Sportpakkinn: „Íslendingurinn í manni tekur þessu rólega“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2020 18:45 Birkir Bjarnason segist spenntur fyrir leik Íslendinga og Rúmena 26. mars í umspili um sæti á EM í sumar. Hann yfirgaf Aston Villa síðasta sumar og eftir skamma dvöl hjá Al Arabi í Katar gerði hann í janúar eins og hálfs árs samning við Brescia á Ítalíu. Brescia er í næst neðsta sæti og hefur aðeins unnið fjóra leiki á leiktíðinni. Á liðið möguleika á að halda sér í deildinni? „Já. Við erum búnir að vera spila mjög vel þó að úrslitin hafi ekki verið þau bestu. Það er eitthvað sem við verðum að vinna í. Við erum með mjög gott lið og höfum verið að spila erfiða leiki að undanförnu en við verðum að fara taka stig og síðan kemur það í ljós. Það er enn mikið eftir,“ sagði Birkir. Birkir, sem er búinn að spila 84 landsleiki og skora í þeim 13 mörk, er þýðingarmikill hlekkur í landsliðinu og þess vegna eru það góð tíðindi að hann sé að spila reglulega í ítölsku úrvalsdeildinni. „Ég var hálf meiddur þegar ég kom fyrst og var að vinna í því en ég er að komast í gott form og byrjaður að spila. Mér líður mjög vel og mér líst mjög vel á stöðuna.“ Um síðustu helgi var fjórum leikjum í úrvalsdeildinni frestað vegna kórónuveirunnar en leikur Brescia og Napolí fór fram og um helgina sækir Brescia, Sassuolo heim. Eins og staðan er núna verða engir áhorfendur á vellinum. „Þetta byrjaði mest fyrir utan okkar svæði en ég held að þetta sé eitthvað komið inn í okkar bæ líka. Hversu mikið veit ég ekki en Ítalarnir taka þessu mjög alvarlega.“ „Íslendingurinn í manni tekur þessu rólega og reynir að lifa sínu lífi. Svo gerist það sem gerist en maður passar að þvo á sér hendurnar.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan. EM 2020 í fótbolta Ítalski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30 Útilokar ekki að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. 27. febrúar 2020 15:00 Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09 Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Birkir Bjarnason segist spenntur fyrir leik Íslendinga og Rúmena 26. mars í umspili um sæti á EM í sumar. Hann yfirgaf Aston Villa síðasta sumar og eftir skamma dvöl hjá Al Arabi í Katar gerði hann í janúar eins og hálfs árs samning við Brescia á Ítalíu. Brescia er í næst neðsta sæti og hefur aðeins unnið fjóra leiki á leiktíðinni. Á liðið möguleika á að halda sér í deildinni? „Já. Við erum búnir að vera spila mjög vel þó að úrslitin hafi ekki verið þau bestu. Það er eitthvað sem við verðum að vinna í. Við erum með mjög gott lið og höfum verið að spila erfiða leiki að undanförnu en við verðum að fara taka stig og síðan kemur það í ljós. Það er enn mikið eftir,“ sagði Birkir. Birkir, sem er búinn að spila 84 landsleiki og skora í þeim 13 mörk, er þýðingarmikill hlekkur í landsliðinu og þess vegna eru það góð tíðindi að hann sé að spila reglulega í ítölsku úrvalsdeildinni. „Ég var hálf meiddur þegar ég kom fyrst og var að vinna í því en ég er að komast í gott form og byrjaður að spila. Mér líður mjög vel og mér líst mjög vel á stöðuna.“ Um síðustu helgi var fjórum leikjum í úrvalsdeildinni frestað vegna kórónuveirunnar en leikur Brescia og Napolí fór fram og um helgina sækir Brescia, Sassuolo heim. Eins og staðan er núna verða engir áhorfendur á vellinum. „Þetta byrjaði mest fyrir utan okkar svæði en ég held að þetta sé eitthvað komið inn í okkar bæ líka. Hversu mikið veit ég ekki en Ítalarnir taka þessu mjög alvarlega.“ „Íslendingurinn í manni tekur þessu rólega og reynir að lifa sínu lífi. Svo gerist það sem gerist en maður passar að þvo á sér hendurnar.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
EM 2020 í fótbolta Ítalski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30 Útilokar ekki að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. 27. febrúar 2020 15:00 Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09 Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32
Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30
Útilokar ekki að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. 27. febrúar 2020 15:00
Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09
Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30