„Umhverfisvænt ál“ - úlfur í sauðargæru? Tómas Guðbjartsson skrifar 16. febrúar 2020 10:30 Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs í Hafnarfirði sendir mér tóninn í grein sem kallast Tvískinnungur náttúruverndarsinnans og birtist á visir.is í fyrradag. Tilefnið er ummæli mín um álverið í Straumsvík, fyrirtæki sem ég hef sagt vera í dauðastríði og lækning ekki í sjónmáli. Ég stend við þá skoðun mína en er ósammála því að ég hafi talað af "yfirlæti og í raun niður til þeirra fjölmörgu sem hjá álverinu starfa". Stundum er nauðsynlegt að tala beint út en í viðtölum og greinum hef ég ávallt tekið fram að lokun álversins yrði starfsmönnum þungbær, enda fátt erfiðara en að missa vinnuna. Rekstur Hafnarfjarðarbæjar verður einnig snúnari uns ný atvinnustarfssemi skýtur upp kollinum á rándýrri lóð Straumsvíkur. Mengandi risi í íbúðabyggð Þeirri staðreynd verður ekki haggað að miðaldra álverið er tímaskekkja, enda staðsett nánast í íbúðabyggð. Ekki bætir úr skák að vinnuveitandinn, Rio Tinto, hefur reynst starfsfólki erfiður og ítrekað beitt hótunum í kjarasamningum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enginn sýnt því áhuga að kaupa álverið af Rio Tinto. Því er ljóst hvert stefnir. Óvissa er það versta fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra og þess vegna farsælast að fara fyrr en síðar í markvissar aðgerðir í Straumsvík. Þarna leikur Hafnarfjarðarbær mikilvægt hlutverk ásamt ríkisvaldinu og Landsvirkjun. Er til „umhverfisvænt ál“? Það var orðið „umhverfisvænt ál“ sem truflaði mig mest í grein Ágústs. Ef slíkt ál er til þá hlýtur það að vera endurnýtt ál því bræðsla slíks áls krefst aðeins 5% þeirrar orku sem notuð er við bræðslu súráls. Endurvinnsla áls er nefnilega málið – og mun umhverfisvænna ferli en sú álframleiðsla sem stunduð er á Íslandi þar sem flytja þarf hráefnið yfir hálfan hnöttinn. Áldósir eru ágætt dæmi um vægi endurvinnslu en hér á landi eru 95% þeirra endurunnar en í Bandaríkjunum er hlutfallið hins vegar mun lægra. Ef Bandaríkjamenn næðu að endurvinna jafn mikið og við af áldósum væri ársframleiðsla allra íslensku álveranna óþörf. Því miður fellur slík endurvinnsla ekki að hagsmunum fyrirtækja eins og Rio Tinto. Rafmagnað Ísland Ég er heldur ekki að kaupa það að Ísland eigi að verða einhvers konar alþjóðlegur álbræðsluofn, eða að íslensk álframleiðsla leiði sjálfkrafa til minni framleiðslu annarra landa eins og Kína. Í dag framleiðir Ísland í kringum 2% af áli í heiminum og í það fer rúmlega 70% af raforku á Íslandi, orku sem að langmestu leyti kemur frá vatnsaflsvirkjunum. Við höfum því gert okkar í orkukræfri stóriðju og vel það. Engin þjóð í heimi kemst nálægt okkur í rafmagnsframleiðslu á íbúa og næsta þjóð, Norðmenn eru varla hálfdrættingar. Þessi skammsýna stóriðjustefna hefur öll verið á kostnað okkar einstöku náttúru, sem við flest njótum að upplifa. Íslenskt ál bjargar ekki heiminum En er raunhæft að Ísland geti bjargað heiminum með frekari framleiðslu á “umhverfisvænu áli”? Raforkuframleiðsla á Íslandi nam tæpum 20TW stundum á árinu 2018. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaorkuráðinu, sem Ísland er aðili að, mætti nýta um 40TW stundir (TWh/a) af vatnsorku á Íslandi á hagkvæman hátt (e. economically exploitable). Í heiminum öllum er að finna hagkvæma nýtanlega vatnsorku upp á um 9.000 TW stundir (TWh/a). Við Íslendingar gætum því, ef svo ólíklega vildi til að ákveðið yrði að virkja allar okkar jökulár og lindár sem falla undir þessi viðmið, lagt u.þ.b. 0,4 % til heimsframleiðslu á vatnsorku. Tæknilega gætum við svo virkjað 24TW (TWh/a) stundir til viðbótar sem myndi þýða að við virkjuðum allt sem hægt væri að virkja, þar með talið Gullfoss og Dettifoss. Ef við horfum á þessi 0, 4% sem við gætum fræðilega lagt til þá sést að Ísland er örlítil stærð í alþjóðlegu samhengi. Og vel á minnst, við höfum nú þegar nýtt helming af okkar nýtanlegu vatnsorku samkvæmt þessum tölum og fórnað óteljandi náttúruperlum til þess. Viljum við virkilega fórna meiru? Samkvæmt skýrslu Alþjóðaorkumálaráðsins eru tæpar 2000 TW stundir óvirkjaðar í Evrópu, 1000 TW stundir í Norður Ameríku, 1500 TW stundir í Suður Ameríku og 3500 TW stundir í Asíu. Þurfa ekki allir að hjálpast að? Af hverju á litla Ísland, sem þegar er ofvirkjað, að fórna stærri hluta af sinni náttúru fyrir stóriðju? “Umhverfisvænt ál” - ef það er þá til – er nefnilega ekki endilega gott fyrir náttúruna og tvískinnungur í nafngiftinni. Eiginlega úlfur í sauðargæru, og að því er virðist íslenskri sauðagæru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Tengdar fréttir Álinu kálað Ál er mál málanna í fréttum dagsins. Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbúnu útspili Rio Tinto varðandi lokun álversins í Straumsvík. 12. febrúar 2020 16:30 Tvískinnungur náttúruverndarsinnans Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar ritar um stöðu álversins í Straumsvík og umræðu um það. 14. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Sjá meira
Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs í Hafnarfirði sendir mér tóninn í grein sem kallast Tvískinnungur náttúruverndarsinnans og birtist á visir.is í fyrradag. Tilefnið er ummæli mín um álverið í Straumsvík, fyrirtæki sem ég hef sagt vera í dauðastríði og lækning ekki í sjónmáli. Ég stend við þá skoðun mína en er ósammála því að ég hafi talað af "yfirlæti og í raun niður til þeirra fjölmörgu sem hjá álverinu starfa". Stundum er nauðsynlegt að tala beint út en í viðtölum og greinum hef ég ávallt tekið fram að lokun álversins yrði starfsmönnum þungbær, enda fátt erfiðara en að missa vinnuna. Rekstur Hafnarfjarðarbæjar verður einnig snúnari uns ný atvinnustarfssemi skýtur upp kollinum á rándýrri lóð Straumsvíkur. Mengandi risi í íbúðabyggð Þeirri staðreynd verður ekki haggað að miðaldra álverið er tímaskekkja, enda staðsett nánast í íbúðabyggð. Ekki bætir úr skák að vinnuveitandinn, Rio Tinto, hefur reynst starfsfólki erfiður og ítrekað beitt hótunum í kjarasamningum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enginn sýnt því áhuga að kaupa álverið af Rio Tinto. Því er ljóst hvert stefnir. Óvissa er það versta fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra og þess vegna farsælast að fara fyrr en síðar í markvissar aðgerðir í Straumsvík. Þarna leikur Hafnarfjarðarbær mikilvægt hlutverk ásamt ríkisvaldinu og Landsvirkjun. Er til „umhverfisvænt ál“? Það var orðið „umhverfisvænt ál“ sem truflaði mig mest í grein Ágústs. Ef slíkt ál er til þá hlýtur það að vera endurnýtt ál því bræðsla slíks áls krefst aðeins 5% þeirrar orku sem notuð er við bræðslu súráls. Endurvinnsla áls er nefnilega málið – og mun umhverfisvænna ferli en sú álframleiðsla sem stunduð er á Íslandi þar sem flytja þarf hráefnið yfir hálfan hnöttinn. Áldósir eru ágætt dæmi um vægi endurvinnslu en hér á landi eru 95% þeirra endurunnar en í Bandaríkjunum er hlutfallið hins vegar mun lægra. Ef Bandaríkjamenn næðu að endurvinna jafn mikið og við af áldósum væri ársframleiðsla allra íslensku álveranna óþörf. Því miður fellur slík endurvinnsla ekki að hagsmunum fyrirtækja eins og Rio Tinto. Rafmagnað Ísland Ég er heldur ekki að kaupa það að Ísland eigi að verða einhvers konar alþjóðlegur álbræðsluofn, eða að íslensk álframleiðsla leiði sjálfkrafa til minni framleiðslu annarra landa eins og Kína. Í dag framleiðir Ísland í kringum 2% af áli í heiminum og í það fer rúmlega 70% af raforku á Íslandi, orku sem að langmestu leyti kemur frá vatnsaflsvirkjunum. Við höfum því gert okkar í orkukræfri stóriðju og vel það. Engin þjóð í heimi kemst nálægt okkur í rafmagnsframleiðslu á íbúa og næsta þjóð, Norðmenn eru varla hálfdrættingar. Þessi skammsýna stóriðjustefna hefur öll verið á kostnað okkar einstöku náttúru, sem við flest njótum að upplifa. Íslenskt ál bjargar ekki heiminum En er raunhæft að Ísland geti bjargað heiminum með frekari framleiðslu á “umhverfisvænu áli”? Raforkuframleiðsla á Íslandi nam tæpum 20TW stundum á árinu 2018. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaorkuráðinu, sem Ísland er aðili að, mætti nýta um 40TW stundir (TWh/a) af vatnsorku á Íslandi á hagkvæman hátt (e. economically exploitable). Í heiminum öllum er að finna hagkvæma nýtanlega vatnsorku upp á um 9.000 TW stundir (TWh/a). Við Íslendingar gætum því, ef svo ólíklega vildi til að ákveðið yrði að virkja allar okkar jökulár og lindár sem falla undir þessi viðmið, lagt u.þ.b. 0,4 % til heimsframleiðslu á vatnsorku. Tæknilega gætum við svo virkjað 24TW (TWh/a) stundir til viðbótar sem myndi þýða að við virkjuðum allt sem hægt væri að virkja, þar með talið Gullfoss og Dettifoss. Ef við horfum á þessi 0, 4% sem við gætum fræðilega lagt til þá sést að Ísland er örlítil stærð í alþjóðlegu samhengi. Og vel á minnst, við höfum nú þegar nýtt helming af okkar nýtanlegu vatnsorku samkvæmt þessum tölum og fórnað óteljandi náttúruperlum til þess. Viljum við virkilega fórna meiru? Samkvæmt skýrslu Alþjóðaorkumálaráðsins eru tæpar 2000 TW stundir óvirkjaðar í Evrópu, 1000 TW stundir í Norður Ameríku, 1500 TW stundir í Suður Ameríku og 3500 TW stundir í Asíu. Þurfa ekki allir að hjálpast að? Af hverju á litla Ísland, sem þegar er ofvirkjað, að fórna stærri hluta af sinni náttúru fyrir stóriðju? “Umhverfisvænt ál” - ef það er þá til – er nefnilega ekki endilega gott fyrir náttúruna og tvískinnungur í nafngiftinni. Eiginlega úlfur í sauðargæru, og að því er virðist íslenskri sauðagæru.
Álinu kálað Ál er mál málanna í fréttum dagsins. Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbúnu útspili Rio Tinto varðandi lokun álversins í Straumsvík. 12. febrúar 2020 16:30
Tvískinnungur náttúruverndarsinnans Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar ritar um stöðu álversins í Straumsvík og umræðu um það. 14. febrúar 2020 08:00
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun