllun norska ríkissjónvarpsins NRK frá því um helgina kemur einmitt fram að verkefnið muni standa yfir í þrjár vikur. Þar er jafnframt greint frá því að Íslandsförin sé fyrsta verkefnið utan Noregs sem orrustuþoturnar sinna. Haft er eftir Ståle Nymoen, undirofursta við Ørland-flugstöðina, að flugsveitin verði með tvær flugvélar tilbúnar til flugtaks, óski NATO eftir því, til að fljúga til móts við flugför, e.t.v. ókunnug, sem koma inn í íslenska lofthelgi. Landhelgisgæsla Íslands annast verkefnið í samvinnu við Isavia. Norski flugherinn sinnti síðar loftrýmisgæslu við Ísland árið 2016 en þá með F-16-orrustuþotum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Landhelgisgæslan Noregur Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. Flugsveitin kemur hingað til lands nú í febrúar með fjórar F-35 orrustuþotur og mun dvelja hér í nokkrar vikur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Um 130 liðsmenn norska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi (e. Combined Air Operations Center). Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 20. til 29. febrúar. Loftrýmisgæslan verður í samræmi við loftrýmisáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland og fyrirkomulagið verður með sama hætti og áður, að því er fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Flugsveitin verður með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar segir að gert sé ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok mars. Í umfjöllun norska ríkissjónvarpsins NRK frá því um helgina kemur einmitt fram að verkefnið muni standa yfir í þrjár vikur. Þar er jafnframt greint frá því að Íslandsförin sé fyrsta verkefnið utan Noregs sem orrustuþoturnar sinna. Haft er eftir Ståle Nymoen, undirofursta við Ørland-flugstöðina, að flugsveitin verði með tvær flugvélar tilbúnar til flugtaks, óski NATO eftir því, til að fljúga til móts við flugför, e.t.v. ókunnug, sem koma inn í íslenska lofthelgi. Landhelgisgæsla Íslands annast verkefnið í samvinnu við Isavia. Norski flugherinn sinnti síðar loftrýmisgæslu við Ísland árið 2016 en þá með F-16-orrustuþotum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Landhelgisgæslan Noregur Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira