Akfeit ugla send í megrun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2020 10:54 Uglan bústna. Mynd/Uglusetur Suffolk. Það getur verið erfitt að standast freistingar og svo virðist sem það eigi ekki síður við uglur en menn ef marka má nýlegt dæmi frá Bretlandi. Þar fannst ugla í skurði sem átti erfitt með að hefja sig á loft. Þeir sem fundu ugluna töldu hana vera slasaða en uglan var blaut og hrakin. Var henni í snarhasti komið til uglusetursins í Suffolk í austurhluta Englands. Eftir búið var að hlúa að uglunni, þurrka hana og hugsa vel um kom í ljós að henni gekk afar illa að fljúga. Því næst var athugað hvort uglan hafi verið gæludýr en svo reyndist ekki vera, í það minnsta fúlsaði hún við þekktum fuglamat sem gæludýrum í fljúgandi formi er jafnan gefið. „Við rannsökuðum hana í bak og fyrir og komumst að því að það var ekkert að henni nema það að hún var alveg í einstakri yfirvigt. Hín var mjög, mjög bústin og blaut,“ sagði Rufus Samkin í samtali við CNN sem fjallaði um raunir hinnar akfeitu uglu. Sagði hann að þekkt væri að uglur ættu erfitt með að fljúga væru þær of blautar en að þessi tiltekna hafi ekki getað flogið, óháð því hvort hún væri blaut eða þurr. „Hún var þriðjungi þyngri en hin venjulega ugla sem kemur hingað, þannig að hún var umtalsvert stærri,“ að sögn Samkin sem bætti við að mikil fita hafði safnast saman á kvið uglunnar og á læri hennar. En hvað var það sem olli því að uglan var svona bústin? „Þegar við könnuðum málið nánar þá kom í ljós að þar sem hún fannst var allt morandi í villtum músum. Þetta hefur verið gott ár fyrir ránfugla og þannig að ég tel að að hún hafi bara einfaldlega látið of mikið eftir sér, orðið mjög feit þannig að hún festist í skurðinumi og gat ekki flogið,“ sagði Samkin. Allt er þó gott sem endar vel. Uglan var sett á tveggja vikna megrunarkúr áður en að henni var sleppt á nýjan leik. Bretland Dýr Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Það getur verið erfitt að standast freistingar og svo virðist sem það eigi ekki síður við uglur en menn ef marka má nýlegt dæmi frá Bretlandi. Þar fannst ugla í skurði sem átti erfitt með að hefja sig á loft. Þeir sem fundu ugluna töldu hana vera slasaða en uglan var blaut og hrakin. Var henni í snarhasti komið til uglusetursins í Suffolk í austurhluta Englands. Eftir búið var að hlúa að uglunni, þurrka hana og hugsa vel um kom í ljós að henni gekk afar illa að fljúga. Því næst var athugað hvort uglan hafi verið gæludýr en svo reyndist ekki vera, í það minnsta fúlsaði hún við þekktum fuglamat sem gæludýrum í fljúgandi formi er jafnan gefið. „Við rannsökuðum hana í bak og fyrir og komumst að því að það var ekkert að henni nema það að hún var alveg í einstakri yfirvigt. Hín var mjög, mjög bústin og blaut,“ sagði Rufus Samkin í samtali við CNN sem fjallaði um raunir hinnar akfeitu uglu. Sagði hann að þekkt væri að uglur ættu erfitt með að fljúga væru þær of blautar en að þessi tiltekna hafi ekki getað flogið, óháð því hvort hún væri blaut eða þurr. „Hún var þriðjungi þyngri en hin venjulega ugla sem kemur hingað, þannig að hún var umtalsvert stærri,“ að sögn Samkin sem bætti við að mikil fita hafði safnast saman á kvið uglunnar og á læri hennar. En hvað var það sem olli því að uglan var svona bústin? „Þegar við könnuðum málið nánar þá kom í ljós að þar sem hún fannst var allt morandi í villtum músum. Þetta hefur verið gott ár fyrir ránfugla og þannig að ég tel að að hún hafi bara einfaldlega látið of mikið eftir sér, orðið mjög feit þannig að hún festist í skurðinumi og gat ekki flogið,“ sagði Samkin. Allt er þó gott sem endar vel. Uglan var sett á tveggja vikna megrunarkúr áður en að henni var sleppt á nýjan leik.
Bretland Dýr Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira