Segir orðspor lögreglumannsins dregið niður í svaðið Andri Eysteinsson skrifar 16. febrúar 2020 22:01 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, Vísir. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. Í samtali við Vísi segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn að sex sekúndna langt myndband sem birt hefur verið á netinu af aðgerðum lögreglu segi ekki alla söguna í málinu. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum, myndskeiðin birt og jafnvel hefur lögreglumaðurinn sem átti í hlut verið nafngreindur.Sjá einnig: Maður um tvítugt líklega kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglumanns Ásgeir segir að í myndböndum lögreglu sem sýna allar aðgerðir lögreglu, sem tóku um 30 til 40 mínútur, sjáist að áverkar mannsins hafi þegar verið sýnilegir þegar lögreglu bar að garði. Lögregla hafði verið kölluð til vegna hópslagsmála í Bankastrætinu og voru fjórir handteknir vegna málsins. Ásgeir segir ljóst að lögreglumaðurinn sem sést í myndbrotinu hafi beitt lægsta stigi valdbeitingar, skipunum. Hann hafi beðið aðilann um að leggjast niður en samkvæmt hinum handtekna var honum slengt niður í jörðina með þeim afleiðingum að brotnaði upp úr tönnum mannsins og er hann talinn líklega kjálkabrotinn. „Þó að læknir skrifi það í skýrslu og hafi eftir einhverjum þarf það ekki að vera sannleikur,“ segir Ásgeir og bætir við að á upptökum úr búkmyndavélum sjáist greinilega lögreglumaðurinn veitti manninum engin högg né hafi hann slengt honum í marmaragólfið líkt og hann hefur haldið fram. Ásgeir segir ekki hægt að fullyrða um hvort maðurinn hafi hlotið áverkana í hópslagsmálunum á Bankastrætinu en segir að hér sanni búkmyndavélarnar gildi sitt. Segir hann einnig að aðilar sem birtast á myndbandinu mættu sumir skammast sín fyrir þau fúkyrði sem voru látin flakka.Sjá einnig: Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglumaðurinn, sem spilað hefur knattspyrnu í efstu deild Íslandsmótsins hefur verið nafngreindur og segir Ásgeir að orðspor hans hafi verið dregið eftir svaðinu. „Hann hefur verið nafngreindur, liðið sem hann spilar fyrir hefur verið nefnt og minnt á að hann sé samningsbundinn leikmaður,“ segir Ásgeir og bætir við að fjölskylda lögreglumannsins hafi einnig verið dregin inn í málið. „Við höfum þegar hist og fundað um málið. Þegar svona kemur upp þá höldum við utan um hvorn annan,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í samtali við Vísi. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. Í samtali við Vísi segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn að sex sekúndna langt myndband sem birt hefur verið á netinu af aðgerðum lögreglu segi ekki alla söguna í málinu. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum, myndskeiðin birt og jafnvel hefur lögreglumaðurinn sem átti í hlut verið nafngreindur.Sjá einnig: Maður um tvítugt líklega kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglumanns Ásgeir segir að í myndböndum lögreglu sem sýna allar aðgerðir lögreglu, sem tóku um 30 til 40 mínútur, sjáist að áverkar mannsins hafi þegar verið sýnilegir þegar lögreglu bar að garði. Lögregla hafði verið kölluð til vegna hópslagsmála í Bankastrætinu og voru fjórir handteknir vegna málsins. Ásgeir segir ljóst að lögreglumaðurinn sem sést í myndbrotinu hafi beitt lægsta stigi valdbeitingar, skipunum. Hann hafi beðið aðilann um að leggjast niður en samkvæmt hinum handtekna var honum slengt niður í jörðina með þeim afleiðingum að brotnaði upp úr tönnum mannsins og er hann talinn líklega kjálkabrotinn. „Þó að læknir skrifi það í skýrslu og hafi eftir einhverjum þarf það ekki að vera sannleikur,“ segir Ásgeir og bætir við að á upptökum úr búkmyndavélum sjáist greinilega lögreglumaðurinn veitti manninum engin högg né hafi hann slengt honum í marmaragólfið líkt og hann hefur haldið fram. Ásgeir segir ekki hægt að fullyrða um hvort maðurinn hafi hlotið áverkana í hópslagsmálunum á Bankastrætinu en segir að hér sanni búkmyndavélarnar gildi sitt. Segir hann einnig að aðilar sem birtast á myndbandinu mættu sumir skammast sín fyrir þau fúkyrði sem voru látin flakka.Sjá einnig: Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglumaðurinn, sem spilað hefur knattspyrnu í efstu deild Íslandsmótsins hefur verið nafngreindur og segir Ásgeir að orðspor hans hafi verið dregið eftir svaðinu. „Hann hefur verið nafngreindur, liðið sem hann spilar fyrir hefur verið nefnt og minnt á að hann sé samningsbundinn leikmaður,“ segir Ásgeir og bætir við að fjölskylda lögreglumannsins hafi einnig verið dregin inn í málið. „Við höfum þegar hist og fundað um málið. Þegar svona kemur upp þá höldum við utan um hvorn annan,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í samtali við Vísi.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira