Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason skrifar 24. febrúar 2020 13:00 Eins og aðrir aðstandendur ALDIN Biodome fagna ég þeirri miklu umræðu sem spunnist hefur um vænta uppbyggingu á svæðinu norðan Stekkjarbakka í jaðri Elliðaárdalsins. Uppbyggileg umræða byggir hins vegar á upplýsingum og langar mig að fjalla aðeins um þá starfsemi sem mun fara fram undir þaki ALDIN. Meginmarkmið ALDIN Biodome er að tengja fólk við náttúruna og stuðla að heilbrigðum lífsstíl, allt á sjálfbæran og arðbæran hátt. Þar verður stunduð ræktun í víðum skilningi þess orðs. Endurnýjanleg orka verður nýtt til matjurtaræktunar og í gróðursælu umhverfi verður boðið upp á aðstöðu til skapandi athafna og mannræktar. Umhverfið á að vekja skilningarvitin til meðvitundar um persónulegt samband manns og náttúru og vekja þannig athygli á því jafnvægi sem nauðsynlegt er í lífinu. Fræðsla og afslöppun Aðalstarfsemin mun eiga sér stað undir visthvelfingum sem skiptast í þrjú meginrými. Það fyrsta sem gestir ganga í gegnum er Dalbær sem er garðyrkjurými og torg sem verður að mestu undir torfþaki. Þaðan verður hægt að ganga inn í tvö mismunandi loftslagsstýrð visthvolf, annars vegar Laufás sem verður með Miðjarðarhafsloftslagi og hins vegar Hraunprýði með hitabeltisloftslagi. Á útisvæði ALDIN verður lögð áhersla á samspil náttúrunnar sem fyrir er og nýræktar á plöntum sem falla vel að umhverfinu. Þetta verður gert í samspili við leiksvæði fyrir unga gesti sem og aldna sem vilja njóta útiverunnar. Í Dalbæ verður lögð áhersla á að gestir upplifi allt ræktunarferli borgarbúskaparins, „af beði á borð“ – fyrsta flokks hollustu og ferskleika. Gestir geta svo keypt og tekið matjurtir með sér heim úr ræktunarrýminu auk grænmetis beint frá öðrum bændum. Á svæðinu verður aðstaða til fræðslu fyrir hópa, veitingastaður og kaffihús, fyrir gesti og þá sem hafa notið útivistar í dalnum. Í Laufási og Hraunprýði verða matjurtaskógar með stórbrotnu safni plantna og jurta sem fela í sér fróðleik um framandi lönd. Þar verður boðið upp á afþreyingu í bland við upplifun af umhverfinu. Í Laufási verður hægt að finna sér stað undir trjákrónum til að vinna og halda fundi og í Hraunprýði verður aðstaða til að stunda jóga og hugleiðslu. Jákvæð fordæmi eru til staðar, líka hérlendis Við höfum skyld dæmi annars staðar að á landinu um vinsældir upplifunar á þessum nótum. Í Friðheimum í Reykholti hefur um nokkurra ára skeið verið fjölbreyttur rekstur í kringum matjurtarækt. Ferskar matjurtir af staðnum, veitingastaður, minjagripasala og ferðaþjónusta styðja þar hvert við annað með góðum árangri. ALDIN og Friðheimar eru að sjálfsögðu ekki að öllu leyti sambærileg fyrirbæri, en samanburðurinn gefur visst fordæmi. ALDIN er fyrir alla, íbúa í næsta nágrenni, aðra borgarbúa og innlenda sem erlenda gesti. Reynslan og vísindin segja okkur að það er mikilvægt andlegri og líkamlegri heilsu fólks að komast reglulega í nánd við náttúruna. Það á ekki síður við um veturna íslensku, þegar skammdegið tekur sinn toll af andlegu heilbrigði margra. Að geta með auðveldum hætti komist í bjarta og hlýja gróðurvin mun hjálpa mörgum og létta lund. Höfundur er sérhæfður í upplifunartengdri viðskiptaþróun og einn eigenda ALDIN Biodome. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Hollvinir kæra framkvæmd undirskriftalistans Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. 23. febrúar 2020 20:47 Upplýst umræða um Elliðaárdal Umræða um uppbyggingu þróunarreits nærri Elliðaárdal eykst nú dag frá degi sem er gott. Slagsíða í umræðunni hefur hins vegar aukist, sem er ekki gott. 22. febrúar 2020 08:00 Leyfum dalnum að njóta vafans! Til stendur að fara í miklar byggingarframkvæmdir í jaðri Elliðaárdals fyrir neðan Stekkjabakka. Þar hefur fyrirtækið Spor í sandinn (SÍS) fengið vilyrði borgarinnar til byggja 4.500 fermetra hvelfingar sem hýsa eiga margþætta starfsemi. 18. febrúar 2020 13:00 Elliðaárdalurinn „Central Park Reykjavíkur“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag. 18. febrúar 2020 16:30 Skrifum undir Meirihlutinn í Reykjavík hefur núna veitt leyfi fyrir því að byggja í Elliðaárdalnum. 18. febrúar 2020 16:30 Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Skoðun Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og aðrir aðstandendur ALDIN Biodome fagna ég þeirri miklu umræðu sem spunnist hefur um vænta uppbyggingu á svæðinu norðan Stekkjarbakka í jaðri Elliðaárdalsins. Uppbyggileg umræða byggir hins vegar á upplýsingum og langar mig að fjalla aðeins um þá starfsemi sem mun fara fram undir þaki ALDIN. Meginmarkmið ALDIN Biodome er að tengja fólk við náttúruna og stuðla að heilbrigðum lífsstíl, allt á sjálfbæran og arðbæran hátt. Þar verður stunduð ræktun í víðum skilningi þess orðs. Endurnýjanleg orka verður nýtt til matjurtaræktunar og í gróðursælu umhverfi verður boðið upp á aðstöðu til skapandi athafna og mannræktar. Umhverfið á að vekja skilningarvitin til meðvitundar um persónulegt samband manns og náttúru og vekja þannig athygli á því jafnvægi sem nauðsynlegt er í lífinu. Fræðsla og afslöppun Aðalstarfsemin mun eiga sér stað undir visthvelfingum sem skiptast í þrjú meginrými. Það fyrsta sem gestir ganga í gegnum er Dalbær sem er garðyrkjurými og torg sem verður að mestu undir torfþaki. Þaðan verður hægt að ganga inn í tvö mismunandi loftslagsstýrð visthvolf, annars vegar Laufás sem verður með Miðjarðarhafsloftslagi og hins vegar Hraunprýði með hitabeltisloftslagi. Á útisvæði ALDIN verður lögð áhersla á samspil náttúrunnar sem fyrir er og nýræktar á plöntum sem falla vel að umhverfinu. Þetta verður gert í samspili við leiksvæði fyrir unga gesti sem og aldna sem vilja njóta útiverunnar. Í Dalbæ verður lögð áhersla á að gestir upplifi allt ræktunarferli borgarbúskaparins, „af beði á borð“ – fyrsta flokks hollustu og ferskleika. Gestir geta svo keypt og tekið matjurtir með sér heim úr ræktunarrýminu auk grænmetis beint frá öðrum bændum. Á svæðinu verður aðstaða til fræðslu fyrir hópa, veitingastaður og kaffihús, fyrir gesti og þá sem hafa notið útivistar í dalnum. Í Laufási og Hraunprýði verða matjurtaskógar með stórbrotnu safni plantna og jurta sem fela í sér fróðleik um framandi lönd. Þar verður boðið upp á afþreyingu í bland við upplifun af umhverfinu. Í Laufási verður hægt að finna sér stað undir trjákrónum til að vinna og halda fundi og í Hraunprýði verður aðstaða til að stunda jóga og hugleiðslu. Jákvæð fordæmi eru til staðar, líka hérlendis Við höfum skyld dæmi annars staðar að á landinu um vinsældir upplifunar á þessum nótum. Í Friðheimum í Reykholti hefur um nokkurra ára skeið verið fjölbreyttur rekstur í kringum matjurtarækt. Ferskar matjurtir af staðnum, veitingastaður, minjagripasala og ferðaþjónusta styðja þar hvert við annað með góðum árangri. ALDIN og Friðheimar eru að sjálfsögðu ekki að öllu leyti sambærileg fyrirbæri, en samanburðurinn gefur visst fordæmi. ALDIN er fyrir alla, íbúa í næsta nágrenni, aðra borgarbúa og innlenda sem erlenda gesti. Reynslan og vísindin segja okkur að það er mikilvægt andlegri og líkamlegri heilsu fólks að komast reglulega í nánd við náttúruna. Það á ekki síður við um veturna íslensku, þegar skammdegið tekur sinn toll af andlegu heilbrigði margra. Að geta með auðveldum hætti komist í bjarta og hlýja gróðurvin mun hjálpa mörgum og létta lund. Höfundur er sérhæfður í upplifunartengdri viðskiptaþróun og einn eigenda ALDIN Biodome.
Hollvinir kæra framkvæmd undirskriftalistans Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. 23. febrúar 2020 20:47
Upplýst umræða um Elliðaárdal Umræða um uppbyggingu þróunarreits nærri Elliðaárdal eykst nú dag frá degi sem er gott. Slagsíða í umræðunni hefur hins vegar aukist, sem er ekki gott. 22. febrúar 2020 08:00
Leyfum dalnum að njóta vafans! Til stendur að fara í miklar byggingarframkvæmdir í jaðri Elliðaárdals fyrir neðan Stekkjabakka. Þar hefur fyrirtækið Spor í sandinn (SÍS) fengið vilyrði borgarinnar til byggja 4.500 fermetra hvelfingar sem hýsa eiga margþætta starfsemi. 18. febrúar 2020 13:00
Elliðaárdalurinn „Central Park Reykjavíkur“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag. 18. febrúar 2020 16:30
Skrifum undir Meirihlutinn í Reykjavík hefur núna veitt leyfi fyrir því að byggja í Elliðaárdalnum. 18. febrúar 2020 16:30
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun