Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. febrúar 2020 11:32 Þessum gámi hefur verið komið upp við Landspítalann í Fossvogi. Þangað færi einstaklingur sem mögulega væri smitaður af kórónuveirunni. vísir/vilhelm Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. „Eins og hefur komið fram í fréttum þá er veiran að berast nokkuð hratt út á ákveðnum svæðum í Evrópu og við þurfum að miða þá okkar áhættumat og okkar aðgerðir og viðbrögð við það eins og hefur komið fram hjá sóttvarnarlækni og almannavörnum. Þannig að skilgreining á líklegum tilfellum er þá hérna tekin til endurskoðunar. Það þýðir þá það að fleiri einstaklingar þurfa mögulega að fara í sóttkví svona í ljósi þess að það eru ansi margir Íslendingar sem að hafa tengsl við þessi svæði,“ segir Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum. Þá segir hann mikilvægt að hafa í huga að flestir sem veikjast verða ekkert meira veikir en af venjulegri flensu. „Í langflestum tilfellum eru þetta væg veikindi og kalla í sjálfu sér ekki á neinar sérstakar ráðstafanir svona hvað varðar heilbrigðiskerfið. Fólk í væntanlega svona 80% tilvika fær einkenni sem eru áþekk inflúensu, jafnvel vægari og þau ganga síðan bara yfir án frekari meðferðar ef fólk fer bara vel með sig og fer eftir þessum almennu leiðbeiningum um hreinlæti og fer ekki mikið á meðal fólks meðan það er veikt,“ segir Magnús. Mikið mun mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi „Hins vegar er það þessi hópur sem að við höfum meiri áhyggjur af. Það er eldra fólk og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem að eiga í meiri erfiðleikum með að losa sig við veiruna og fá heiftarlegri einkenni stundum og geta fengið lungnabólgu og þurfa þá meiri aðhlynningu og meðferð. Það eru svona kannski 15% samkvæmt þeim tölum sem við höfum séð og þetta er svolítið breytilegt eftir löndum,“ segir Magnús. Þá telur hann miklar líkur á því að kórónuveiran komi til með að greinast á Íslandi. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum, minnir á að flestir sem veikist af flensunni verði ekki meira veikir en af venjulegri flensu.Vísir/Sigurjón „Mér finnst það svona frekar líklegt já, í ljósi síðustu atburða og ef maður fylgist bara með þróuninni í Evrópu og í heiminum þá tel ég að það sé fremur líklegt að það gerist. Við erum jú sítengd við umheiminn og Íslendingar ferðast mikið og víða og hingað koma ansi margir ferðamenn þannig við höfum í sjálfu sér ekki skjól af þessari fjarlægð að vera hér í Norður-Atlantshafi, ekki lengur,“ segir Magnús. Hann segir mikið koma til með að mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi. Mikilvægt sé því að reyna að koma í veg fyrir smit. „Það gerum við með því að huga að hreinlæti. Það er handþvottur, það er að halda ákveðinni fjarlægð, forðast þessi óþarfa handabönd og faðmlög, nota klúta þegar við erum að hnerra eða hósta. Síðan þurfum við auðvitað að treysta því að þeir sem að hafa hugsanlega verið útsettir og samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis eiga að fara í sóttkví að þeir fylgi þeim tilmælum,“ segir Magnús. Fjögur héruð á Ítalíu skilgreind sem hættusvæði Að því er fram kemur á vefsíðu landlæknis ráðleggur sóttvarnalæknir gegn ónauðsynlegum ferðum til Lombardíu, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte á Ítalíu sem skilgreind eru sem hættusvæði vegna veirunnar. Þeim sem dvalið hafa á þessum svæðum á undanförnum dögum og eru komnir til landsins eða eru að koma til landsins er ráðlagt að halda sig heima í 14 daga í varúðarskyni. Þá hafa fjórir einstaklingar greinst með veiruna á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife og eru sjö Íslendingar þar í sóttkví. Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim sem dvalið hafa á hótelinu undanfarnar tvær vikur að halda sig heima 14 daga í varúðarskyni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. „Eins og hefur komið fram í fréttum þá er veiran að berast nokkuð hratt út á ákveðnum svæðum í Evrópu og við þurfum að miða þá okkar áhættumat og okkar aðgerðir og viðbrögð við það eins og hefur komið fram hjá sóttvarnarlækni og almannavörnum. Þannig að skilgreining á líklegum tilfellum er þá hérna tekin til endurskoðunar. Það þýðir þá það að fleiri einstaklingar þurfa mögulega að fara í sóttkví svona í ljósi þess að það eru ansi margir Íslendingar sem að hafa tengsl við þessi svæði,“ segir Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum. Þá segir hann mikilvægt að hafa í huga að flestir sem veikjast verða ekkert meira veikir en af venjulegri flensu. „Í langflestum tilfellum eru þetta væg veikindi og kalla í sjálfu sér ekki á neinar sérstakar ráðstafanir svona hvað varðar heilbrigðiskerfið. Fólk í væntanlega svona 80% tilvika fær einkenni sem eru áþekk inflúensu, jafnvel vægari og þau ganga síðan bara yfir án frekari meðferðar ef fólk fer bara vel með sig og fer eftir þessum almennu leiðbeiningum um hreinlæti og fer ekki mikið á meðal fólks meðan það er veikt,“ segir Magnús. Mikið mun mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi „Hins vegar er það þessi hópur sem að við höfum meiri áhyggjur af. Það er eldra fólk og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem að eiga í meiri erfiðleikum með að losa sig við veiruna og fá heiftarlegri einkenni stundum og geta fengið lungnabólgu og þurfa þá meiri aðhlynningu og meðferð. Það eru svona kannski 15% samkvæmt þeim tölum sem við höfum séð og þetta er svolítið breytilegt eftir löndum,“ segir Magnús. Þá telur hann miklar líkur á því að kórónuveiran komi til með að greinast á Íslandi. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum, minnir á að flestir sem veikist af flensunni verði ekki meira veikir en af venjulegri flensu.Vísir/Sigurjón „Mér finnst það svona frekar líklegt já, í ljósi síðustu atburða og ef maður fylgist bara með þróuninni í Evrópu og í heiminum þá tel ég að það sé fremur líklegt að það gerist. Við erum jú sítengd við umheiminn og Íslendingar ferðast mikið og víða og hingað koma ansi margir ferðamenn þannig við höfum í sjálfu sér ekki skjól af þessari fjarlægð að vera hér í Norður-Atlantshafi, ekki lengur,“ segir Magnús. Hann segir mikið koma til með að mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi. Mikilvægt sé því að reyna að koma í veg fyrir smit. „Það gerum við með því að huga að hreinlæti. Það er handþvottur, það er að halda ákveðinni fjarlægð, forðast þessi óþarfa handabönd og faðmlög, nota klúta þegar við erum að hnerra eða hósta. Síðan þurfum við auðvitað að treysta því að þeir sem að hafa hugsanlega verið útsettir og samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis eiga að fara í sóttkví að þeir fylgi þeim tilmælum,“ segir Magnús. Fjögur héruð á Ítalíu skilgreind sem hættusvæði Að því er fram kemur á vefsíðu landlæknis ráðleggur sóttvarnalæknir gegn ónauðsynlegum ferðum til Lombardíu, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte á Ítalíu sem skilgreind eru sem hættusvæði vegna veirunnar. Þeim sem dvalið hafa á þessum svæðum á undanförnum dögum og eru komnir til landsins eða eru að koma til landsins er ráðlagt að halda sig heima í 14 daga í varúðarskyni. Þá hafa fjórir einstaklingar greinst með veiruna á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife og eru sjö Íslendingar þar í sóttkví. Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim sem dvalið hafa á hótelinu undanfarnar tvær vikur að halda sig heima 14 daga í varúðarskyni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira