Fjölnir aldrei tapað í undanúrslitum | Hvað gerist í dag? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2020 14:00 Úr leik liðanna í Dominos deild karla í vetur. Vísir/Bára Grindavík og Fjölnir mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins síðar í dag en bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar í Dominos deild karla í vetur. Það er hins vegar ekki spurt að því þegar mætt er í bikarleiki. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og fer fram í Laugardalshöllinni. Fyrir leik dagsins má reikna með sigri Grindavíkur sem situr í 8. sæti deildarinnar með sjö sigra í þeim 18 leikjum sem þeir hafa leikið til þessa í deildinni. Á sama tíma situr Fjölnir hins vegar í neðsta sætinu með aðeins einn sigur. Fjölnir hafa tvisvar komist í undanúrslit í sögu félagsins. Árið 2005 fóru þeir alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Njarðvík og þremur árum síðar var það sama upp á teningnum. Þá tapaði liðið einnig í úrslitum, að þessu sinni gegn Snæfelli. Rætt var við báða þjálfara liðanna í Sportbakkanum á Stöð 2 í gær en báðir þjálfarar eru nokkuð brattir fyrir leik kvöldsins. Viðtölin má sjá hér að neðan í fréttinni.„Þetta er kærkomið fyrir okkur þar sem staðan í deildinni er orðin þröng en það skiptir engu máli í þessu verkefni. Þetta er okkar tækifæri til að sýna hvað við getum og það eru allir gíraðir í það,“ sagði Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis í viðtali við Stöð 2 Sport.„Miklu betri staða en við vorum í fyrir mánuði eða tveimur síðan, ekki spurning. Ég er virkilega spenntur fyrir þessu verkefni núna á miðvikudaginn og óskandi að við náum góðri frammistöðu í þeim leik því við höfum verið að spila þokkalega undanfarið. Með tilkomu nýs Bandaríkjamanns og Evrópsks leikmans þá höfum við verið í góðum takti. Svo ég óska þess að þetta gangi vel í framhaldinu,“ sagði Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur um leik dagsins.Leið Fjölnis í undanúrslit Eftir að hafa setið hjá í fyrstu umferð þá mætti liðið Vestra á Ísafirði í þeirri næstu. Þar unnu Fjölnismenn á endanum þægilegan 17 stiga sigur, 85-68. Í þriðju umferð mætti Keflavík í Grafarvoginn og unnu heimamenn óvæntan sex stiga sigur í mögnuðum leik. lokatölur 106-100. Erlendu leikmenn Fjölnis fóru mikinn í leiknum en Srdan Stojanovic skoraði 34 stig og Viktor Lee Moses gerði 30. Leið Grindavíkur í undanúrslit Grindvíkingar mættu Hamri á útivelli í fyrstu umferð og unnu öruggan 19 stiga sigur, lokatölur í Hveragerði 96-77 Grindavík í vil. Þeir pökkuðu svo sexföldum Íslandsmeisturum KR saman í annarri umferð. Grindvíkingar fóru einfaldlega á kostum í leiknum og unnu á endanum 29 stiga sigur, 110-81. Jamal Olasawere gerði sér lítið fyrir og skoraði 30 stig í leiknum og Ingvi Þór Guðmundsson gerði 23 stig. Í þriðju umferð lögðu Grindvíkingar land undir fót er þeir fóru þá til Hafnar í Hornafirði og mættu heimamönnum í Sindra. Þar unnu þeir 19 stiga sigur líkt og gegn Hamri. Lokatölur 93-74 og sætið í undanúrslitum tryggt. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Falur: Þetta er orðið fínt þetta einelti Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli gagnvart dómurunum í leik Fjölnis gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöld og reyndar yfir allt tímabilið. 3. febrúar 2020 08:30 Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22 Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum "Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. 6. febrúar 2020 21:31 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Sjá meira
Grindavík og Fjölnir mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins síðar í dag en bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar í Dominos deild karla í vetur. Það er hins vegar ekki spurt að því þegar mætt er í bikarleiki. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og fer fram í Laugardalshöllinni. Fyrir leik dagsins má reikna með sigri Grindavíkur sem situr í 8. sæti deildarinnar með sjö sigra í þeim 18 leikjum sem þeir hafa leikið til þessa í deildinni. Á sama tíma situr Fjölnir hins vegar í neðsta sætinu með aðeins einn sigur. Fjölnir hafa tvisvar komist í undanúrslit í sögu félagsins. Árið 2005 fóru þeir alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Njarðvík og þremur árum síðar var það sama upp á teningnum. Þá tapaði liðið einnig í úrslitum, að þessu sinni gegn Snæfelli. Rætt var við báða þjálfara liðanna í Sportbakkanum á Stöð 2 í gær en báðir þjálfarar eru nokkuð brattir fyrir leik kvöldsins. Viðtölin má sjá hér að neðan í fréttinni.„Þetta er kærkomið fyrir okkur þar sem staðan í deildinni er orðin þröng en það skiptir engu máli í þessu verkefni. Þetta er okkar tækifæri til að sýna hvað við getum og það eru allir gíraðir í það,“ sagði Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis í viðtali við Stöð 2 Sport.„Miklu betri staða en við vorum í fyrir mánuði eða tveimur síðan, ekki spurning. Ég er virkilega spenntur fyrir þessu verkefni núna á miðvikudaginn og óskandi að við náum góðri frammistöðu í þeim leik því við höfum verið að spila þokkalega undanfarið. Með tilkomu nýs Bandaríkjamanns og Evrópsks leikmans þá höfum við verið í góðum takti. Svo ég óska þess að þetta gangi vel í framhaldinu,“ sagði Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur um leik dagsins.Leið Fjölnis í undanúrslit Eftir að hafa setið hjá í fyrstu umferð þá mætti liðið Vestra á Ísafirði í þeirri næstu. Þar unnu Fjölnismenn á endanum þægilegan 17 stiga sigur, 85-68. Í þriðju umferð mætti Keflavík í Grafarvoginn og unnu heimamenn óvæntan sex stiga sigur í mögnuðum leik. lokatölur 106-100. Erlendu leikmenn Fjölnis fóru mikinn í leiknum en Srdan Stojanovic skoraði 34 stig og Viktor Lee Moses gerði 30. Leið Grindavíkur í undanúrslit Grindvíkingar mættu Hamri á útivelli í fyrstu umferð og unnu öruggan 19 stiga sigur, lokatölur í Hveragerði 96-77 Grindavík í vil. Þeir pökkuðu svo sexföldum Íslandsmeisturum KR saman í annarri umferð. Grindvíkingar fóru einfaldlega á kostum í leiknum og unnu á endanum 29 stiga sigur, 110-81. Jamal Olasawere gerði sér lítið fyrir og skoraði 30 stig í leiknum og Ingvi Þór Guðmundsson gerði 23 stig. Í þriðju umferð lögðu Grindvíkingar land undir fót er þeir fóru þá til Hafnar í Hornafirði og mættu heimamönnum í Sindra. Þar unnu þeir 19 stiga sigur líkt og gegn Hamri. Lokatölur 93-74 og sætið í undanúrslitum tryggt.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Falur: Þetta er orðið fínt þetta einelti Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli gagnvart dómurunum í leik Fjölnis gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöld og reyndar yfir allt tímabilið. 3. febrúar 2020 08:30 Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22 Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum "Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. 6. febrúar 2020 21:31 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Sjá meira
Falur: Þetta er orðið fínt þetta einelti Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli gagnvart dómurunum í leik Fjölnis gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöld og reyndar yfir allt tímabilið. 3. febrúar 2020 08:30
Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22
Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum "Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. 6. febrúar 2020 21:31
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga