FH-ingar unnu flesta Íslandsmeistaratitla | Piltamet og tvö mótsmet Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 17:22 Kristján Viggó Sigfinnsson bætti piltamet sitt. mynd/frí FH-ingar voru sigursælastir á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem lauk í Kaplakrika í dag. Ari Bragi Kárason fór heim með þrenn gullverðlaun af mótinu. Alls unnu FH-ingar 11 gullverðlaun, ÍR og Breiðabliki 4 hvort félag, UMSS og UFA 2 hvort, og Ármann og HSK/Selfoss 1 hvort. Ari Bragi vann 200 metra hlaup á 22,11, aðeins 1/100 úr sekúndu á undan félaga sínum úr FH, Kormáki Ara Hafliðasyni. Ari Bragi hafði áður unnið 60 metra hlaupið í gær. Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH, sem vann 400 metra hlaupið í gær, vann 200 metra hlaupið í dag á 24,84 sekúndum. Agnes Kristjánsdóttir úr ÍR næst á 25,01 sekúndum. Tvö mótsmet voru sett í boðhlaupum í dag. Sveit FH vann 4x200 metra boðhlaup karla á nýju mótsmeti eða 1:30,21 mínútu. Sveitina skipuðu Trausti Stefánsson, Kormákur Ari Hafliðason, Bjarni Páll Pálsson og Ari Bragi. Sveit ÍR vann hins vegar 4x200 metra hlaup kvenna á 1:40,39, en þá sveit skipuðu Andrea Torfadóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Dagbjört Lilja Magnúsdóttir og Agnes Kristjánsdóttir. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni vann hástökk með 2,15 metra stökki og bætti þar með piltamet sitt (16-17 ára) um tvo sentímetra. Kristján Viggó, sem varð Norðurlandameistari 19 ára og yngri síðasta sumar, sló 23 ára gamalt met Einars Karls Hjartarsonar í janúar með 2,13 metra stökki sínu. Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafi í 100 metra hlaupi, var sigursæll á heimavelli um helgina.mynd/stöð 2 Hafdís Sigurðardóttir vann langstökk kvenna með 6,14 metra stökki en hún átti þrjú stökk sem öll voru á bilinu 6,12-6,14 metrar. Hún hafði unnið 60 metra hlaupið í gær. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki fékk silfur með 5,73 metra stökk. Ingibjörg Sigurðardóttir varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna á 2:16,87 mínútum. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir úr FH fékk silfur á 2:21,66. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann 800 metra hlaup karla á 1:56,35 mínútu. Kjartan Óli Ágústsson kom annar í mark á 1:58,76. Arnar Pétursson, nýkominn aftur í raðir Breiðabliks, bætti við öðrum gullverðlaunum sínum á mótinu þegar hann vann 3.000 metra hlaup af miklu öryggi, líkt og 1.500 metra hlaupið, á 8:42,46. Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR vann sömuleiðis öruggan sigur í 3.000 metra hlaupi kvenna á 10:00,20 mínútum. Ísak Óli Traustason úr UMSS vann 60 metra grindahlaup á 8,42 sekúndum. Einar Daði Lárusson úr ÍR var næstur á 8,56. Ísak Óli vann einnig langstökkskeppnina með 6,90 metra stökki, eða þremur sentímetrum lengra stökki en Kristinn Torfason úr FH náði. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann 60 metra grindahlaup kvenna á 8,82 sekúndum en Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/Selfossi varð önnur á 9,10. María vann einnig kúluvarpið með 12,82 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann stangarstökk kvenna með 3,30 metra stökki. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðni Valur náði sínum besta árangri í kúluvarpi | FH með örugga forystu Fyrri keppnisdegi af tveimur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss er lokið. 22. febrúar 2020 15:41 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Sjá meira
FH-ingar voru sigursælastir á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem lauk í Kaplakrika í dag. Ari Bragi Kárason fór heim með þrenn gullverðlaun af mótinu. Alls unnu FH-ingar 11 gullverðlaun, ÍR og Breiðabliki 4 hvort félag, UMSS og UFA 2 hvort, og Ármann og HSK/Selfoss 1 hvort. Ari Bragi vann 200 metra hlaup á 22,11, aðeins 1/100 úr sekúndu á undan félaga sínum úr FH, Kormáki Ara Hafliðasyni. Ari Bragi hafði áður unnið 60 metra hlaupið í gær. Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH, sem vann 400 metra hlaupið í gær, vann 200 metra hlaupið í dag á 24,84 sekúndum. Agnes Kristjánsdóttir úr ÍR næst á 25,01 sekúndum. Tvö mótsmet voru sett í boðhlaupum í dag. Sveit FH vann 4x200 metra boðhlaup karla á nýju mótsmeti eða 1:30,21 mínútu. Sveitina skipuðu Trausti Stefánsson, Kormákur Ari Hafliðason, Bjarni Páll Pálsson og Ari Bragi. Sveit ÍR vann hins vegar 4x200 metra hlaup kvenna á 1:40,39, en þá sveit skipuðu Andrea Torfadóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Dagbjört Lilja Magnúsdóttir og Agnes Kristjánsdóttir. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni vann hástökk með 2,15 metra stökki og bætti þar með piltamet sitt (16-17 ára) um tvo sentímetra. Kristján Viggó, sem varð Norðurlandameistari 19 ára og yngri síðasta sumar, sló 23 ára gamalt met Einars Karls Hjartarsonar í janúar með 2,13 metra stökki sínu. Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafi í 100 metra hlaupi, var sigursæll á heimavelli um helgina.mynd/stöð 2 Hafdís Sigurðardóttir vann langstökk kvenna með 6,14 metra stökki en hún átti þrjú stökk sem öll voru á bilinu 6,12-6,14 metrar. Hún hafði unnið 60 metra hlaupið í gær. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki fékk silfur með 5,73 metra stökk. Ingibjörg Sigurðardóttir varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna á 2:16,87 mínútum. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir úr FH fékk silfur á 2:21,66. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann 800 metra hlaup karla á 1:56,35 mínútu. Kjartan Óli Ágústsson kom annar í mark á 1:58,76. Arnar Pétursson, nýkominn aftur í raðir Breiðabliks, bætti við öðrum gullverðlaunum sínum á mótinu þegar hann vann 3.000 metra hlaup af miklu öryggi, líkt og 1.500 metra hlaupið, á 8:42,46. Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR vann sömuleiðis öruggan sigur í 3.000 metra hlaupi kvenna á 10:00,20 mínútum. Ísak Óli Traustason úr UMSS vann 60 metra grindahlaup á 8,42 sekúndum. Einar Daði Lárusson úr ÍR var næstur á 8,56. Ísak Óli vann einnig langstökkskeppnina með 6,90 metra stökki, eða þremur sentímetrum lengra stökki en Kristinn Torfason úr FH náði. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann 60 metra grindahlaup kvenna á 8,82 sekúndum en Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/Selfossi varð önnur á 9,10. María vann einnig kúluvarpið með 12,82 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann stangarstökk kvenna með 3,30 metra stökki.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðni Valur náði sínum besta árangri í kúluvarpi | FH með örugga forystu Fyrri keppnisdegi af tveimur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss er lokið. 22. febrúar 2020 15:41 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Sjá meira
Guðni Valur náði sínum besta árangri í kúluvarpi | FH með örugga forystu Fyrri keppnisdegi af tveimur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss er lokið. 22. febrúar 2020 15:41