Landspítalinn hafi hagað sér eins og fórnarlamb Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. febrúar 2020 14:00 Tveir sænskir sérfræðingar sem fengnir voru til að aðstoða við úttekt á stöðu bráðamóttökunnar í Fossvogi höfðu ýmislegt við stjórnendur Landspítala að athuga. Vísir/vilhelm Stjórnendur Landspítalans brugðust ekki við vanda bráðamóttökunnar, þrátt fyrir að hann hafi verið þeim augljós um langt skeið að mati tveggja sænskra sérfræðinga. Í stað þess að grípa til aðgerða hafi þeir málað spítalann upp sem fórnarlamb, sem hafi beinlínis verið hættulegt að mati sérfræðinganna.Í upphafi árs var skipaður átakshópur sem gert var að greina og koma með tillögur að því hvernig ráða mætti úr ófremdarástandinu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Hópurinn leitaði álits tveggja sænskra sérfræðinga, Markus Castegren og Johan Permert, sem áður hafa komið að sambærilegum úttektum erlendis og skiluðu þeir niðurstöðum sínum þann 20. febrúar síðastliðinn. Þar greina þeir frá aðkallandi fráflæðis- og mönnunarvanda á bráðamóttökunni, sem þeir segja að hafi öllum verið augljós um langt skeið.Sjá einnig: Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Þannig segja sænsku sérfræðingarnir að forstjóri Landspítalans hafi lengi verið meðvitaður um þennan alvarlega vanda bráðamóttökunnar án þess þó að hafa gripið til neinna augljósra aðgerða til að leysa úr vandanum. Þau úrræði sem stuðst hafi verið við í þessum málum hafi verið til þess eins að ráðast á birtingarmyndir og eftirköst vandans, en aldrei hafi verið ráðist að rótum hans. Brot úr skýrslu sænsku sérfræðinganna. Hættulegt að leika fórnarlamb Sænsku sérfræðingarnir segja að þess í stað hafi stjórnendur spítalans spilað sig sem fórnarlamb aðstæðna, sagt að vandi bráðamóttöku væri samfélagslegur en ekki einhver sem ráða mætti úr innan spítalans. Sérfræðingarnir gefa lítið fyrir þessi rök, segja það í raun hættulegt af stjórnendum Landspítalans að láta það hljóma eins og spítalinn geti ekki verið hluti af lausn vandans. Yfirlýsingar stjórnendanna um að vandinn verði aðeins leystur annars staðar í heilbrigðiskerfinu, eins og með uppbyggingu hjúkrunarrýma og með meira fjármagni, gefi þá mynd að Landspítalinn sé ekki mikilvægur. Að þó svo að spítalinn geri eitthvað þá verði vandinn áfram til staðar. Brot úr skýrslu sænsku sérfræðinganna. Landspítalinn verði meiri leiðtogi Sænsku sérfræðingarnir kalla auk þess eftir því að stjórnendur Landspítalans sýni aukið frumkvæði við úrbætur á íslensku heilbrigðiskerfi. Spítalinn búi yfir öflugum mannauði og aðföngum sem geri honum kleift að gegna leiðtogahlutverki við nýsköpun og breytingar á þessu sviði. Landspítalinn geti vissulega ekki bjargað málunum einn og sér - en hann geti hins vegar leitt þá vinnu í samvinnu við aðrar stofnanir. Í upphafi vikunnar voru svo kynntar ellefu tillögur til að vinna á vanda bráðamóttökunnar, sem m.a. byggðu á áliti sænsku sérfræðinganna. Það má nálgast í heild sinni hér.Fréttastofa hefur ekki náð á Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, í dag til að bregðast við mati sérfræðinganna. Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fyrirmunað að skilja skipan nefndar um vanda bráðamóttöku Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að búið sé að benda á það í mörg ár að hjúkrunarfræðingar fái hærri laun velji þeir að taka frekar aukavaktir en að skrá sig í hærra starfshlutfall. 19. janúar 2020 14:10 Opna á líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á bráðamóttöku Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. 25. febrúar 2020 19:00 Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Stjórnendur Landspítalans brugðust ekki við vanda bráðamóttökunnar, þrátt fyrir að hann hafi verið þeim augljós um langt skeið að mati tveggja sænskra sérfræðinga. Í stað þess að grípa til aðgerða hafi þeir málað spítalann upp sem fórnarlamb, sem hafi beinlínis verið hættulegt að mati sérfræðinganna.Í upphafi árs var skipaður átakshópur sem gert var að greina og koma með tillögur að því hvernig ráða mætti úr ófremdarástandinu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Hópurinn leitaði álits tveggja sænskra sérfræðinga, Markus Castegren og Johan Permert, sem áður hafa komið að sambærilegum úttektum erlendis og skiluðu þeir niðurstöðum sínum þann 20. febrúar síðastliðinn. Þar greina þeir frá aðkallandi fráflæðis- og mönnunarvanda á bráðamóttökunni, sem þeir segja að hafi öllum verið augljós um langt skeið.Sjá einnig: Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Þannig segja sænsku sérfræðingarnir að forstjóri Landspítalans hafi lengi verið meðvitaður um þennan alvarlega vanda bráðamóttökunnar án þess þó að hafa gripið til neinna augljósra aðgerða til að leysa úr vandanum. Þau úrræði sem stuðst hafi verið við í þessum málum hafi verið til þess eins að ráðast á birtingarmyndir og eftirköst vandans, en aldrei hafi verið ráðist að rótum hans. Brot úr skýrslu sænsku sérfræðinganna. Hættulegt að leika fórnarlamb Sænsku sérfræðingarnir segja að þess í stað hafi stjórnendur spítalans spilað sig sem fórnarlamb aðstæðna, sagt að vandi bráðamóttöku væri samfélagslegur en ekki einhver sem ráða mætti úr innan spítalans. Sérfræðingarnir gefa lítið fyrir þessi rök, segja það í raun hættulegt af stjórnendum Landspítalans að láta það hljóma eins og spítalinn geti ekki verið hluti af lausn vandans. Yfirlýsingar stjórnendanna um að vandinn verði aðeins leystur annars staðar í heilbrigðiskerfinu, eins og með uppbyggingu hjúkrunarrýma og með meira fjármagni, gefi þá mynd að Landspítalinn sé ekki mikilvægur. Að þó svo að spítalinn geri eitthvað þá verði vandinn áfram til staðar. Brot úr skýrslu sænsku sérfræðinganna. Landspítalinn verði meiri leiðtogi Sænsku sérfræðingarnir kalla auk þess eftir því að stjórnendur Landspítalans sýni aukið frumkvæði við úrbætur á íslensku heilbrigðiskerfi. Spítalinn búi yfir öflugum mannauði og aðföngum sem geri honum kleift að gegna leiðtogahlutverki við nýsköpun og breytingar á þessu sviði. Landspítalinn geti vissulega ekki bjargað málunum einn og sér - en hann geti hins vegar leitt þá vinnu í samvinnu við aðrar stofnanir. Í upphafi vikunnar voru svo kynntar ellefu tillögur til að vinna á vanda bráðamóttökunnar, sem m.a. byggðu á áliti sænsku sérfræðinganna. Það má nálgast í heild sinni hér.Fréttastofa hefur ekki náð á Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, í dag til að bregðast við mati sérfræðinganna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fyrirmunað að skilja skipan nefndar um vanda bráðamóttöku Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að búið sé að benda á það í mörg ár að hjúkrunarfræðingar fái hærri laun velji þeir að taka frekar aukavaktir en að skrá sig í hærra starfshlutfall. 19. janúar 2020 14:10 Opna á líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á bráðamóttöku Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. 25. febrúar 2020 19:00 Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Fyrirmunað að skilja skipan nefndar um vanda bráðamóttöku Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að búið sé að benda á það í mörg ár að hjúkrunarfræðingar fái hærri laun velji þeir að taka frekar aukavaktir en að skrá sig í hærra starfshlutfall. 19. janúar 2020 14:10
Opna á líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á bráðamóttöku Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. 25. febrúar 2020 19:00
Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00