Telja rauðar pöndur tvöfaldar í roðinu Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2020 12:16 Tveir rauðpönduhúnar í dýragarði í Zagreb í Króatíu. Báðar tegundir pöndunnar eru taldar í bráðri útrýmingarhættu. Vísir/EPA Vísindamenn segjast hafa staðfest grun sinn um að rauðar pöndur sem eru innfæddar í Asíu séu í raun tvær ólíkar tegundir en ekki ein. Uppgötvunin þýði að aðgerðir til að vernda tegundirnar sem eru þegar í útrýmingarhættu séu enn brýnni en ella. Lengi hefur verið talið á grundvelli útlits þeirra að tvö afbrigði rauðra panda séu til. Vísindamenn hefur hins vegar skort beinharðar sannanir fyrir því. Erfðarannsóknir á pöndunum hefur nú leitt í ljós að þær skiptast í raun í tvær tegundir og er það rakið til þess að fljót tvístraði stofninum fyrir um 250.000 árum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kínverska rauðar pöndur eru þannig með rauðari feld og röndótta hringi á skottinu en rauðar Himalajapöndur eru með hvítleitari fés. Rauðar pöndur lifa í skóglendi í fjöllum Kína, Indlands, Bútans og Búrma. Aðeins nokkur þúsund rauðar pöndur eru eftir og fer þeim fækkandi. Veiðar og tap búsvæða ógnar tilvist þeirra og segja vísindamenn nýjustu uppgötvunina undirstrika mikilvæg verndunaraðgerða, sérstaklega fyrir rauðu Himalajapönduna. Stofn hennar sé minni og erfðafræðilegur fjölbreytileiki tegundarinnar sé takmarkaðri en þeirrar kínversku. Þrátt fyrir nafnið er rauða pandan ekki náskyld risapöndunni. Hún er lítið spendýr sem líkist birni, lifir í trjám og þrífst á bambusi. Dýrin eru vernduð í öllum ríkjunum sem þær lifa í. Engu að síður halda ólöglegar veiðar áfram til að seðja markað fyrir feldina í suðvesturhluta Kína. Hattar úr feldi þeirra eru taldir lukkugripir fyrir nýgift hjón í Kína. Veiðar og tap búsvæða ógna rauðu pöndunni í Asíu.Vísir/EPA Dýr Kína Vísindi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Vísindamenn segjast hafa staðfest grun sinn um að rauðar pöndur sem eru innfæddar í Asíu séu í raun tvær ólíkar tegundir en ekki ein. Uppgötvunin þýði að aðgerðir til að vernda tegundirnar sem eru þegar í útrýmingarhættu séu enn brýnni en ella. Lengi hefur verið talið á grundvelli útlits þeirra að tvö afbrigði rauðra panda séu til. Vísindamenn hefur hins vegar skort beinharðar sannanir fyrir því. Erfðarannsóknir á pöndunum hefur nú leitt í ljós að þær skiptast í raun í tvær tegundir og er það rakið til þess að fljót tvístraði stofninum fyrir um 250.000 árum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kínverska rauðar pöndur eru þannig með rauðari feld og röndótta hringi á skottinu en rauðar Himalajapöndur eru með hvítleitari fés. Rauðar pöndur lifa í skóglendi í fjöllum Kína, Indlands, Bútans og Búrma. Aðeins nokkur þúsund rauðar pöndur eru eftir og fer þeim fækkandi. Veiðar og tap búsvæða ógnar tilvist þeirra og segja vísindamenn nýjustu uppgötvunina undirstrika mikilvæg verndunaraðgerða, sérstaklega fyrir rauðu Himalajapönduna. Stofn hennar sé minni og erfðafræðilegur fjölbreytileiki tegundarinnar sé takmarkaðri en þeirrar kínversku. Þrátt fyrir nafnið er rauða pandan ekki náskyld risapöndunni. Hún er lítið spendýr sem líkist birni, lifir í trjám og þrífst á bambusi. Dýrin eru vernduð í öllum ríkjunum sem þær lifa í. Engu að síður halda ólöglegar veiðar áfram til að seðja markað fyrir feldina í suðvesturhluta Kína. Hattar úr feldi þeirra eru taldir lukkugripir fyrir nýgift hjón í Kína. Veiðar og tap búsvæða ógna rauðu pöndunni í Asíu.Vísir/EPA
Dýr Kína Vísindi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira