Segir orðspor lögreglumannsins dregið niður í svaðið Andri Eysteinsson skrifar 16. febrúar 2020 22:01 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, Vísir. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. Í samtali við Vísi segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn að sex sekúndna langt myndband sem birt hefur verið á netinu af aðgerðum lögreglu segi ekki alla söguna í málinu. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum, myndskeiðin birt og jafnvel hefur lögreglumaðurinn sem átti í hlut verið nafngreindur.Sjá einnig: Maður um tvítugt líklega kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglumanns Ásgeir segir að í myndböndum lögreglu sem sýna allar aðgerðir lögreglu, sem tóku um 30 til 40 mínútur, sjáist að áverkar mannsins hafi þegar verið sýnilegir þegar lögreglu bar að garði. Lögregla hafði verið kölluð til vegna hópslagsmála í Bankastrætinu og voru fjórir handteknir vegna málsins. Ásgeir segir ljóst að lögreglumaðurinn sem sést í myndbrotinu hafi beitt lægsta stigi valdbeitingar, skipunum. Hann hafi beðið aðilann um að leggjast niður en samkvæmt hinum handtekna var honum slengt niður í jörðina með þeim afleiðingum að brotnaði upp úr tönnum mannsins og er hann talinn líklega kjálkabrotinn. „Þó að læknir skrifi það í skýrslu og hafi eftir einhverjum þarf það ekki að vera sannleikur,“ segir Ásgeir og bætir við að á upptökum úr búkmyndavélum sjáist greinilega lögreglumaðurinn veitti manninum engin högg né hafi hann slengt honum í marmaragólfið líkt og hann hefur haldið fram. Ásgeir segir ekki hægt að fullyrða um hvort maðurinn hafi hlotið áverkana í hópslagsmálunum á Bankastrætinu en segir að hér sanni búkmyndavélarnar gildi sitt. Segir hann einnig að aðilar sem birtast á myndbandinu mættu sumir skammast sín fyrir þau fúkyrði sem voru látin flakka.Sjá einnig: Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglumaðurinn, sem spilað hefur knattspyrnu í efstu deild Íslandsmótsins hefur verið nafngreindur og segir Ásgeir að orðspor hans hafi verið dregið eftir svaðinu. „Hann hefur verið nafngreindur, liðið sem hann spilar fyrir hefur verið nefnt og minnt á að hann sé samningsbundinn leikmaður,“ segir Ásgeir og bætir við að fjölskylda lögreglumannsins hafi einnig verið dregin inn í málið. „Við höfum þegar hist og fundað um málið. Þegar svona kemur upp þá höldum við utan um hvorn annan,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í samtali við Vísi. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. Í samtali við Vísi segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn að sex sekúndna langt myndband sem birt hefur verið á netinu af aðgerðum lögreglu segi ekki alla söguna í málinu. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum, myndskeiðin birt og jafnvel hefur lögreglumaðurinn sem átti í hlut verið nafngreindur.Sjá einnig: Maður um tvítugt líklega kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglumanns Ásgeir segir að í myndböndum lögreglu sem sýna allar aðgerðir lögreglu, sem tóku um 30 til 40 mínútur, sjáist að áverkar mannsins hafi þegar verið sýnilegir þegar lögreglu bar að garði. Lögregla hafði verið kölluð til vegna hópslagsmála í Bankastrætinu og voru fjórir handteknir vegna málsins. Ásgeir segir ljóst að lögreglumaðurinn sem sést í myndbrotinu hafi beitt lægsta stigi valdbeitingar, skipunum. Hann hafi beðið aðilann um að leggjast niður en samkvæmt hinum handtekna var honum slengt niður í jörðina með þeim afleiðingum að brotnaði upp úr tönnum mannsins og er hann talinn líklega kjálkabrotinn. „Þó að læknir skrifi það í skýrslu og hafi eftir einhverjum þarf það ekki að vera sannleikur,“ segir Ásgeir og bætir við að á upptökum úr búkmyndavélum sjáist greinilega lögreglumaðurinn veitti manninum engin högg né hafi hann slengt honum í marmaragólfið líkt og hann hefur haldið fram. Ásgeir segir ekki hægt að fullyrða um hvort maðurinn hafi hlotið áverkana í hópslagsmálunum á Bankastrætinu en segir að hér sanni búkmyndavélarnar gildi sitt. Segir hann einnig að aðilar sem birtast á myndbandinu mættu sumir skammast sín fyrir þau fúkyrði sem voru látin flakka.Sjá einnig: Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglumaðurinn, sem spilað hefur knattspyrnu í efstu deild Íslandsmótsins hefur verið nafngreindur og segir Ásgeir að orðspor hans hafi verið dregið eftir svaðinu. „Hann hefur verið nafngreindur, liðið sem hann spilar fyrir hefur verið nefnt og minnt á að hann sé samningsbundinn leikmaður,“ segir Ásgeir og bætir við að fjölskylda lögreglumannsins hafi einnig verið dregin inn í málið. „Við höfum þegar hist og fundað um málið. Þegar svona kemur upp þá höldum við utan um hvorn annan,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í samtali við Vísi.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira