Sportpakkinn: Ætti að styrkja færri sambönd? Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2020 19:15 Andri Stefánsson er sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og situr í stjórn Afrekssjóðs. vísir/skjáskot Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um styrk til Afrekssjóðs ÍSÍ í ár nemur rúmum einum og hálfum milljarði króna. Afrekssjóður styður samböndin um tæplega 30% en fyrir fjórum árum var hlutfallið 11%. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær fær Handknattleikssamband Íslands 10 milljónum króna minna í ár en í fyrra. Körfuknattleikssambandið og Frjálsíþróttasambandið fá einnig umtalsvert lægri styrk en í fyrra. „Við erum með átta sérsambönd í A-flokki sem eru að fá 70% af þeim styrkjum sem eru til úthlutunar úr sjóðnum. Ætti sú tala að vera hærri? Ættum við að vera að styrkja þá sem ná lengst ennþá meira en þessi 70%? Og á sama hátt, eigum við að vera að styrkja öll samböndin sem eru að hljóta styrk?,“ spyr Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sem á sæti í stjórn Afrekssjóðs. Klippa: Sportpakkinn: Afreksstyrkir ÍSÍ til umræðu Andri segir 30 af 33 sérsamböndum ÍSÍ fá styrk í ár en í samanburði fái þriðjungur sérsambanda í Danmörku afreksstyrki. Til greina komi að breyta fyrirkomulaginu sem gilt hefur hér á landi undanfarin ár. „Íþróttahreyfingin þarf að vera samstíga í því. Það þarf að gæta jafnræðis í ákveðnum þáttum en afrekin þurfa að telja,“ segir Andri og bendir á að flestöll sambönd sem flokkuð séu í B- og C-flokk haldi afreksstarfi sínu að mestu leyti uppi með greiðslum íþróttafólksins sjálfs. En telur hann gagnrýni Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra HSÍ, í fréttum í gær eiga við rök að styðjast? „Örugglega að einhverju leyti. Þetta er flókið útspil, að vera með styrkveitingar úr Afrekssjóði. Þetta eru gífurlega háar upphæðir sem verið er að skoða hjá öllum samböndum. Afreksstarfið kostar 1,5 milljarð hjá samböndunum, og við úthlutum rúmum 460 milljónum. Flestöll samböndin eru að gefa í í afreksstarfinu, skora eins og kerfið bíður upp á, og þegar það eru fleiri sem standa sig þannig og meira ákall eftir þeim fjármunum þá verður úr minna að spila og þar af leiðandi verður lækkun hjá nokkrum samböndum.“ Innslagið í heild má sjá hér að ofan. Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um styrk til Afrekssjóðs ÍSÍ í ár nemur rúmum einum og hálfum milljarði króna. Afrekssjóður styður samböndin um tæplega 30% en fyrir fjórum árum var hlutfallið 11%. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær fær Handknattleikssamband Íslands 10 milljónum króna minna í ár en í fyrra. Körfuknattleikssambandið og Frjálsíþróttasambandið fá einnig umtalsvert lægri styrk en í fyrra. „Við erum með átta sérsambönd í A-flokki sem eru að fá 70% af þeim styrkjum sem eru til úthlutunar úr sjóðnum. Ætti sú tala að vera hærri? Ættum við að vera að styrkja þá sem ná lengst ennþá meira en þessi 70%? Og á sama hátt, eigum við að vera að styrkja öll samböndin sem eru að hljóta styrk?,“ spyr Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sem á sæti í stjórn Afrekssjóðs. Klippa: Sportpakkinn: Afreksstyrkir ÍSÍ til umræðu Andri segir 30 af 33 sérsamböndum ÍSÍ fá styrk í ár en í samanburði fái þriðjungur sérsambanda í Danmörku afreksstyrki. Til greina komi að breyta fyrirkomulaginu sem gilt hefur hér á landi undanfarin ár. „Íþróttahreyfingin þarf að vera samstíga í því. Það þarf að gæta jafnræðis í ákveðnum þáttum en afrekin þurfa að telja,“ segir Andri og bendir á að flestöll sambönd sem flokkuð séu í B- og C-flokk haldi afreksstarfi sínu að mestu leyti uppi með greiðslum íþróttafólksins sjálfs. En telur hann gagnrýni Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra HSÍ, í fréttum í gær eiga við rök að styðjast? „Örugglega að einhverju leyti. Þetta er flókið útspil, að vera með styrkveitingar úr Afrekssjóði. Þetta eru gífurlega háar upphæðir sem verið er að skoða hjá öllum samböndum. Afreksstarfið kostar 1,5 milljarð hjá samböndunum, og við úthlutum rúmum 460 milljónum. Flestöll samböndin eru að gefa í í afreksstarfinu, skora eins og kerfið bíður upp á, og þegar það eru fleiri sem standa sig þannig og meira ákall eftir þeim fjármunum þá verður úr minna að spila og þar af leiðandi verður lækkun hjá nokkrum samböndum.“ Innslagið í heild má sjá hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli