Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2020 18:30 Appelsínugul stormviðvörun tekur gildi á föstudaginn Vísir/Vilhelm Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin „Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. Þetta sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi um það óveður sem framundan er. Von er á mjög djúpri lægð á föstudaginn hér á landi sem búist er við að muni hafa víðtæk áhrif. Á sama tíma hafa fjölmiðlar ytra hafa sagt frá því að lægðin Dennis sé á leiðinni og hafa fjölmiðlar hér á landi gripið það á lofti og talað um Denna dæmalausa, eftir vinsælli teiknimyndafígúru. „Það hefur verið misskilningur með það að Bretar kalli þetta Dennis, Denni dæmalausi, það er hins vegar lægð sem kemur á laugardaginn. Hún verður hérna aðeins frá landinu og veldur meiri usla á Bretlandseyjum. Þess vegna fær hún nafn,“ sagði Einar. Líkt og sagt hefur frá er von á vonskuveðri á föstudaginn og er appelsínugul viðvörun í gildi á öllu landinu á föstudaginn. Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar og bendir Veðurstofa Íslands fólki á að ganga frá lausum munum og sýna varkárni. Ekkert ferðaveður sé á meðan viðvaranirnar eru í gildi. Það er þó ekki Denna að kenna að sögn Einars, sem kemur sem fyrr segir á laugardaginn. Almennt er Einar ekki hrifinn af því að lægðir fái nöfn líkt og tíðkast víða í Evrópu. „Nei, við förum ekki að gefa lægðunum nöfn og alla vega ekki nöfn sem fólk ber líka. Hver vill bera ábyrgð á því að hafa verið lægðin Anna sem gekk hérna yfir og rústaði öllu,“ spurði Einar og sagði veðurfræðinga hér á landi almennt vera sammála um þessa nálgun. „Við veðurfræðingar hérna erum nokkuð sammála um það að gera það ekki. Þetta er komið úr nafnahefðinni með fellibylina til þess að forðast rugling en svo má gefa þessu nafn eins og Engihjallaveðrið eða Subaru-lægðina og þar fram eftir götunum eftir því hvernig tjónið varð.“ Fjölmiðlar Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og appelsínugul viðvörun handan við hornið Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. 12. febrúar 2020 16:58 Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. 12. febrúar 2020 12:10 Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin „Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. Þetta sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi um það óveður sem framundan er. Von er á mjög djúpri lægð á föstudaginn hér á landi sem búist er við að muni hafa víðtæk áhrif. Á sama tíma hafa fjölmiðlar ytra hafa sagt frá því að lægðin Dennis sé á leiðinni og hafa fjölmiðlar hér á landi gripið það á lofti og talað um Denna dæmalausa, eftir vinsælli teiknimyndafígúru. „Það hefur verið misskilningur með það að Bretar kalli þetta Dennis, Denni dæmalausi, það er hins vegar lægð sem kemur á laugardaginn. Hún verður hérna aðeins frá landinu og veldur meiri usla á Bretlandseyjum. Þess vegna fær hún nafn,“ sagði Einar. Líkt og sagt hefur frá er von á vonskuveðri á föstudaginn og er appelsínugul viðvörun í gildi á öllu landinu á föstudaginn. Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar og bendir Veðurstofa Íslands fólki á að ganga frá lausum munum og sýna varkárni. Ekkert ferðaveður sé á meðan viðvaranirnar eru í gildi. Það er þó ekki Denna að kenna að sögn Einars, sem kemur sem fyrr segir á laugardaginn. Almennt er Einar ekki hrifinn af því að lægðir fái nöfn líkt og tíðkast víða í Evrópu. „Nei, við förum ekki að gefa lægðunum nöfn og alla vega ekki nöfn sem fólk ber líka. Hver vill bera ábyrgð á því að hafa verið lægðin Anna sem gekk hérna yfir og rústaði öllu,“ spurði Einar og sagði veðurfræðinga hér á landi almennt vera sammála um þessa nálgun. „Við veðurfræðingar hérna erum nokkuð sammála um það að gera það ekki. Þetta er komið úr nafnahefðinni með fellibylina til þess að forðast rugling en svo má gefa þessu nafn eins og Engihjallaveðrið eða Subaru-lægðina og þar fram eftir götunum eftir því hvernig tjónið varð.“
Fjölmiðlar Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og appelsínugul viðvörun handan við hornið Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. 12. febrúar 2020 16:58 Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. 12. febrúar 2020 12:10 Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Vonskuveður og appelsínugul viðvörun handan við hornið Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. 12. febrúar 2020 16:58
Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. 12. febrúar 2020 12:10
Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08