Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Sylvía Hall skrifar 15. febrúar 2020 16:00 Hætta á flóði úr Skógá virðist vera liðin hjá að sögn Sigurðar Sigurbjörnssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi. Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. Lögregla fékk í gær ábendingu um óvenju lítið rennsli í fossinum. Í kjölfarið voru aðstæður athugaðar og í ljós kom að rennslið var mun minna en vanalega. Því þótti líklegt að krapastífla hefði myndast fyrir ofan fossinn og hætta á að áin gæti skyndilega rutt sig og valdið flóði. Sjá einnig: Svæðið við Skógafoss rýmt vegna mögulegrar krapastíflu „Ég fór í morgun og kíkti á þetta og það er bara orðið eðlilegt vetrarrennsli,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Lögregla hafi þó ákveðið í gær að rýma bílastæðið og beðið ferðamenn á svæðinu að koma sér frá fossinum til þess að taka enga áhættu. „Sú hætta virðist vera liðin hjá.“ Í samtali við Vísi í gær sagði Sigurður að ekki væri staðfest að um krapastíflu væri að ræða en engin dæmi væru þó þekkt um það að stífla hefði brostið í ánni. Hann segir þó að það sé líklegasta orsökin fyrir því að rennslið hafi verið jafn lítið og raun bar vitni. „Við leiðum að því líkum að það hafi verið svoleiðis. Það er ekkert annað sem gæti hafa valdið þessu.“ Ferðamennska á Íslandi Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Veður Tengdar fréttir Svæðið við Skógafoss rýmt vegna mögulegrar krapastíflu Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gripið til umræddra ráðstafana til að gæta fyllsta öryggis. 14. febrúar 2020 17:27 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Björgunarsveitarfólk smalaði fólki af Sólheimasandi vegna veðurs Áður hafði lögregla farið á vettvang í því skyni að vara ferðamenn við því að fara að flugvélarflakinu á sandinum þar sem aðstæður væru slæmar. 15. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Hætta á flóði úr Skógá virðist vera liðin hjá að sögn Sigurðar Sigurbjörnssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi. Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. Lögregla fékk í gær ábendingu um óvenju lítið rennsli í fossinum. Í kjölfarið voru aðstæður athugaðar og í ljós kom að rennslið var mun minna en vanalega. Því þótti líklegt að krapastífla hefði myndast fyrir ofan fossinn og hætta á að áin gæti skyndilega rutt sig og valdið flóði. Sjá einnig: Svæðið við Skógafoss rýmt vegna mögulegrar krapastíflu „Ég fór í morgun og kíkti á þetta og það er bara orðið eðlilegt vetrarrennsli,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Lögregla hafi þó ákveðið í gær að rýma bílastæðið og beðið ferðamenn á svæðinu að koma sér frá fossinum til þess að taka enga áhættu. „Sú hætta virðist vera liðin hjá.“ Í samtali við Vísi í gær sagði Sigurður að ekki væri staðfest að um krapastíflu væri að ræða en engin dæmi væru þó þekkt um það að stífla hefði brostið í ánni. Hann segir þó að það sé líklegasta orsökin fyrir því að rennslið hafi verið jafn lítið og raun bar vitni. „Við leiðum að því líkum að það hafi verið svoleiðis. Það er ekkert annað sem gæti hafa valdið þessu.“
Ferðamennska á Íslandi Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Veður Tengdar fréttir Svæðið við Skógafoss rýmt vegna mögulegrar krapastíflu Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gripið til umræddra ráðstafana til að gæta fyllsta öryggis. 14. febrúar 2020 17:27 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Björgunarsveitarfólk smalaði fólki af Sólheimasandi vegna veðurs Áður hafði lögregla farið á vettvang í því skyni að vara ferðamenn við því að fara að flugvélarflakinu á sandinum þar sem aðstæður væru slæmar. 15. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Svæðið við Skógafoss rýmt vegna mögulegrar krapastíflu Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gripið til umræddra ráðstafana til að gæta fyllsta öryggis. 14. febrúar 2020 17:27
Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00
Björgunarsveitarfólk smalaði fólki af Sólheimasandi vegna veðurs Áður hafði lögregla farið á vettvang í því skyni að vara ferðamenn við því að fara að flugvélarflakinu á sandinum þar sem aðstæður væru slæmar. 15. febrúar 2020 14:15