Enginn Martin, Elvar eða Haukur Helgi í íslenska landsliðinu í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 13:00 Martin Hermannsson missir af landsleikjunum í febrúar. Getty/Harry Langer Íslenska körfuboltalandsliðið verður aðeins með einn atvinnumann innanborðs þegar liðið hefur leik í í forkeppni að undankeppni HM 2023 núna í febrúar. Martin Hermannsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins, hefur ekki kost á sér í þetta verkefni út af álagi vegna leikja með Alba Berlín í EuroLeague. Martin þarf einnig aðhlynningu vegna meiðsla. Hann er ekki eini atvinnumaðurinn sem verður ekki með. Haukur Helgi Briem Pálsson er að ná sér eftir meiðsli og gefur ekki kost á sér og Elvar Már Friðriksson er meiddur. Eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu er miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason sem spilar með Basket Zaragoza á Spáni. Íslenska liðið leikur í einum af tveimur fjögurra liða riðlum forkeppninnar og er í riðli með Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg. Efstu tvö liðin í lok þriðja gluggans í febrúar 2021 þegar liðin hafa leikið heima og að heiman fara áfram í aðra umferð. Fyrsti leikur liðsins verður á útivelli gegn Kosovó þann 20. febrúar í Pristhina og verður hann í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 18:00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið mun ferðst út mánudaginn 17. febrúar og vera þar við æfingar fram að fyrsta leik. Síðari leikurinn í þessum glugga verður svo heima í Laugardalshöllinni kl. 20:00 sunnudaginn 23. febrúar gegn Slóvakíu og verður hann einnig í beinni á RÚV2. Craig Pedersen var endurráðinn þjálfari liðsins á dögunum og Baldur Þór Ragnarsson er aðstoðarþjálfari hans líkt og áður og sér um styrktarþjálfun liðsins að auki. Ein breyting hefur orðið á aðstoðarþjálfarateyminu en Finnur Freyr Stefánsson verður ekki með liðinu áfram en hann er við störf sem aðalþjálfari Horsens í Danmörku. Í hans stað hefur Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjáflari karlaliðs Keflavíkur, verið ráðinn sem einn af aðstoðarþjálfurum landsliðsins en hann hefur þjálfað áður yngri landslið Íslands á ýmsum aldursstigum.Leikmannahópurinn í þessum glugga verður þannig skipaður: Breki Gylfason · Haukar · 6 landsleikir Gunnar Ólafsson · Stjarnan · 18 Hjálmar Stefánsson · Haukar · 15 Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík · 82 Kári Jónsson · Haukar · 10 Kristinn Pálsson · Njarðvík · 13 Pavel Ermolinskij · Valur · 73 Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 9 S. Arnar Björnsson · Grindavík · 8 Tómas Þórður Hilmarsson · Stjarnan · 4 Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza · 37 Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan · 61Leikmenn sem voru valdir en eru ekki tiltækir að þessu sinni: Elvar Már Friðriksson - Meiddur Haukur Helgi Briem Pálsson - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Kristófer Acox - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Martin Hermannsson - Leikir í EuroLeague auk þarf í aðhlynningu v/ meiðsla einnigMeð liðinu auk þjálfaranna þriggja ferðast í teyminu Halldór Fannar Júlíusson sjúkraþjálfari, Kristinn Geir Pálsson, fararstjóri og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Körfubolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið verður aðeins með einn atvinnumann innanborðs þegar liðið hefur leik í í forkeppni að undankeppni HM 2023 núna í febrúar. Martin Hermannsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins, hefur ekki kost á sér í þetta verkefni út af álagi vegna leikja með Alba Berlín í EuroLeague. Martin þarf einnig aðhlynningu vegna meiðsla. Hann er ekki eini atvinnumaðurinn sem verður ekki með. Haukur Helgi Briem Pálsson er að ná sér eftir meiðsli og gefur ekki kost á sér og Elvar Már Friðriksson er meiddur. Eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu er miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason sem spilar með Basket Zaragoza á Spáni. Íslenska liðið leikur í einum af tveimur fjögurra liða riðlum forkeppninnar og er í riðli með Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg. Efstu tvö liðin í lok þriðja gluggans í febrúar 2021 þegar liðin hafa leikið heima og að heiman fara áfram í aðra umferð. Fyrsti leikur liðsins verður á útivelli gegn Kosovó þann 20. febrúar í Pristhina og verður hann í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 18:00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið mun ferðst út mánudaginn 17. febrúar og vera þar við æfingar fram að fyrsta leik. Síðari leikurinn í þessum glugga verður svo heima í Laugardalshöllinni kl. 20:00 sunnudaginn 23. febrúar gegn Slóvakíu og verður hann einnig í beinni á RÚV2. Craig Pedersen var endurráðinn þjálfari liðsins á dögunum og Baldur Þór Ragnarsson er aðstoðarþjálfari hans líkt og áður og sér um styrktarþjálfun liðsins að auki. Ein breyting hefur orðið á aðstoðarþjálfarateyminu en Finnur Freyr Stefánsson verður ekki með liðinu áfram en hann er við störf sem aðalþjálfari Horsens í Danmörku. Í hans stað hefur Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjáflari karlaliðs Keflavíkur, verið ráðinn sem einn af aðstoðarþjálfurum landsliðsins en hann hefur þjálfað áður yngri landslið Íslands á ýmsum aldursstigum.Leikmannahópurinn í þessum glugga verður þannig skipaður: Breki Gylfason · Haukar · 6 landsleikir Gunnar Ólafsson · Stjarnan · 18 Hjálmar Stefánsson · Haukar · 15 Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík · 82 Kári Jónsson · Haukar · 10 Kristinn Pálsson · Njarðvík · 13 Pavel Ermolinskij · Valur · 73 Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 9 S. Arnar Björnsson · Grindavík · 8 Tómas Þórður Hilmarsson · Stjarnan · 4 Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza · 37 Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan · 61Leikmenn sem voru valdir en eru ekki tiltækir að þessu sinni: Elvar Már Friðriksson - Meiddur Haukur Helgi Briem Pálsson - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Kristófer Acox - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Martin Hermannsson - Leikir í EuroLeague auk þarf í aðhlynningu v/ meiðsla einnigMeð liðinu auk þjálfaranna þriggja ferðast í teyminu Halldór Fannar Júlíusson sjúkraþjálfari, Kristinn Geir Pálsson, fararstjóri og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.
Körfubolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira