Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta Þóra Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 07:30 Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Netöryggi barna er aðalviðfangsefni þessa dags. Börn eiga rétt á að njóta öryggis og rétt á vernd gegn ofbeldi, á neti sem og annars staðar. Á vef Barnaheilla er að finna Ábendingalínu þar sem hægt er að tilkynna um efni af netinu sem varðar ofbeldi gegn börnum eða annað ólöglegt efni sem tengist börnum. Dreifing nektarmynda af börnum, einstaklinga undir 18 ára, telst þar með. Mörg dæmi eru til um það að börnum hefur verið bjargað úr hættu og ofbeldisaðstæðum víðsvegar í heiminum, vegna samvinnu almennings með tilkynningum til ábendingalína og lögreglu, sem bregðast við með snörum og réttum hætti. Það er því góður möguleiki á því að hafa áhrif á stöðu barna, sem eru þolendur ofbeldis á neti, jafnvel þó þau séu frá fjarlægum löndum. Nýlega opnuðu Barnaheill nýja Ábendingalínu sem nú er aldursskipt og barnvæn. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu og nýtur styrkja frá Evrópusambandinu og fleiri aðilum. Ábendingalínan er þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi undir hatti Inhope, regnhlífasamtaka ábendingalína um heim allan. Nýtt einkenni Ábendingalínunnar er strokleður, sem táknar það sem hægt er að gera ef upplýsingar fást um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu. Við því er þá hægt að bregðast og vinna að því að efnið verði fjarlægt af netinu, að stroka það út. Inni á Ábendingalínunni er að finna stuðning við þá sem tilkynna og leiðbeiningar um hvert skuli leitað ef hætta er á ferðum eða viðkomandi er í neyð. Sér hnappur er fyrir aldursflokkinn 14 ára og yngri, annar fyrir börn 15-17 ára og sá þriðji fyrir 18 ára og eldri. Mikilvægt er að tilkynnt sé um allt efni sem varðar ofbeldi gegn börnum og finnst á netinu, hvar svo sem þau kunna að vera í heiminum. Óháð því hvort um er að ræða ný eða gömul brot. Þegar tilkynning berst um efni sem inniheldur ofbeldi gegn börnum fer af stað lögreglurannsókn, unnið er að því að láta fjarlægja efnið af netinu innan 48 klst. frá því tilkynning berst og að koma barninu sem hefur mátt þola ofbeldið til hjálpar. Ef þú verður var við ofbeldi gegn börnum á netinu skaltu tilkynna það til ábendingalínunnar. Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta.Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Ofbeldi gegn börnum Þóra Jónsdóttir Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Netöryggi barna er aðalviðfangsefni þessa dags. Börn eiga rétt á að njóta öryggis og rétt á vernd gegn ofbeldi, á neti sem og annars staðar. Á vef Barnaheilla er að finna Ábendingalínu þar sem hægt er að tilkynna um efni af netinu sem varðar ofbeldi gegn börnum eða annað ólöglegt efni sem tengist börnum. Dreifing nektarmynda af börnum, einstaklinga undir 18 ára, telst þar með. Mörg dæmi eru til um það að börnum hefur verið bjargað úr hættu og ofbeldisaðstæðum víðsvegar í heiminum, vegna samvinnu almennings með tilkynningum til ábendingalína og lögreglu, sem bregðast við með snörum og réttum hætti. Það er því góður möguleiki á því að hafa áhrif á stöðu barna, sem eru þolendur ofbeldis á neti, jafnvel þó þau séu frá fjarlægum löndum. Nýlega opnuðu Barnaheill nýja Ábendingalínu sem nú er aldursskipt og barnvæn. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu og nýtur styrkja frá Evrópusambandinu og fleiri aðilum. Ábendingalínan er þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi undir hatti Inhope, regnhlífasamtaka ábendingalína um heim allan. Nýtt einkenni Ábendingalínunnar er strokleður, sem táknar það sem hægt er að gera ef upplýsingar fást um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu. Við því er þá hægt að bregðast og vinna að því að efnið verði fjarlægt af netinu, að stroka það út. Inni á Ábendingalínunni er að finna stuðning við þá sem tilkynna og leiðbeiningar um hvert skuli leitað ef hætta er á ferðum eða viðkomandi er í neyð. Sér hnappur er fyrir aldursflokkinn 14 ára og yngri, annar fyrir börn 15-17 ára og sá þriðji fyrir 18 ára og eldri. Mikilvægt er að tilkynnt sé um allt efni sem varðar ofbeldi gegn börnum og finnst á netinu, hvar svo sem þau kunna að vera í heiminum. Óháð því hvort um er að ræða ný eða gömul brot. Þegar tilkynning berst um efni sem inniheldur ofbeldi gegn börnum fer af stað lögreglurannsókn, unnið er að því að láta fjarlægja efnið af netinu innan 48 klst. frá því tilkynning berst og að koma barninu sem hefur mátt þola ofbeldið til hjálpar. Ef þú verður var við ofbeldi gegn börnum á netinu skaltu tilkynna það til ábendingalínunnar. Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta.Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar