Man. United sagt ætla kaupa tvo leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni fyrir 160 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 12:30 James Maddison og Jack Grealish gætu orðið liðsfélagar hjá Manchester United á næsta tímabili. Getty/Chris Brunskill Manchester United er áberandi í slúðurfréttum dagsins í Englandi en öll blöðin búast við því að félagið verði stórtækt á leikmannamarkaðnum í sumar. Gengi Manchester United á tímabilinu hefur valdið miklum vonbrigðum og það stefnir í það að félagið missi aftur af sæti í Meistaradeildinni. United eyddi talsverðum peningi í nýja leikmenn síðasta sumar en það var ekki nóg. Nú hefur Ed Woodward boðað viðburðaríkt sumar hvað varðar leikmannakaup og ensku blöðin voru líka fljót að grafa upp fréttir frá Old Trafford í framhaldinu. Stærsta fréttin snýst um tvo unga enska leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu. Manchester United are reportedly planning a £160m swoop for two Premier League players this summer... It's all in the gossip https://t.co/4S5mtxF96w#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/G0uuMQS6fy— BBC Sport (@BBCSport) February 12, 2020 Í frétt hjá Sun er talað um að Manchester United ætli að eyða 160 milljónum punda í þá Jack Grealish hjá Aston Villa og James Maddison hjá Leicester City. James Maddison er 23 ára en Jack Grealish er 24 ára gamall. Manchester United keypti Bruno Fernandes fyrir 46,6 milljónir í janúar en félagið er sagt ætla að selja Paul Pogba í sumar og þarf örugglega að kaupa nýja menn til að styrkja miðjuna. Þar eru þeir Grealish og Maddison ungir og spennandi leikmenn sem hafa þegar sannað sig í ensku úrvalsdeildinni. James Maddison gæti kostað Manchester United 90 milljónir punda en leikmaðurinn hefur ekki enn framlengt samning sinn við Leicester City. Ef United bankar á dyrnar og býður Maddison mun stærri samning er ekki líklegt að það breytist á næstunni. Grealish hefur verið hjá Aston Villa síðan hann var sex ára gamall. Hann gæti samt þurft að yfirgefa sitt ástsæla félag ætli hann að vinna sér sæti í enska landsliðinu og fá tækifæri til að spila í Evrópu. Aston Villa vill samt örugglega fá 70 milljónir punda fyrir hann. Daily Mirror er líka á því að Manchester United ætli sér að hafa betur í baráttunni við Chelsea um enska landsliðsmanninn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund. #MUFC reportedly want Jack Grealish AND James Maddison this summer... Grealish has created the 2nd most chances from open play in the Premier League (55) Maddison has created the most chances from set pieces in the Premier League (32) They just signed Bruno Fernandes pic.twitter.com/tNWE1HEEBx— WhoScored.com (@WhoScored) February 12, 2020 Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira
Manchester United er áberandi í slúðurfréttum dagsins í Englandi en öll blöðin búast við því að félagið verði stórtækt á leikmannamarkaðnum í sumar. Gengi Manchester United á tímabilinu hefur valdið miklum vonbrigðum og það stefnir í það að félagið missi aftur af sæti í Meistaradeildinni. United eyddi talsverðum peningi í nýja leikmenn síðasta sumar en það var ekki nóg. Nú hefur Ed Woodward boðað viðburðaríkt sumar hvað varðar leikmannakaup og ensku blöðin voru líka fljót að grafa upp fréttir frá Old Trafford í framhaldinu. Stærsta fréttin snýst um tvo unga enska leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu. Manchester United are reportedly planning a £160m swoop for two Premier League players this summer... It's all in the gossip https://t.co/4S5mtxF96w#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/G0uuMQS6fy— BBC Sport (@BBCSport) February 12, 2020 Í frétt hjá Sun er talað um að Manchester United ætli að eyða 160 milljónum punda í þá Jack Grealish hjá Aston Villa og James Maddison hjá Leicester City. James Maddison er 23 ára en Jack Grealish er 24 ára gamall. Manchester United keypti Bruno Fernandes fyrir 46,6 milljónir í janúar en félagið er sagt ætla að selja Paul Pogba í sumar og þarf örugglega að kaupa nýja menn til að styrkja miðjuna. Þar eru þeir Grealish og Maddison ungir og spennandi leikmenn sem hafa þegar sannað sig í ensku úrvalsdeildinni. James Maddison gæti kostað Manchester United 90 milljónir punda en leikmaðurinn hefur ekki enn framlengt samning sinn við Leicester City. Ef United bankar á dyrnar og býður Maddison mun stærri samning er ekki líklegt að það breytist á næstunni. Grealish hefur verið hjá Aston Villa síðan hann var sex ára gamall. Hann gæti samt þurft að yfirgefa sitt ástsæla félag ætli hann að vinna sér sæti í enska landsliðinu og fá tækifæri til að spila í Evrópu. Aston Villa vill samt örugglega fá 70 milljónir punda fyrir hann. Daily Mirror er líka á því að Manchester United ætli sér að hafa betur í baráttunni við Chelsea um enska landsliðsmanninn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund. #MUFC reportedly want Jack Grealish AND James Maddison this summer... Grealish has created the 2nd most chances from open play in the Premier League (55) Maddison has created the most chances from set pieces in the Premier League (32) They just signed Bruno Fernandes pic.twitter.com/tNWE1HEEBx— WhoScored.com (@WhoScored) February 12, 2020
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira