Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. febrúar 2020 08:03 Sérsveit Ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa stungið annan mann með hnífi á Kópaskeri í gærkvöldi. Hann var í nótt handtekinn ásamt tveimur öðrum. Fórnarlambið, karlmaður, liggur á gjörgæslu en líðan hans er sögð stöðug. Klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að maður hefði verið stunginn með hnífi í heimahúsi á Kópaskeri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu, en Vísir greindi frá málinu í nótt. Í tilkynningu lögreglunnar segir að árásarmaðurinn hafi brotið sér leið inn í húsið, en hafi verið farinn af vettvangi þegar tilkynnt var um árásina. Maður og kona hafi verið á heimilinu þegar árásin átti sér stað. Konan, sem tilkynnti um málið, hafi verið ómeidd en maðurinn alvarlega særður. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn stunginn allt að sex sinnum og er um sextugt. Vont veður var á svæðinu í nótt og vegir að Kópaskeri ófærir. Þess var óskað eftir útkalli sérsveitar Ríkislögreglustjóra með þyrlu. Þá voru starfsmenn Vegagerðarinnar einnig ræstir út til þess að opna vegi að þorpinu fyrir lögreglunni, en lögreglumenn frá Húsavík og Akureyri fóru á vettvang ásamt rannsóknarlögreglumönnum. Fyrstu menn voru komnir á vettvang um 22:50, samkvæmt tilkynningu lögreglunnar. „Læknir sinnti þá þeim slasaða, sem var með takmarkaða meðvitund. Þyrla lenti með sérsveitarmenn á Kópaskeri um kl. 23:40. Sá slasaði var þá þegar fluttur með þyrlunni á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hann er þar á gjörgæsludeild og er líðan hans sögð stöðug,“ segir einnig í tilkynningu lögreglu. Þá kemur fram að á meðan þetta fór fram hafi staðið yfir leit að árásarmanninum. Um klukkan eitt hafi meintur gerandi verið handtekinn á Kópaskeri, en sá er eins og áður sagði karlmaður á fimmtugsaldri. Tvennt annað var einnig handtekið og hin handteknu flutt í fangageymslu á Akureyri, þar sem það bíður nú yfirheyrslu. Í tilkynningu lögreglu er tekið fram að ljóst sé að málsaðilar hafi ekki verið allsgáðir. Eins kemur fram að frekari vettvangsrannsókn komi til með að fara fram og að lögreglan meti hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einstaklingum. Hér að neðan má lesa tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Lögreglumál Norðurþing Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa stungið annan mann með hnífi á Kópaskeri í gærkvöldi. Hann var í nótt handtekinn ásamt tveimur öðrum. Fórnarlambið, karlmaður, liggur á gjörgæslu en líðan hans er sögð stöðug. Klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að maður hefði verið stunginn með hnífi í heimahúsi á Kópaskeri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu, en Vísir greindi frá málinu í nótt. Í tilkynningu lögreglunnar segir að árásarmaðurinn hafi brotið sér leið inn í húsið, en hafi verið farinn af vettvangi þegar tilkynnt var um árásina. Maður og kona hafi verið á heimilinu þegar árásin átti sér stað. Konan, sem tilkynnti um málið, hafi verið ómeidd en maðurinn alvarlega særður. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn stunginn allt að sex sinnum og er um sextugt. Vont veður var á svæðinu í nótt og vegir að Kópaskeri ófærir. Þess var óskað eftir útkalli sérsveitar Ríkislögreglustjóra með þyrlu. Þá voru starfsmenn Vegagerðarinnar einnig ræstir út til þess að opna vegi að þorpinu fyrir lögreglunni, en lögreglumenn frá Húsavík og Akureyri fóru á vettvang ásamt rannsóknarlögreglumönnum. Fyrstu menn voru komnir á vettvang um 22:50, samkvæmt tilkynningu lögreglunnar. „Læknir sinnti þá þeim slasaða, sem var með takmarkaða meðvitund. Þyrla lenti með sérsveitarmenn á Kópaskeri um kl. 23:40. Sá slasaði var þá þegar fluttur með þyrlunni á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hann er þar á gjörgæsludeild og er líðan hans sögð stöðug,“ segir einnig í tilkynningu lögreglu. Þá kemur fram að á meðan þetta fór fram hafi staðið yfir leit að árásarmanninum. Um klukkan eitt hafi meintur gerandi verið handtekinn á Kópaskeri, en sá er eins og áður sagði karlmaður á fimmtugsaldri. Tvennt annað var einnig handtekið og hin handteknu flutt í fangageymslu á Akureyri, þar sem það bíður nú yfirheyrslu. Í tilkynningu lögreglu er tekið fram að ljóst sé að málsaðilar hafi ekki verið allsgáðir. Eins kemur fram að frekari vettvangsrannsókn komi til með að fara fram og að lögreglan meti hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einstaklingum. Hér að neðan má lesa tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Lögreglumál Norðurþing Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira