Körfubolti

Giannis í stuði | Zion og félagar færast nær úrslitakeppninni | Myndbönd

Ísak Hallmundarson skrifar
Giannis í stuði.
Giannis í stuði. vísir/getty

Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks eru óstöðvandi og gjörsamlega gengu frá Oklahoma City Thunder í gær, 133-86, þar sem Giannis fór á kostum með 32 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar á innan við 30 mínútum. 

Milwaukee eru langefstir í Austur-deildinni með 51 sigurleik í 59 leikjum. 

Hið unga lið New Orleans Pelicans sigraði Cleveland með 12 stiga mun, Zion Williamsson og Brandon Ingram voru í stuði. Zion var með 24 stig og Ingram var með 29. Pelicans sem voru í basli í byrjun tímabils eru nú aðeins tveimur sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni og hafa unnið sex af síðustu 10 leikjum sínum.

Bradley Beal heldur áfram að gera góða hluti fyrir Washington á tímabilinu þrátt fyrir að lið hans hafi tapað gegn Utah í nótt. Beal var með 42 stig og var þetta 17. leikurinn í röð þar sem hann skorar 25 stig eða meira. Donovan Mitchell var atkvæðamestur í Utah með 30 stig og 8 fráköst.

Hinn bráðskemmtilegi leikmaður Trae Young var með 14 stoðsendingar þegar lið hans, Atlanta Hawks, vann þægilegan sigur á Brooklyn, 141-118. John Collins var stigahæstur með 33 stig.

Meistarar Toronto Raptors töpuðu óvænt fyrir Charlotte á heimavelli, 96-99, þar sem Nick Nurse þjálfari Raptors fékk á sig tæknivillu í stöðunni 96-96 þegar um 2 sekúndur voru eftir af leiknum.

Í stórleik kvöldsins mættust Denver Nuggets og LA Clippers í Staples Center. Clippers unnu sannfærandi sigur, 132-103, og jöfnuðu þar með fjölda sigurleikja Denver. Paul George var stigahæstur Clippers leikmanna með 24 stig og Kawhi Leonard fylgdi honum á eftir með 19 stig. Nikola Jokic var með 21 stig fyrir Denver og Jerami Grant 20 stig.

Öll úrslit næturinnar:

LA Clippers 132-103 Denver Nuggets

Milwaukee Bucks 133-86 OKC Thunder

Orlando Magic 136-125 Minnesota Timberwolves

Utah Jazz 129-119 Washington Wizards

Phoenix Suns 111-113 Detroit Pistons

New Orleans Pelicans 116-104 Cleveland Cavaliers

Memphis Grizzlies 101-104 Sacramento Kings

Miami Heat 126-118 Dallas Mavericks

Toronto Raptors 96-99 Charlotte Hornets

Atlanta Hawks 141-118 Brooklyn Nets

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×