Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 12:45 Frá Hong Kong sem er eitt af þeim löndum þar sem veiran hefur greinst. vísir/getty Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að um tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. Rætt er við Leung í umfjöllun á vef Guardian í dag. Þessi viðvörun prófessorsins kemur í kjölfar þess að yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO), Tedros Adhanom Ghebreyesus, sagði að staðfest smit hjá einstaklingum sem hafa aldrei heimsótt Kína gætu verið „toppurinn á ísjakanum.“ Þannig gætu mun fleiri verið smitaðir af veirunni en hafa greinst með hana. Leung segir við Guardian að mikilvægasta sé að fá svar við spurningunni hversu stór og mikill þessi ísjaki er. Flestir sérfræðingar telja að hver smituð manneskja geti smitað tvær til þrjár aðrar manneskjur. Út frá þeirri tölu fá vísindamenn 60 til 80 prósent allra íbúa jarðar. „Sextíu prósent af öllum íbúum jarðar er mjög há tala,“ segir Leung og bætir við að jafnvel þótt að aðeins eitt prósent smitaðra léti lífið af völdum veirunnar yrði mannfallið gríðarlegt. Leung verður á fundi um veiruna og stöðu mála vegna hennar sem haldinn verður hjá WHO í dag. Hann segir aðalmálið nú sé útbreiðsla veirunnar um heiminn og fjölgun smitaðra en þá sé einnig mikilvægt að skoða hvort þær hörðu aðgerðir sem Kínverjar hafa gripið til svo hindra megi útbreiðsluna hafi virkað. Ef svo er ættu aðrar þjóðir að íhuga að grípa til svipaðra aðgerða. Meira en þúsund manns hafa nú dáið af völdum veirunnar sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína. Þá hafa meira en 42 þúsund manns smitast af veirunni. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að um tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. Rætt er við Leung í umfjöllun á vef Guardian í dag. Þessi viðvörun prófessorsins kemur í kjölfar þess að yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO), Tedros Adhanom Ghebreyesus, sagði að staðfest smit hjá einstaklingum sem hafa aldrei heimsótt Kína gætu verið „toppurinn á ísjakanum.“ Þannig gætu mun fleiri verið smitaðir af veirunni en hafa greinst með hana. Leung segir við Guardian að mikilvægasta sé að fá svar við spurningunni hversu stór og mikill þessi ísjaki er. Flestir sérfræðingar telja að hver smituð manneskja geti smitað tvær til þrjár aðrar manneskjur. Út frá þeirri tölu fá vísindamenn 60 til 80 prósent allra íbúa jarðar. „Sextíu prósent af öllum íbúum jarðar er mjög há tala,“ segir Leung og bætir við að jafnvel þótt að aðeins eitt prósent smitaðra léti lífið af völdum veirunnar yrði mannfallið gríðarlegt. Leung verður á fundi um veiruna og stöðu mála vegna hennar sem haldinn verður hjá WHO í dag. Hann segir aðalmálið nú sé útbreiðsla veirunnar um heiminn og fjölgun smitaðra en þá sé einnig mikilvægt að skoða hvort þær hörðu aðgerðir sem Kínverjar hafa gripið til svo hindra megi útbreiðsluna hafi virkað. Ef svo er ættu aðrar þjóðir að íhuga að grípa til svipaðra aðgerða. Meira en þúsund manns hafa nú dáið af völdum veirunnar sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína. Þá hafa meira en 42 þúsund manns smitast af veirunni.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira