Verður Cloé Lacasse í íslenska landsliðshópnum í fyrsta sinn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 11:15 Cloé Lacasse hefur verið á skotskónum í Portúgal. Mynd/Instagram/cloe_lacasse Búist er við því að markadrottningin Cloé Lacasse verði í dag valin í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í knattspyrnu. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag landsliðshóp sinn fyrir Pinatar bikarinn sem er æfingamót sem íslensku stelpurnar keppa á í mars. Íslensku stelpurnar komust ekki inn á Algarve-bikarinn eins og síðustu þrettán ár en spilar aftur á móti á fjögurra þjóða æfingamóti með Norður-Írlandi, Skotlandi og Úkraínu. Leikirnir fara fram frá 4. til 10. mars. Knattspyrnukonan Cloé Lacasse, sem kemur upphaflega frá Kanada, fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári en var ekki komin með tilskilin leyfi þegar íslenska kvennalandsliðið kom síðast saman. Nú ætti Knattspyrnusamband Íslands að vera búið að koma öllum hennar málum á hreint hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu og það er því búist við því að Cloé Lacasse verði í hópnum hjá Jóni Þór að þessu sinni. View this post on Instagram B E N F I C A . . . #benfica #carregabenfica #epluribusunum #football #slbenfica #slbenficafeminino #inspiradoras #fotbolti #letsgo #sports #cheesin #estadiodaluz A post shared by Cloé Lacasse (@cloe_lacasse) on Oct 31, 2019 at 9:00am PDT Cloé Lacasse hefur farið hreinlega á kostum með Benfica liðinu í portúgölsku deildinni á þessu tímabili og er þegar komin með 20 mörk í aðeins 13 deildarleikjum. Benfica liðið er á toppi portúgölsku deildarinnar með þriggja stiga forskot og markatöluna 99-1. Cloé Lacasse er markahæsti leikmaðurinn og hefur þriggja marka forskot á liðsfélaga sinn Darlene. Cloé Lacasse spilaði með ÍBV frá 2015 til 2019 og skoraði 54 mörk í 79 leikjum í Pepsi Max deildinni þar af 11 mörk í 12 leikjum síðasta sumar. Cloé Lacasse er fædd árið 1993 og heldur upp á 27 ára afmælið sitt í sumar. Hún kom til ÍBV eftir að hafa spilað með University of Iowa í bandaríska háskólafótboltanum þar sem hún var markahæsti leikmaður liðsins á öllum tímabilum sínum með Iowa skólaliðinu. EM 2021 í Englandi Fótbolti Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Búist er við því að markadrottningin Cloé Lacasse verði í dag valin í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í knattspyrnu. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag landsliðshóp sinn fyrir Pinatar bikarinn sem er æfingamót sem íslensku stelpurnar keppa á í mars. Íslensku stelpurnar komust ekki inn á Algarve-bikarinn eins og síðustu þrettán ár en spilar aftur á móti á fjögurra þjóða æfingamóti með Norður-Írlandi, Skotlandi og Úkraínu. Leikirnir fara fram frá 4. til 10. mars. Knattspyrnukonan Cloé Lacasse, sem kemur upphaflega frá Kanada, fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári en var ekki komin með tilskilin leyfi þegar íslenska kvennalandsliðið kom síðast saman. Nú ætti Knattspyrnusamband Íslands að vera búið að koma öllum hennar málum á hreint hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu og það er því búist við því að Cloé Lacasse verði í hópnum hjá Jóni Þór að þessu sinni. View this post on Instagram B E N F I C A . . . #benfica #carregabenfica #epluribusunum #football #slbenfica #slbenficafeminino #inspiradoras #fotbolti #letsgo #sports #cheesin #estadiodaluz A post shared by Cloé Lacasse (@cloe_lacasse) on Oct 31, 2019 at 9:00am PDT Cloé Lacasse hefur farið hreinlega á kostum með Benfica liðinu í portúgölsku deildinni á þessu tímabili og er þegar komin með 20 mörk í aðeins 13 deildarleikjum. Benfica liðið er á toppi portúgölsku deildarinnar með þriggja stiga forskot og markatöluna 99-1. Cloé Lacasse er markahæsti leikmaðurinn og hefur þriggja marka forskot á liðsfélaga sinn Darlene. Cloé Lacasse spilaði með ÍBV frá 2015 til 2019 og skoraði 54 mörk í 79 leikjum í Pepsi Max deildinni þar af 11 mörk í 12 leikjum síðasta sumar. Cloé Lacasse er fædd árið 1993 og heldur upp á 27 ára afmælið sitt í sumar. Hún kom til ÍBV eftir að hafa spilað með University of Iowa í bandaríska háskólafótboltanum þar sem hún var markahæsti leikmaður liðsins á öllum tímabilum sínum með Iowa skólaliðinu.
EM 2021 í Englandi Fótbolti Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira