Álinu kálað Tómas Guðbjartsson skrifar 12. febrúar 2020 16:30 Ál er mál málanna í fréttum dagsins. Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbúnu útspili Rio Tinto varðandi lokun álversins í Straumsvík. Ákvörðunin kemur í kjölfar fyrri tilkynningar um daginn þar sem fyrirtækið lýsti yfir einhliða að dregið yrði úr framleiðslunni um 15%. Þar með losnaði um 50 MW raforkukaup hjá Landsvirkjun, sem er eitt stykki Hvalárvirkjun. Verði Straumsvík lokað - sem allt lítur út fyrir - verður þessi tala 6 Hvalárvirkjanir. Örlögum Straumsvíkur spáði ég um daginn í Silfrinu og fékk mikil viðbrögð við - enda hefur löngum tíðkast að tala um Straumsvík undir rós. Ég tel enn að örlög þessa fimmtuga risa falli að prótókoll líknandi meðferðar, þ.e. dregið er markvisst úr meðferð og hvorki beitt gjörgæslumeðferð né hjartahnoði. Fyrir þetta sendi Viðskiptablaðið mér tóninn og sagði mig “bölmóð” og “Íslandsmeistara í rangfærslum” - eitthvað sem ég læt öðrum eftir að dæma. Atburðarásin í dag er kennslubókardæmi um að kenna hinum aðilanum um. Rio Tinto telur Landsvirkjun (=ríkið) sökudólginn því þeir hafi náð fram óeðlilega háu raforkuverði í samningum 2010. Landsvirkjun segir verðið samkeppnishæft - líkt og erlendur álsérfræðingur tók undir í fyrirlestri hér um daginn. Merkilegast af öllu er að enginn nema þessir tveir aðilar, og e.t.v. örfáir aðrir, vita verðið. Því er erfitt að taka rökræna afstöðu í þessari störukeppni. Staðreyndin er sú að orkukræfur iðnaður á Íslandi er í úlfakreppu - og hefur verið lengi. Álverið í Straumsvík, sem liggur nánast í íbúðabyggð, er fyrir löngu komið á síðasta söludag og hefur verið rekið með margra milljarða árlegu tapi í næstum áratug. Ekkert útlit er fyrir að það muni breytast á næstunni. Á sama tíma er Landsvirkjun rekin með allt of litlum hagnaði og Íslenska þjóðin bíður enn eftir langþráðum arðgreiðslum til ríkisins. Það þarf ekki viðskiptafræðing til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp - þ.e. að báðir aðilar skíttapi á viðskiptum - og það viðvarandi. Raforkan dettur nefnilega ekki ókeypis af himnum líkt og gullregn. Uppbygging í virkjunum hefur kostað okkur gríðarlegt fé - fjárfestingar sem skattgreiðendur hafa þurft að bera. Nú er kominn tími til að endurskoða frá grunni stóriðjustefnu okkar Íslendinga - stefnu sem var búbót - en er nú tímaskekkja. Um leið þarf að endurskoða strax allar stærri virkjanaframkvæmdir eins og í Hvalá og á hálendinu - sem yrði um leið lífgjöf margra náttúruperlna okkar. Ég vil taka skýrt fram að samúð mín er hjá starfsmönnumn Ísal og Landsvirkjunar, sem gætu misst vinnuna - en vonandi aðeins tímabundið. Í Straumsvík felast nefnilega gríðarlegir möguleikar á annarri uppbyggingu en stóriðju. Það eru fáir sem gráta Rio Tinto sem vinnuveitenda (ekki einu sinni Landsvirkjun!) sem nú getur snúið blaðinu við og samið um orku við smærri og sanngjarnari kaupendur. Vonandi fær HS Orka líka afslátt af rándýru toppafli svo þeir þurfi ekki að sækja það með virkjun ósnortinna víðerna Vestfjarða. Höfundur er hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ál er mál málanna í fréttum dagsins. Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbúnu útspili Rio Tinto varðandi lokun álversins í Straumsvík. Ákvörðunin kemur í kjölfar fyrri tilkynningar um daginn þar sem fyrirtækið lýsti yfir einhliða að dregið yrði úr framleiðslunni um 15%. Þar með losnaði um 50 MW raforkukaup hjá Landsvirkjun, sem er eitt stykki Hvalárvirkjun. Verði Straumsvík lokað - sem allt lítur út fyrir - verður þessi tala 6 Hvalárvirkjanir. Örlögum Straumsvíkur spáði ég um daginn í Silfrinu og fékk mikil viðbrögð við - enda hefur löngum tíðkast að tala um Straumsvík undir rós. Ég tel enn að örlög þessa fimmtuga risa falli að prótókoll líknandi meðferðar, þ.e. dregið er markvisst úr meðferð og hvorki beitt gjörgæslumeðferð né hjartahnoði. Fyrir þetta sendi Viðskiptablaðið mér tóninn og sagði mig “bölmóð” og “Íslandsmeistara í rangfærslum” - eitthvað sem ég læt öðrum eftir að dæma. Atburðarásin í dag er kennslubókardæmi um að kenna hinum aðilanum um. Rio Tinto telur Landsvirkjun (=ríkið) sökudólginn því þeir hafi náð fram óeðlilega háu raforkuverði í samningum 2010. Landsvirkjun segir verðið samkeppnishæft - líkt og erlendur álsérfræðingur tók undir í fyrirlestri hér um daginn. Merkilegast af öllu er að enginn nema þessir tveir aðilar, og e.t.v. örfáir aðrir, vita verðið. Því er erfitt að taka rökræna afstöðu í þessari störukeppni. Staðreyndin er sú að orkukræfur iðnaður á Íslandi er í úlfakreppu - og hefur verið lengi. Álverið í Straumsvík, sem liggur nánast í íbúðabyggð, er fyrir löngu komið á síðasta söludag og hefur verið rekið með margra milljarða árlegu tapi í næstum áratug. Ekkert útlit er fyrir að það muni breytast á næstunni. Á sama tíma er Landsvirkjun rekin með allt of litlum hagnaði og Íslenska þjóðin bíður enn eftir langþráðum arðgreiðslum til ríkisins. Það þarf ekki viðskiptafræðing til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp - þ.e. að báðir aðilar skíttapi á viðskiptum - og það viðvarandi. Raforkan dettur nefnilega ekki ókeypis af himnum líkt og gullregn. Uppbygging í virkjunum hefur kostað okkur gríðarlegt fé - fjárfestingar sem skattgreiðendur hafa þurft að bera. Nú er kominn tími til að endurskoða frá grunni stóriðjustefnu okkar Íslendinga - stefnu sem var búbót - en er nú tímaskekkja. Um leið þarf að endurskoða strax allar stærri virkjanaframkvæmdir eins og í Hvalá og á hálendinu - sem yrði um leið lífgjöf margra náttúruperlna okkar. Ég vil taka skýrt fram að samúð mín er hjá starfsmönnumn Ísal og Landsvirkjunar, sem gætu misst vinnuna - en vonandi aðeins tímabundið. Í Straumsvík felast nefnilega gríðarlegir möguleikar á annarri uppbyggingu en stóriðju. Það eru fáir sem gráta Rio Tinto sem vinnuveitenda (ekki einu sinni Landsvirkjun!) sem nú getur snúið blaðinu við og samið um orku við smærri og sanngjarnari kaupendur. Vonandi fær HS Orka líka afslátt af rándýru toppafli svo þeir þurfi ekki að sækja það með virkjun ósnortinna víðerna Vestfjarða. Höfundur er hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar